Vona að langveikur drengur komist heim sem fyrst Snærós Sindradóttir skrifar 28. júní 2016 00:01 Björgvin Unnar Helguson er nítján mánaða strákur sem hefur undirgengist aðgerðir til að þrengja magaop og hjálpa vanþroskuðum lungum hans. Eftir tvö ár getur hann gengist undir víkkun á barka en þangað til er hann bundinn við öndunarvél. Fréttablaðið/Stefán „Það hefur í raun ekki staðið á því að sveitarfélagið er tilbúið að veita þjónustuna, en við erum að reyna að ná samkomulagi við ríkið,“ segir Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar. Greint var frá því í fréttum fyrir helgi að nítján mánaða drengur, Björgvin Unnar Helguson, gæti ekki flutt heim til sín vegna þess að Hafnarfjarðabær hefði dregið að veita honum nægilega heimaþjónustu til að hann geti kvatt barnaspítalann. Björgvin hefur búið á spítalanum allt sitt líf en læknar spítalans hafa metið það svo að með nægilegri þjónustu gæti hann útskrifast af spítalanum.Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar.Björgvin Unnar er fastur við öndunarvél og hefur of þröngan barka til að geta andað sjálfur. Enn eru tvö ár í að Björgvin verði nógu stór til að geta undirgengist aðgerð sem víkkar barkann. Þegar þeirri aðgerð er lokið ætti Björgvin að geta lifað eðlilegu lífi. „Í svona tilvikum þegar verið er að útskrifa veika einstaklinga heim þá ber sveitarfélögum ekki skylda til að veita þjónustu nema upp að ákveðnu marki. Við erum tilbúin að teygja okkur mjög langt í málum til að styðja við fólk en viljum að ríkið komi að málinu líka,“ segir Rannveig. Hún vonast til þess að lausn finnist á máli Björgvins Unnars á allra næstu dögum. Björgvin þarf sólarhringsumönnun vegna þess að barkarennan sem hjálpar honum að anda getur stíflast en einnig á Björgvin það til að losa hana sjálfur. Í vor gekkst Björgvin undir aðgerð til að þrengja magaopið en við það hættu stöðug uppköst sem hann hafði og hann tók miklum framförum í þroska. Eftir aðgerðina varð einnig ljóst að með sólarhringsvöktun gæti Björgvin komist heim.Björgvin Unnar með mæðrum sínum, Helgu Kristrúnu Unnarsdóttur og Jónínu Sigríði Grímsdóttur. Fjölskyldan hefur nánast búið á Barnaspítala Hringsins síðastliðna 19 mánuði en Björgvin þarf stöðuga ummönnun. Fréttablaðið/StefánJónína Sigríður Grímsdóttir, móðir Björgvins, segir að hann eigi það til að toga í barkarennuna og þá sé voðinn vís. „Hann er auðvitað bara óviti. Hann er með svo mikla þrengingu í barkanum að hann hefur í raun engan öndunarveg ef hún dettur út,“ segir Jónína Sigríður Grímsdóttir, móðir Björgvins. Björgvin Unnari voru upphaflega boðnir 144 tímar á mánuði í heimaþjónustu en mæður hans segja það langt frá því að vera nóg. „Það gefur augaleið að við getum ekki lifað neinu eðlilegu fjölskyldulífi með það. Það myndi bara nægja til að við gætum sofið í tæpa fimm tíma á nóttu en svo værum við fastar heima,“ segir Jónína. Mæður Björgvins geta ekki sinnt vinnu á meðan staðan er svona vegna þeirrar umönnunar sem Björgvin þarf. Sjúkradagpeningar þeirra renna út í sumarlok og þá er fjölskyldan tekjulaus. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júní 2016 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Það hefur í raun ekki staðið á því að sveitarfélagið er tilbúið að veita þjónustuna, en við erum að reyna að ná samkomulagi við ríkið,“ segir Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar. Greint var frá því í fréttum fyrir helgi að nítján mánaða drengur, Björgvin Unnar Helguson, gæti ekki flutt heim til sín vegna þess að Hafnarfjarðabær hefði dregið að veita honum nægilega heimaþjónustu til að hann geti kvatt barnaspítalann. Björgvin hefur búið á spítalanum allt sitt líf en læknar spítalans hafa metið það svo að með nægilegri þjónustu gæti hann útskrifast af spítalanum.Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar.Björgvin Unnar er fastur við öndunarvél og hefur of þröngan barka til að geta andað sjálfur. Enn eru tvö ár í að Björgvin verði nógu stór til að geta undirgengist aðgerð sem víkkar barkann. Þegar þeirri aðgerð er lokið ætti Björgvin að geta lifað eðlilegu lífi. „Í svona tilvikum þegar verið er að útskrifa veika einstaklinga heim þá ber sveitarfélögum ekki skylda til að veita þjónustu nema upp að ákveðnu marki. Við erum tilbúin að teygja okkur mjög langt í málum til að styðja við fólk en viljum að ríkið komi að málinu líka,“ segir Rannveig. Hún vonast til þess að lausn finnist á máli Björgvins Unnars á allra næstu dögum. Björgvin þarf sólarhringsumönnun vegna þess að barkarennan sem hjálpar honum að anda getur stíflast en einnig á Björgvin það til að losa hana sjálfur. Í vor gekkst Björgvin undir aðgerð til að þrengja magaopið en við það hættu stöðug uppköst sem hann hafði og hann tók miklum framförum í þroska. Eftir aðgerðina varð einnig ljóst að með sólarhringsvöktun gæti Björgvin komist heim.Björgvin Unnar með mæðrum sínum, Helgu Kristrúnu Unnarsdóttur og Jónínu Sigríði Grímsdóttur. Fjölskyldan hefur nánast búið á Barnaspítala Hringsins síðastliðna 19 mánuði en Björgvin þarf stöðuga ummönnun. Fréttablaðið/StefánJónína Sigríður Grímsdóttir, móðir Björgvins, segir að hann eigi það til að toga í barkarennuna og þá sé voðinn vís. „Hann er auðvitað bara óviti. Hann er með svo mikla þrengingu í barkanum að hann hefur í raun engan öndunarveg ef hún dettur út,“ segir Jónína Sigríður Grímsdóttir, móðir Björgvins. Björgvin Unnari voru upphaflega boðnir 144 tímar á mánuði í heimaþjónustu en mæður hans segja það langt frá því að vera nóg. „Það gefur augaleið að við getum ekki lifað neinu eðlilegu fjölskyldulífi með það. Það myndi bara nægja til að við gætum sofið í tæpa fimm tíma á nóttu en svo værum við fastar heima,“ segir Jónína. Mæður Björgvins geta ekki sinnt vinnu á meðan staðan er svona vegna þeirrar umönnunar sem Björgvin þarf. Sjúkradagpeningar þeirra renna út í sumarlok og þá er fjölskyldan tekjulaus. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júní 2016
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira