Flugeldasýning Jóns L. tryggði sigur í 4. umferð Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2016 10:35 Gullaldarlið Íslands vann fjórða sigurinn í röð á HM skáksveita 50 ára og eldri í Dresden í dag. Jón L. Árnason var hetja dagsins, sigraði Gerhard Köhler í 23 leikjum eftir að hafa fórnað mönnum á báðar hendur. Armenía, Þýskaland og Ísland eru nú einu liðin sem hafa sigrað í öllum viðureignum sínum. Gullaldarliðið mætir sterkri sveit Armeníu í fimmtu umferð. Sérlegur blaðafulltrúi liðsins, Hrafn Jökulsson, segir svo frá að íslenska stórmeistarasveitin hafi mætt mjög sterku liði Emanuel Lasker Gesellschaft í fjórðu umferðinni. Á 1. borði gerðu Jóhann Hjartarson og Arthur Jusupov jafntefli, og sama var uppi á teningnum í viðureignum Helga Ólafssonar og Alexanders Graf, og Margeirs Péturssonar og Jakobs Meister.Jón L. sýndi klærnar„Jón L. Árnason mætti Köhler á 4. borði, en Þjóðverjinn er þekktastur fyrir að hafa teflt þúsundir hraðskáka við Viktor Korchnoi, þegar hinn mikli meistari dvaldi sér til hressingar á heilsuhæli í Dresden. Jón er einn mesti sóknarskákmaður íslenskrar skáksögu, og hann hélt sannkallaða flugeldasýningu og tryggði íslenska liðinu mjög dýrmætan sigur,“ segir Hrafn.Hrafn er ánægður með sína menn og nú var komið að Jóni L. að sýna snilli sína; sannkölluð flugeldasýning hans tryggði dýrmætan sigur.Halldór Grétar Einarsson liðstjóri Gullaldarliðsins var að vonum ánægður með sína menn: „Við vorum að klára að fara yfir skákir dagsins. Það var varla leikinn slæmur leikur í þessari umferð en margir snjallir. Jón L. ruggaði aðeins bátnum til að vinna sinn andstæðing á glæsilegan hátt.“ Af öðrum úrslitum í fjórðu umferð bar hæst að Þýskaland lagði England og Armenía sigraði Kanada.Stórleikur gegn Armeníu næstur á dagskráÍ fimmtu umferð mætir Gullaldarliðið Armeníu í sannkölluðum stórleik. Fyrir armensku sveitinni fer goðsögnin Rafael Vaganian sem, að sögn Hrafns, er þekktur fyrir leiftrandi sóknarstíl og algert óttaleysi við skákborðið. Alls taka 57 skáksveitir þátt í HM í Dresden og verða tefldar 9 umferðir. Margir af þekktustu skákmönnum síðustu áratuga eru meðal keppenda, en óhætt er að segja að þátttaka íslenska Gullaldarliðsins hafi vakið mesta athygli. Auk fjórmenninganna sem héldu uppi heiðri Íslands í dag er Friðrik Ólafsson í liðinu, en þessi síungi snillingur sem nú er 81 árs tefldi fyrst fyrir Íslands hönd á Ólympíumótinu árið 1952. Tengdar fréttir Gullaldarlið Íslands í toppbaráttunni á HM Margeir Pétursson hetja liðsins í þriðju umferð. 29. júní 2016 10:44 Gullaldarlið Íslands keppir á HM skáksveita Íslensku stórstjörnurnar í skákinni koma saman á nýjan leik. 26. júní 2016 13:50 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Gullaldarlið Íslands vann fjórða sigurinn í röð á HM skáksveita 50 ára og eldri í Dresden í dag. Jón L. Árnason var hetja dagsins, sigraði Gerhard Köhler í 23 leikjum eftir að hafa fórnað mönnum á báðar hendur. Armenía, Þýskaland og Ísland eru nú einu liðin sem hafa sigrað í öllum viðureignum sínum. Gullaldarliðið mætir sterkri sveit Armeníu í fimmtu umferð. Sérlegur blaðafulltrúi liðsins, Hrafn Jökulsson, segir svo frá að íslenska stórmeistarasveitin hafi mætt mjög sterku liði Emanuel Lasker Gesellschaft í fjórðu umferðinni. Á 1. borði gerðu Jóhann Hjartarson og Arthur Jusupov jafntefli, og sama var uppi á teningnum í viðureignum Helga Ólafssonar og Alexanders Graf, og Margeirs Péturssonar og Jakobs Meister.Jón L. sýndi klærnar„Jón L. Árnason mætti Köhler á 4. borði, en Þjóðverjinn er þekktastur fyrir að hafa teflt þúsundir hraðskáka við Viktor Korchnoi, þegar hinn mikli meistari dvaldi sér til hressingar á heilsuhæli í Dresden. Jón er einn mesti sóknarskákmaður íslenskrar skáksögu, og hann hélt sannkallaða flugeldasýningu og tryggði íslenska liðinu mjög dýrmætan sigur,“ segir Hrafn.Hrafn er ánægður með sína menn og nú var komið að Jóni L. að sýna snilli sína; sannkölluð flugeldasýning hans tryggði dýrmætan sigur.Halldór Grétar Einarsson liðstjóri Gullaldarliðsins var að vonum ánægður með sína menn: „Við vorum að klára að fara yfir skákir dagsins. Það var varla leikinn slæmur leikur í þessari umferð en margir snjallir. Jón L. ruggaði aðeins bátnum til að vinna sinn andstæðing á glæsilegan hátt.“ Af öðrum úrslitum í fjórðu umferð bar hæst að Þýskaland lagði England og Armenía sigraði Kanada.Stórleikur gegn Armeníu næstur á dagskráÍ fimmtu umferð mætir Gullaldarliðið Armeníu í sannkölluðum stórleik. Fyrir armensku sveitinni fer goðsögnin Rafael Vaganian sem, að sögn Hrafns, er þekktur fyrir leiftrandi sóknarstíl og algert óttaleysi við skákborðið. Alls taka 57 skáksveitir þátt í HM í Dresden og verða tefldar 9 umferðir. Margir af þekktustu skákmönnum síðustu áratuga eru meðal keppenda, en óhætt er að segja að þátttaka íslenska Gullaldarliðsins hafi vakið mesta athygli. Auk fjórmenninganna sem héldu uppi heiðri Íslands í dag er Friðrik Ólafsson í liðinu, en þessi síungi snillingur sem nú er 81 árs tefldi fyrst fyrir Íslands hönd á Ólympíumótinu árið 1952.
Tengdar fréttir Gullaldarlið Íslands í toppbaráttunni á HM Margeir Pétursson hetja liðsins í þriðju umferð. 29. júní 2016 10:44 Gullaldarlið Íslands keppir á HM skáksveita Íslensku stórstjörnurnar í skákinni koma saman á nýjan leik. 26. júní 2016 13:50 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Gullaldarlið Íslands í toppbaráttunni á HM Margeir Pétursson hetja liðsins í þriðju umferð. 29. júní 2016 10:44
Gullaldarlið Íslands keppir á HM skáksveita Íslensku stórstjörnurnar í skákinni koma saman á nýjan leik. 26. júní 2016 13:50