Þurfa að greiða Ágústu og Söru vangoldin laun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2016 11:55 Tvær íslenskar konur stefndu tæknifyrirtækinu Skema fyrir vangoldin laun á meðan þær unnu undir stjórn Rakelar Sölvadóttur, stofnanda Skema, í Bandaríkjunum vorið 2014. Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær tæknifyrirtækin Skema og reKode til þess að greiða þeim Ágústu Fanneyju Snorradóttur og Söru Rut Ágústsdóttur vangoldin laun vegna vinnu sinnar fyrir Skema undir stjórn Rakelar Sölvadóttur í Bandaríkjunum vorið 2014. Þær fengu aldrei greitt fyrir síðasta mánuðinn sem þær voru þar og telja auk þess að þeim hafi verið sagt upp án uppsagnarfrests sem þær áttu rétt á.Sjá einnig: Telja sig sviknar af Skema: „Við trúðum að þetta væri einstakt tækifæri“ Samkvæmt dómi héraðsdóms þurfa fyrirtækin að greiða Ágústu og Söru hvorri um sig um 1,2 milljónir í vangoldin laun. Fyrir dómi fór reKode fram á sýknu þar sem hvorki Ágústa né Sara hefðu gefið út reikning á fyrirtækið fyrir kröfunni og því væri engin skuld til staðar. Þá væri krafan án nokkurrar sundurliðunar og því vanreifuð.Sjá einnig: Launadeila Skema fyrir dómi: „Ég hefði sagt nánast hvað sem er til að losna við þær úr mínu húsi“ Dómurinn byggir hins vegar á því að gögn málsins sýni skýrt að reKode ætlaði að ráð Ágústu og Söru í vinnu: „Í ljósi almennra reglna og stöðu aðila í samningssambandinu verða stefndu, sem vinnuveitendur stefnanda, að bera hallann af óljósu inntaki ráðningarsamnings aðila að öðru leyti. Eins og rakið hefur verið liggur fyrir að í lögskiptum þeirra voru drög að skriflegum en óundirrituðum ráðningarsamningi í meginatriðum lagður til grundvallar, en þar var kveðið var á um þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þá er til þess að líta að stefnandi skuldbatt sig til þess að flytjast búferlum á fjarlægar slóðir, sem hún gerði í lok mars á grundvelli þess samningssambands sem í gildi var milli aðila. Við þær aðstæður er eðlilegt að gengið sé út frá lengri uppsagnarfresti en leiðir af almennum reglum. Því þykir rétt að miða við að stefnandi hafi verið ráðin til starfa hjá stefndu með þeim kjörum að ef til uppsagnar kæmi af hálfu annars hvors samningsaðila væri uppsagnarfrestur þrír mánuðir,“ segir í dómi héraðsdóms. Féllst dómurinn því á kröfu kvennanna og dæmdi fyrirtækin til að greiða þeim vangoldin laun eins og áður segir. Um tvo dóma er að ræða og má sjá þá hér og hér. Tengdar fréttir Launadeila Skema fyrir dómi: „Ég hefði sagt nánast hvað sem er til að losna við þær úr mínu húsi“ Tvær íslenskar konur telja sig sviknar af tæknifyrirtækinu í umfangsmiklu launamáli. 12. maí 2016 12:30 Telja sig sviknar af Skema: „Við trúðum að þetta væri einstakt tækifæri“ Tvær íslenskar konur hafa stefnt tæknifyrirtækinu fyrir vangoldin laun á meðan þær unnu í Bandaríkjunum vorið 2014. 25. apríl 2016 11:30 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær tæknifyrirtækin Skema og reKode til þess að greiða þeim Ágústu Fanneyju Snorradóttur og Söru Rut Ágústsdóttur vangoldin laun vegna vinnu sinnar fyrir Skema undir stjórn Rakelar Sölvadóttur í Bandaríkjunum vorið 2014. Þær fengu aldrei greitt fyrir síðasta mánuðinn sem þær voru þar og telja auk þess að þeim hafi verið sagt upp án uppsagnarfrests sem þær áttu rétt á.Sjá einnig: Telja sig sviknar af Skema: „Við trúðum að þetta væri einstakt tækifæri“ Samkvæmt dómi héraðsdóms þurfa fyrirtækin að greiða Ágústu og Söru hvorri um sig um 1,2 milljónir í vangoldin laun. Fyrir dómi fór reKode fram á sýknu þar sem hvorki Ágústa né Sara hefðu gefið út reikning á fyrirtækið fyrir kröfunni og því væri engin skuld til staðar. Þá væri krafan án nokkurrar sundurliðunar og því vanreifuð.Sjá einnig: Launadeila Skema fyrir dómi: „Ég hefði sagt nánast hvað sem er til að losna við þær úr mínu húsi“ Dómurinn byggir hins vegar á því að gögn málsins sýni skýrt að reKode ætlaði að ráð Ágústu og Söru í vinnu: „Í ljósi almennra reglna og stöðu aðila í samningssambandinu verða stefndu, sem vinnuveitendur stefnanda, að bera hallann af óljósu inntaki ráðningarsamnings aðila að öðru leyti. Eins og rakið hefur verið liggur fyrir að í lögskiptum þeirra voru drög að skriflegum en óundirrituðum ráðningarsamningi í meginatriðum lagður til grundvallar, en þar var kveðið var á um þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þá er til þess að líta að stefnandi skuldbatt sig til þess að flytjast búferlum á fjarlægar slóðir, sem hún gerði í lok mars á grundvelli þess samningssambands sem í gildi var milli aðila. Við þær aðstæður er eðlilegt að gengið sé út frá lengri uppsagnarfresti en leiðir af almennum reglum. Því þykir rétt að miða við að stefnandi hafi verið ráðin til starfa hjá stefndu með þeim kjörum að ef til uppsagnar kæmi af hálfu annars hvors samningsaðila væri uppsagnarfrestur þrír mánuðir,“ segir í dómi héraðsdóms. Féllst dómurinn því á kröfu kvennanna og dæmdi fyrirtækin til að greiða þeim vangoldin laun eins og áður segir. Um tvo dóma er að ræða og má sjá þá hér og hér.
Tengdar fréttir Launadeila Skema fyrir dómi: „Ég hefði sagt nánast hvað sem er til að losna við þær úr mínu húsi“ Tvær íslenskar konur telja sig sviknar af tæknifyrirtækinu í umfangsmiklu launamáli. 12. maí 2016 12:30 Telja sig sviknar af Skema: „Við trúðum að þetta væri einstakt tækifæri“ Tvær íslenskar konur hafa stefnt tæknifyrirtækinu fyrir vangoldin laun á meðan þær unnu í Bandaríkjunum vorið 2014. 25. apríl 2016 11:30 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Launadeila Skema fyrir dómi: „Ég hefði sagt nánast hvað sem er til að losna við þær úr mínu húsi“ Tvær íslenskar konur telja sig sviknar af tæknifyrirtækinu í umfangsmiklu launamáli. 12. maí 2016 12:30
Telja sig sviknar af Skema: „Við trúðum að þetta væri einstakt tækifæri“ Tvær íslenskar konur hafa stefnt tæknifyrirtækinu fyrir vangoldin laun á meðan þær unnu í Bandaríkjunum vorið 2014. 25. apríl 2016 11:30