Auglýst eftir aukaleikurum í Fanga Birgir Örn Steinarsson skrifar 23. júní 2016 16:38 Nína Dögg og Unnur Ösp fara með stór hlutverk í sjónvarpsþáttunum Fangar. Vísir/Lilja Jónsdóttir Framleiðendur sjónvarpsþáttanna Fangar sem nú eru í tökum leita nú að aukaleikurum í ýmiss konar smáhlutverk í þáttunum. Tökur á Föngum eru hálfnaðar en leikstjóri þeirra er Ragnar Bragason sem skrifar einnig handritið ásamt Margréti Örnólfsdóttur. Það vantar aukaleikara á öllum aldri og af báðum kynjum og eru áhugasamir hvattir til þess að senda tölvupóst á aukaleikarar@mystery.is. Beðið er um að senda póst með nafni, símanúmeri og mynd. Haft verður samband til baka til allra þeirra sem senda tölvupóst.Ragnar, Nína og Kristbjörg fara yfir málin við tökur á Föngum sem eru nú hálfnaðar.Vísir/Lilja JónsdóttirSamfélagsdrama með áherslu á konurMeð helstu hlutverk í Föngum fara Nína Dögg Filippusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Þorbjörg Helga Dýrfjörð og Halldóra Geirharðsdóttir. Aðrir leikarar í þáttunum verða Steinunn Ólína og Kristbjörg Kjeld svo einhverjir séu nefndir. Sagan segir frá Lindu en hún endar í kvennafangelsinu í Kópavogi eftir að hafa verið dæmd fyrir líkamsárás á föður sinn sem er þekktur maður í viðskiptalífinu. Aðeins hluti sögunnar gerist í fangelsinu en um er að ræða fjölskyldudrama með fókus á konur sem teigir anga sína víða um íslenskt samfélag. Allt ofan úr Alþingi og niður í áðurnefnt kvennafangelsi. Það er framleiðslufyrirtækið Mystery Production í samvinnu við Vesturport og Rúv sem gerir þættina en þegar er búið að selja sýningarréttinn á þeim til DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð, YLE í Finnlandi og til Canal+ í Póllandi. RÚV sýnir þættina hér á landi eftir áramót. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Samstarf fjölskyldunnar gengur vel Tökur standa nú yfir á þáttarröðinni Fangar í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Leikhópurinn spannar hátt í hundrað manns þar sem uppistaðan eru konur á öllum aldri. Með hlutverk í þáttunum fara meðal annars þær, Þorbjörgu Dýrfjörð og Kristbjörgu Kjeld. 17. júní 2016 09:00 Njála með flestar tilnefningar til Grímunnar Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar, Íslensku sviðslistarverðlaunanna. 30. maí 2016 18:16 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Framleiðendur sjónvarpsþáttanna Fangar sem nú eru í tökum leita nú að aukaleikurum í ýmiss konar smáhlutverk í þáttunum. Tökur á Föngum eru hálfnaðar en leikstjóri þeirra er Ragnar Bragason sem skrifar einnig handritið ásamt Margréti Örnólfsdóttur. Það vantar aukaleikara á öllum aldri og af báðum kynjum og eru áhugasamir hvattir til þess að senda tölvupóst á aukaleikarar@mystery.is. Beðið er um að senda póst með nafni, símanúmeri og mynd. Haft verður samband til baka til allra þeirra sem senda tölvupóst.Ragnar, Nína og Kristbjörg fara yfir málin við tökur á Föngum sem eru nú hálfnaðar.Vísir/Lilja JónsdóttirSamfélagsdrama með áherslu á konurMeð helstu hlutverk í Föngum fara Nína Dögg Filippusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Þorbjörg Helga Dýrfjörð og Halldóra Geirharðsdóttir. Aðrir leikarar í þáttunum verða Steinunn Ólína og Kristbjörg Kjeld svo einhverjir séu nefndir. Sagan segir frá Lindu en hún endar í kvennafangelsinu í Kópavogi eftir að hafa verið dæmd fyrir líkamsárás á föður sinn sem er þekktur maður í viðskiptalífinu. Aðeins hluti sögunnar gerist í fangelsinu en um er að ræða fjölskyldudrama með fókus á konur sem teigir anga sína víða um íslenskt samfélag. Allt ofan úr Alþingi og niður í áðurnefnt kvennafangelsi. Það er framleiðslufyrirtækið Mystery Production í samvinnu við Vesturport og Rúv sem gerir þættina en þegar er búið að selja sýningarréttinn á þeim til DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð, YLE í Finnlandi og til Canal+ í Póllandi. RÚV sýnir þættina hér á landi eftir áramót.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Samstarf fjölskyldunnar gengur vel Tökur standa nú yfir á þáttarröðinni Fangar í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Leikhópurinn spannar hátt í hundrað manns þar sem uppistaðan eru konur á öllum aldri. Með hlutverk í þáttunum fara meðal annars þær, Þorbjörgu Dýrfjörð og Kristbjörgu Kjeld. 17. júní 2016 09:00 Njála með flestar tilnefningar til Grímunnar Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar, Íslensku sviðslistarverðlaunanna. 30. maí 2016 18:16 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Samstarf fjölskyldunnar gengur vel Tökur standa nú yfir á þáttarröðinni Fangar í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Leikhópurinn spannar hátt í hundrað manns þar sem uppistaðan eru konur á öllum aldri. Með hlutverk í þáttunum fara meðal annars þær, Þorbjörgu Dýrfjörð og Kristbjörgu Kjeld. 17. júní 2016 09:00
Njála með flestar tilnefningar til Grímunnar Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar, Íslensku sviðslistarverðlaunanna. 30. maí 2016 18:16