Fótboltastjórnmál Eva H. Baldursdóttir skrifar 6. júlí 2016 00:00 Meginstef júnímánaðar voru fótbolti og forseti. Fátt annað komst að á kaffistofunni eða í hugum þjóðarinnar. Í þetta sinn varð fótboltaliðið sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Hver Íslendingur flykkti sér á bak við þetta frábæra lið, sem rauf múr þess raunverulega og sýndi fram á hvað áralöng vinna og hjarta getur komið lítilli þjóð langt. Nýkjörinn forseti sýndi enn fremur frábæra takta sem maður fólksins og virðist gæddur sömu hæfileikum og þjálfarateymi fótboltaliðsins, yfirvegun og engir stælar. Árangur íslenska landsliðsins er afrakstur mikils uppbyggingarstarfs og þrotlausrar vinnu. Ég hef á tilfinningunni að menn hafi haft skýra framtíðarsýn og stóra drauma sem markvisst var unnið að. Fjárfest hefur verið í góðri aðstöðu og þjálfun. Árangur tekur svo tíma, það þarf aga, yfirvegun og skipulag og það er hugsað til margra ára. Svo þarf hjartað og hugarfar að fylgja með. Í slíkri vinnu er ekkert svigrúm fyrir smákónga með stórt egó heldur þarf samheldni og liðsheild. Liðið blómstraði svo á hárréttum tíma. Líkt og með aðrar velgengnisögur er sýnilegur árangur aðeins toppurinn á ísjakanum. Leið landsliðsins ætti að nota sem fyrirmynd um hvernig vinna eigi hlutina á mörgum sviðum lífsins til að ná árangri, t.d. á sviði stjórnmála. Þó stjórnmálin séu flóknari vettvangur ætti að tileinka sér sömu vinnubrögð. Ísland hefur alla burði til að vera framúrskarandi á mörgum sviðum, enda höfum við bæði nauðsynlega innviði og mannauð. Í því er kostur hvað við erum fá sem auðveldar breytingar. Fyrst þarf hins vegar skýra framtíðarsýn og drauma, samheldni og þrotlausa vinnu. Við skulum tileinka okkur viðhorfið að árangur tekur tíma og það eru engar skyndilausnir. Farsælust í því er leið landsliðsins, sænska leiðin, að ræða sig að niðurstöðu þangað til allir eru sáttir. Leggja egóið til hliðar og hugsa um verkefnið. Ná fram málamiðlunum og róa svo taktfast í sömu átt, út fyrir hefðbundin síló flokkanna. Ég er þess fullviss að í íslenskri pólitík sé nefnilega of mikið um falskar andstæður þrátt fyrir að markmiðin séu í grófum dráttum þau sömu. Á flestum sviðum má finna góðar málamiðlanir. Ef við förum að spila sem lið ætti árangur Íslands ekki að láta á sér standa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Meginstef júnímánaðar voru fótbolti og forseti. Fátt annað komst að á kaffistofunni eða í hugum þjóðarinnar. Í þetta sinn varð fótboltaliðið sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Hver Íslendingur flykkti sér á bak við þetta frábæra lið, sem rauf múr þess raunverulega og sýndi fram á hvað áralöng vinna og hjarta getur komið lítilli þjóð langt. Nýkjörinn forseti sýndi enn fremur frábæra takta sem maður fólksins og virðist gæddur sömu hæfileikum og þjálfarateymi fótboltaliðsins, yfirvegun og engir stælar. Árangur íslenska landsliðsins er afrakstur mikils uppbyggingarstarfs og þrotlausrar vinnu. Ég hef á tilfinningunni að menn hafi haft skýra framtíðarsýn og stóra drauma sem markvisst var unnið að. Fjárfest hefur verið í góðri aðstöðu og þjálfun. Árangur tekur svo tíma, það þarf aga, yfirvegun og skipulag og það er hugsað til margra ára. Svo þarf hjartað og hugarfar að fylgja með. Í slíkri vinnu er ekkert svigrúm fyrir smákónga með stórt egó heldur þarf samheldni og liðsheild. Liðið blómstraði svo á hárréttum tíma. Líkt og með aðrar velgengnisögur er sýnilegur árangur aðeins toppurinn á ísjakanum. Leið landsliðsins ætti að nota sem fyrirmynd um hvernig vinna eigi hlutina á mörgum sviðum lífsins til að ná árangri, t.d. á sviði stjórnmála. Þó stjórnmálin séu flóknari vettvangur ætti að tileinka sér sömu vinnubrögð. Ísland hefur alla burði til að vera framúrskarandi á mörgum sviðum, enda höfum við bæði nauðsynlega innviði og mannauð. Í því er kostur hvað við erum fá sem auðveldar breytingar. Fyrst þarf hins vegar skýra framtíðarsýn og drauma, samheldni og þrotlausa vinnu. Við skulum tileinka okkur viðhorfið að árangur tekur tíma og það eru engar skyndilausnir. Farsælust í því er leið landsliðsins, sænska leiðin, að ræða sig að niðurstöðu þangað til allir eru sáttir. Leggja egóið til hliðar og hugsa um verkefnið. Ná fram málamiðlunum og róa svo taktfast í sömu átt, út fyrir hefðbundin síló flokkanna. Ég er þess fullviss að í íslenskri pólitík sé nefnilega of mikið um falskar andstæður þrátt fyrir að markmiðin séu í grófum dráttum þau sömu. Á flestum sviðum má finna góðar málamiðlanir. Ef við förum að spila sem lið ætti árangur Íslands ekki að láta á sér standa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar