Fótboltastjórnmál Eva H. Baldursdóttir skrifar 6. júlí 2016 00:00 Meginstef júnímánaðar voru fótbolti og forseti. Fátt annað komst að á kaffistofunni eða í hugum þjóðarinnar. Í þetta sinn varð fótboltaliðið sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Hver Íslendingur flykkti sér á bak við þetta frábæra lið, sem rauf múr þess raunverulega og sýndi fram á hvað áralöng vinna og hjarta getur komið lítilli þjóð langt. Nýkjörinn forseti sýndi enn fremur frábæra takta sem maður fólksins og virðist gæddur sömu hæfileikum og þjálfarateymi fótboltaliðsins, yfirvegun og engir stælar. Árangur íslenska landsliðsins er afrakstur mikils uppbyggingarstarfs og þrotlausrar vinnu. Ég hef á tilfinningunni að menn hafi haft skýra framtíðarsýn og stóra drauma sem markvisst var unnið að. Fjárfest hefur verið í góðri aðstöðu og þjálfun. Árangur tekur svo tíma, það þarf aga, yfirvegun og skipulag og það er hugsað til margra ára. Svo þarf hjartað og hugarfar að fylgja með. Í slíkri vinnu er ekkert svigrúm fyrir smákónga með stórt egó heldur þarf samheldni og liðsheild. Liðið blómstraði svo á hárréttum tíma. Líkt og með aðrar velgengnisögur er sýnilegur árangur aðeins toppurinn á ísjakanum. Leið landsliðsins ætti að nota sem fyrirmynd um hvernig vinna eigi hlutina á mörgum sviðum lífsins til að ná árangri, t.d. á sviði stjórnmála. Þó stjórnmálin séu flóknari vettvangur ætti að tileinka sér sömu vinnubrögð. Ísland hefur alla burði til að vera framúrskarandi á mörgum sviðum, enda höfum við bæði nauðsynlega innviði og mannauð. Í því er kostur hvað við erum fá sem auðveldar breytingar. Fyrst þarf hins vegar skýra framtíðarsýn og drauma, samheldni og þrotlausa vinnu. Við skulum tileinka okkur viðhorfið að árangur tekur tíma og það eru engar skyndilausnir. Farsælust í því er leið landsliðsins, sænska leiðin, að ræða sig að niðurstöðu þangað til allir eru sáttir. Leggja egóið til hliðar og hugsa um verkefnið. Ná fram málamiðlunum og róa svo taktfast í sömu átt, út fyrir hefðbundin síló flokkanna. Ég er þess fullviss að í íslenskri pólitík sé nefnilega of mikið um falskar andstæður þrátt fyrir að markmiðin séu í grófum dráttum þau sömu. Á flestum sviðum má finna góðar málamiðlanir. Ef við förum að spila sem lið ætti árangur Íslands ekki að láta á sér standa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Meginstef júnímánaðar voru fótbolti og forseti. Fátt annað komst að á kaffistofunni eða í hugum þjóðarinnar. Í þetta sinn varð fótboltaliðið sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Hver Íslendingur flykkti sér á bak við þetta frábæra lið, sem rauf múr þess raunverulega og sýndi fram á hvað áralöng vinna og hjarta getur komið lítilli þjóð langt. Nýkjörinn forseti sýndi enn fremur frábæra takta sem maður fólksins og virðist gæddur sömu hæfileikum og þjálfarateymi fótboltaliðsins, yfirvegun og engir stælar. Árangur íslenska landsliðsins er afrakstur mikils uppbyggingarstarfs og þrotlausrar vinnu. Ég hef á tilfinningunni að menn hafi haft skýra framtíðarsýn og stóra drauma sem markvisst var unnið að. Fjárfest hefur verið í góðri aðstöðu og þjálfun. Árangur tekur svo tíma, það þarf aga, yfirvegun og skipulag og það er hugsað til margra ára. Svo þarf hjartað og hugarfar að fylgja með. Í slíkri vinnu er ekkert svigrúm fyrir smákónga með stórt egó heldur þarf samheldni og liðsheild. Liðið blómstraði svo á hárréttum tíma. Líkt og með aðrar velgengnisögur er sýnilegur árangur aðeins toppurinn á ísjakanum. Leið landsliðsins ætti að nota sem fyrirmynd um hvernig vinna eigi hlutina á mörgum sviðum lífsins til að ná árangri, t.d. á sviði stjórnmála. Þó stjórnmálin séu flóknari vettvangur ætti að tileinka sér sömu vinnubrögð. Ísland hefur alla burði til að vera framúrskarandi á mörgum sviðum, enda höfum við bæði nauðsynlega innviði og mannauð. Í því er kostur hvað við erum fá sem auðveldar breytingar. Fyrst þarf hins vegar skýra framtíðarsýn og drauma, samheldni og þrotlausa vinnu. Við skulum tileinka okkur viðhorfið að árangur tekur tíma og það eru engar skyndilausnir. Farsælust í því er leið landsliðsins, sænska leiðin, að ræða sig að niðurstöðu þangað til allir eru sáttir. Leggja egóið til hliðar og hugsa um verkefnið. Ná fram málamiðlunum og róa svo taktfast í sömu átt, út fyrir hefðbundin síló flokkanna. Ég er þess fullviss að í íslenskri pólitík sé nefnilega of mikið um falskar andstæður þrátt fyrir að markmiðin séu í grófum dráttum þau sömu. Á flestum sviðum má finna góðar málamiðlanir. Ef við förum að spila sem lið ætti árangur Íslands ekki að láta á sér standa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun