Innlent

Taldir hafa svipt unga konu frelsi

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Atvikið átti sér stað síðastliðinn sunnudag en þeir eiga að hafa beitt stúlkuna ofbeldi og meðal annars klippt í tær hennar.
Atvikið átti sér stað síðastliðinn sunnudag en þeir eiga að hafa beitt stúlkuna ofbeldi og meðal annars klippt í tær hennar. Vísir/Heiða
Tveir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um að hafa svipt barnsmóður annars mannsins og aðra stúlku frelsi og beitt hana ofbeldi.

Mennirnir eru vinir og eru í kring um þrítugt en barnsmóðir mannsins er átján ára. Atvikið átti sér stað sunnudaginn 26. júní en mennirnir eiga að hafa svipt konuna frelsi, beitt hana ofbeldi og meðal annars klippt í tær hennar. 

Stúlkan náði sjálf að tilkynna atvikið og voru mennirnir tveir handteknir í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði mennina í einnar viku gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þeim úrskurði var ekki áfrýjað til Hæstaréttar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til rannsóknar en samkvæmt upplýsingum frá embættinu hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á framlengingu á gæsluvarðhaldinu yfir mönnunum í dag. 

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu

vísir/valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×