Konur á verri kjörum en karlar allt lífið Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. júní 2016 07:00 Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM vill ráðast að rótum vandans sem hún segir kerfisvanda. Hún vill skýringar um aukinn launamun hjá Sambandi sveitarfélaga og ríki. Mynd/BHM „Við munum leita svara hjá ríki og Sambandi íslenskra sveitarfélaga,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Kynbundinn launamunur meðal félagsmanna BHM var 11,7 prósent árið 2015. Það sýna niðurstöður kjarakönnunar sem var gerð á vegum bandalagsins. Meðal svarenda sem störfuðu hjá ríki og öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg jókst kynbundinn launamunur milli kannana, en minnkaði á meðal svarenda sem störfuðu hjá Reykjavíkurborg og einkafyrirtækjum. „Það sem veldur mestum vonbrigðum er að launamunur kynjanna er að aukast en ekki að minnka, og þá erum við að tala um leiðréttan launamun,“ segir Þórunn. Sambærileg könnun sem var gerð í fyrra sýndi að kynbundinn launamunur var 9,4 prósent. Þá er átt við þann launamun sem eftir stendur þegar laun beggja kynja hafa verið uppfærð miðað við 100 prósent starf og leiðrétt hefur verið fyrir áhrifum ýmissa þátta á heildargreiðslur, s.s. mismunandi starfshlutfalls og vinnustundafjölda, menntunar, aldurs og ábyrgðar í starfi. „Ekki síður þarf að skoða óleiðréttan launamun sem er rétt tæplega 18 prósent, hann segir okkur meiri sögu um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Þessi niðurstaða könnunar okkar veldur okkur miklum vonbrigðum,“ segir Þórunn. „Þetta er kerfisvandi og hér eru stærstu vinnuveitendur á landinu, ríki og önnur sveitarfélög en Reykjavík, ekki að standa sig þegar kemur að því að meta fólk til starfa eða meta framgang í starfi. Það er skoðunarefni. Umfang vandans er það mikið að við erum að tala um mannréttindabrot. Þetta eru brot á lögum og það verður að taka á þeim á öllum vinnumarkaðnum,“ segir Þórunn og minnir á að vandinn sé ekki vandi kvenna. „Þetta er vandi samfélagins, á endanum er það þannig að ævitekjur kvenna eru lægri en karla vegna misréttisins, þær fá lægri lífeyri og eru á verri kjörum allt lífið, þetta er risastórt samfélagsmál,“ segir Þórunn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sjá meira
„Við munum leita svara hjá ríki og Sambandi íslenskra sveitarfélaga,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Kynbundinn launamunur meðal félagsmanna BHM var 11,7 prósent árið 2015. Það sýna niðurstöður kjarakönnunar sem var gerð á vegum bandalagsins. Meðal svarenda sem störfuðu hjá ríki og öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg jókst kynbundinn launamunur milli kannana, en minnkaði á meðal svarenda sem störfuðu hjá Reykjavíkurborg og einkafyrirtækjum. „Það sem veldur mestum vonbrigðum er að launamunur kynjanna er að aukast en ekki að minnka, og þá erum við að tala um leiðréttan launamun,“ segir Þórunn. Sambærileg könnun sem var gerð í fyrra sýndi að kynbundinn launamunur var 9,4 prósent. Þá er átt við þann launamun sem eftir stendur þegar laun beggja kynja hafa verið uppfærð miðað við 100 prósent starf og leiðrétt hefur verið fyrir áhrifum ýmissa þátta á heildargreiðslur, s.s. mismunandi starfshlutfalls og vinnustundafjölda, menntunar, aldurs og ábyrgðar í starfi. „Ekki síður þarf að skoða óleiðréttan launamun sem er rétt tæplega 18 prósent, hann segir okkur meiri sögu um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Þessi niðurstaða könnunar okkar veldur okkur miklum vonbrigðum,“ segir Þórunn. „Þetta er kerfisvandi og hér eru stærstu vinnuveitendur á landinu, ríki og önnur sveitarfélög en Reykjavík, ekki að standa sig þegar kemur að því að meta fólk til starfa eða meta framgang í starfi. Það er skoðunarefni. Umfang vandans er það mikið að við erum að tala um mannréttindabrot. Þetta eru brot á lögum og það verður að taka á þeim á öllum vinnumarkaðnum,“ segir Þórunn og minnir á að vandinn sé ekki vandi kvenna. „Þetta er vandi samfélagins, á endanum er það þannig að ævitekjur kvenna eru lægri en karla vegna misréttisins, þær fá lægri lífeyri og eru á verri kjörum allt lífið, þetta er risastórt samfélagsmál,“ segir Þórunn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sjá meira