Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Lyfjafyrirtæki greiddu íslensku heilbrigðisstarfsfólki og stofnunum 139 milljónir króna í þóknanir og styrki á síðasta ári. Formaður Læknafélags Íslands segir ekkert athugavert við að læknar þiggi slíkar þóknanir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þar verður einnig fjallað um bréf sem innanríkisráðherra sendi Isavia og borgarstjóra þar sem Isavia er falið að loka norðvestur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar.

Í fréttatímanum verður einnig fjallað um skattakónga síðasta árs og mál oddvita Framsóknar og flugvallarvina sem boðað hefur komu sína á ný í borgarstjórn en innri endurskoðandi borgarinnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að hún braut ekki gegn stjórnsýslulög með tengslum sínum við aflandsfélög.

Við verðum síðan í beinni frá Frakklandi og ræðum við fararstjóra íslenska landsliðshópsins. Sá heitir Kristján Óli og er hálf franskur. Hann mun halda með Íslandi á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×