Aftur í fangelsi vegna gruns um að hafa svipt tvær stúlkur frelsi sínu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2016 12:01 Annar maðurinn afplánar nú eftirstöðvar dóms vegna meintrar frelsissviptingar en hinn maðurinn losnar úr gæsluvarðhaldi í dag. vísir/anton brink Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að maður sem grunaður er um að hafa frelsissvipt tvær stúlkur þann 27. júní síðastliðinn skuli sæta afplánun á 105 dögum á eftirstöðvum refsingar sem honum var veitt reynslulausn á í ágúst í fyrra. Maðurinn er grunaður um að hafa í félagi við annan mann frelsissvipt stúlkurnar tvær á heimili annarrar þeirra síðastliðinn mánudag en fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í dag. Í dómi héraðsdóms kemur fram að frumrannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að málið tengist peningaskuld stúlknanna sem mennirnir hafi verið að innheimta en önnur stúlkan er kærasta annars mannsins sem einnig var kærður vegna málsins. Hann var hnepptur í gæsluvarðhald sem rennur út í dag en ekki verður farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Lýsingar í dómnum á frelsissviptingu eru heldur ófagrar en þar segir meðal annars að frelsissviptingin hafi staðið yfir í sex klukkustundir og eru eftirfarandi lýsingar hafðar eftir stúlkunum í greinargerð lögreglu: „Kváðu þær að á meðan þeim hafi verið haldið hafi þeim og ættingjum þeirra verið hótað lífláti, klippt hafi verið í hár þeirra og borinn hnífur að hálsi A. Kvað hún Y hafa verið með miklar hótanir við B og einnig sett sleif ofan í háls hennar. Þá hafi þær borið um í skýrslutöku hjá lögreglu að kærði X hefði beitt töng með gulu skafti til að merja tá á B og einnig hefði hann beitt tönginni á putta á B svo á sá. Auk þess kváðu þær Y hafa troðið peysu upp í B til að heyrðist ekki í henni þegar tönginni hafi verið beitt. Loks kváðust þær hafa verið haldi inni í íbúðinni frá kl. 04:00 þar til um morguninn og hafi þeim þá verið hleypt út og þær farið á kaffihús í nágrenninu.“Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Tengdar fréttir Taldir hafa svipt unga konu frelsi Tveir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um að hafa svipt barnsmóður annars mannsins og aðra stúlku frelsi og beitt hana ofbeldi. 5. júlí 2016 07:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að maður sem grunaður er um að hafa frelsissvipt tvær stúlkur þann 27. júní síðastliðinn skuli sæta afplánun á 105 dögum á eftirstöðvum refsingar sem honum var veitt reynslulausn á í ágúst í fyrra. Maðurinn er grunaður um að hafa í félagi við annan mann frelsissvipt stúlkurnar tvær á heimili annarrar þeirra síðastliðinn mánudag en fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í dag. Í dómi héraðsdóms kemur fram að frumrannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að málið tengist peningaskuld stúlknanna sem mennirnir hafi verið að innheimta en önnur stúlkan er kærasta annars mannsins sem einnig var kærður vegna málsins. Hann var hnepptur í gæsluvarðhald sem rennur út í dag en ekki verður farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Lýsingar í dómnum á frelsissviptingu eru heldur ófagrar en þar segir meðal annars að frelsissviptingin hafi staðið yfir í sex klukkustundir og eru eftirfarandi lýsingar hafðar eftir stúlkunum í greinargerð lögreglu: „Kváðu þær að á meðan þeim hafi verið haldið hafi þeim og ættingjum þeirra verið hótað lífláti, klippt hafi verið í hár þeirra og borinn hnífur að hálsi A. Kvað hún Y hafa verið með miklar hótanir við B og einnig sett sleif ofan í háls hennar. Þá hafi þær borið um í skýrslutöku hjá lögreglu að kærði X hefði beitt töng með gulu skafti til að merja tá á B og einnig hefði hann beitt tönginni á putta á B svo á sá. Auk þess kváðu þær Y hafa troðið peysu upp í B til að heyrðist ekki í henni þegar tönginni hafi verið beitt. Loks kváðust þær hafa verið haldi inni í íbúðinni frá kl. 04:00 þar til um morguninn og hafi þeim þá verið hleypt út og þær farið á kaffihús í nágrenninu.“Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Tengdar fréttir Taldir hafa svipt unga konu frelsi Tveir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um að hafa svipt barnsmóður annars mannsins og aðra stúlku frelsi og beitt hana ofbeldi. 5. júlí 2016 07:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Taldir hafa svipt unga konu frelsi Tveir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um að hafa svipt barnsmóður annars mannsins og aðra stúlku frelsi og beitt hana ofbeldi. 5. júlí 2016 07:00