Segir Íslandspóst fara á svig við lög Svavar Hávarðsson skrifar 20. júní 2016 07:00 Breytingar á gjaldskrá Íslandspósts eru harðlega gagnrýndar. Mynd/Íslandspóstur Félag atvinnurekenda (FA) hefur skrifað Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem vakin er athygli á tíðum og miklum hækkunum á gjaldskrá Íslandspósts á þeirri þjónustu sem fyrirtækið hefur einkarétt á að veita – og einna helst á þeim flokki sem fyrirtæki nýta helst til samskipta við sína viðskiptavini. Eins að verðskrá fyrir þá þjónustu Íslandspósts sem er í samkeppni við starfsemi einkaaðila hefur ekki hækkað í neinu samræmi.Ólafur StephensenBréfritari Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, tekur dæmi þar sem hann sýnir fram á að Magnpóstur B – flokkurinn sem fyrirtæki nýta helst – hefur hækkað um 46,2 prósent frá ársbyrjun 2014. Pakkasending – sem fellur undir samkeppnishlutann – hefur á sama tíma hækkað um 3,1 prósent. „Þessi munur vekur furðu og margar spurningar. Verðskrárhækkun vegna bréfa í einkarétti um síðustu mánaðamót var þannig réttlætt með vísan til meiri launahækkana í kjarasamningum en Íslandspóstur gerði ráð fyrir í áætlunum sínum. Auka þær hækkanir ekki kostnað vegna pakkasendinga, ekki síður en vegna bréfasendinga,“ spyr Ólafur í bréfi sínu. Í bréfinu rekur Ólafur hvernig afkoma samkeppnisrekstrar Íslandspósts innan alþjónustu snarvernsaði árið 2013 – sem skýrist af breytingum á því hvernig úthlutun kostnaðar er færð á einstaka starfsþætti. Þegar samkeppnishlutinn innan alþjónustu og utan hennar er borinn saman fullyrðir Ólafur að sú „mynd blasir við að ríkisfyrirtækið ástundi undirverðlagningu þess hluta alþjónustunnar sem er í samkeppni við einkaaðila.“ Það telur Ólafur að gangi gegn lögum um póstþjónustu. Í bréfinu segir að ljóst sé að PFS hafi ekki rækt það hlutverk sitt að hafa eftirlit með gjaldskrá Íslandspóst vegna samkeppnisrekstrar innan alþjónustu – þjónustan sé rekin með „hvínandi tapi vegna undirverðlagningar“, sem gangi þvert á lög. Eins er vakin athygli á því í bréfinu að samkvæmt starfsleyfi Íslandspósts skuli fyrirtækið upplýsa um skilmála þeirrar þjónustu sem það veitir – og geri þær aðgengilegar á heimasíðu fyrirtækisins, afgreiðslustöðum og víðar. Á þessu sé hins vegar mikill misbrestur og á sama tíma séu sterkar vísbendingar um að Íslandspóstur hafi náð til sín viðskiptum eins og bögglasendingum með undirverðlagningu. „Engu að síður hefur FA séð skjalfest dæmi þess að PFS neiti keppinautum Íslandspósts um að ganga á eftir því við ríkisfyrirtækið að það birti afsláttarskilmála sína opinberlega, líkt og löggjafinn hefur ætlast til,“ segir í bréfinu. Í niðurlagi bréfsins segir Ólafur þessa þróun mikið áhyggjuefni og heilbrigðu samkeppnisumhverfi í póstþjónustu sé stefnt í hættu vegna vanrækslu PFS á lögbundnu eftirlitshlutverki sínu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) hefur skrifað Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem vakin er athygli á tíðum og miklum hækkunum á gjaldskrá Íslandspósts á þeirri þjónustu sem fyrirtækið hefur einkarétt á að veita – og einna helst á þeim flokki sem fyrirtæki nýta helst til samskipta við sína viðskiptavini. Eins að verðskrá fyrir þá þjónustu Íslandspósts sem er í samkeppni við starfsemi einkaaðila hefur ekki hækkað í neinu samræmi.Ólafur StephensenBréfritari Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, tekur dæmi þar sem hann sýnir fram á að Magnpóstur B – flokkurinn sem fyrirtæki nýta helst – hefur hækkað um 46,2 prósent frá ársbyrjun 2014. Pakkasending – sem fellur undir samkeppnishlutann – hefur á sama tíma hækkað um 3,1 prósent. „Þessi munur vekur furðu og margar spurningar. Verðskrárhækkun vegna bréfa í einkarétti um síðustu mánaðamót var þannig réttlætt með vísan til meiri launahækkana í kjarasamningum en Íslandspóstur gerði ráð fyrir í áætlunum sínum. Auka þær hækkanir ekki kostnað vegna pakkasendinga, ekki síður en vegna bréfasendinga,“ spyr Ólafur í bréfi sínu. Í bréfinu rekur Ólafur hvernig afkoma samkeppnisrekstrar Íslandspósts innan alþjónustu snarvernsaði árið 2013 – sem skýrist af breytingum á því hvernig úthlutun kostnaðar er færð á einstaka starfsþætti. Þegar samkeppnishlutinn innan alþjónustu og utan hennar er borinn saman fullyrðir Ólafur að sú „mynd blasir við að ríkisfyrirtækið ástundi undirverðlagningu þess hluta alþjónustunnar sem er í samkeppni við einkaaðila.“ Það telur Ólafur að gangi gegn lögum um póstþjónustu. Í bréfinu segir að ljóst sé að PFS hafi ekki rækt það hlutverk sitt að hafa eftirlit með gjaldskrá Íslandspóst vegna samkeppnisrekstrar innan alþjónustu – þjónustan sé rekin með „hvínandi tapi vegna undirverðlagningar“, sem gangi þvert á lög. Eins er vakin athygli á því í bréfinu að samkvæmt starfsleyfi Íslandspósts skuli fyrirtækið upplýsa um skilmála þeirrar þjónustu sem það veitir – og geri þær aðgengilegar á heimasíðu fyrirtækisins, afgreiðslustöðum og víðar. Á þessu sé hins vegar mikill misbrestur og á sama tíma séu sterkar vísbendingar um að Íslandspóstur hafi náð til sín viðskiptum eins og bögglasendingum með undirverðlagningu. „Engu að síður hefur FA séð skjalfest dæmi þess að PFS neiti keppinautum Íslandspósts um að ganga á eftir því við ríkisfyrirtækið að það birti afsláttarskilmála sína opinberlega, líkt og löggjafinn hefur ætlast til,“ segir í bréfinu. Í niðurlagi bréfsins segir Ólafur þessa þróun mikið áhyggjuefni og heilbrigðu samkeppnisumhverfi í póstþjónustu sé stefnt í hættu vegna vanrækslu PFS á lögbundnu eftirlitshlutverki sínu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira