Vona að langveikur drengur komist heim sem fyrst Snærós Sindradóttir skrifar 28. júní 2016 00:01 Björgvin Unnar Helguson er nítján mánaða strákur sem hefur undirgengist aðgerðir til að þrengja magaop og hjálpa vanþroskuðum lungum hans. Eftir tvö ár getur hann gengist undir víkkun á barka en þangað til er hann bundinn við öndunarvél. Fréttablaðið/Stefán „Það hefur í raun ekki staðið á því að sveitarfélagið er tilbúið að veita þjónustuna, en við erum að reyna að ná samkomulagi við ríkið,“ segir Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar. Greint var frá því í fréttum fyrir helgi að nítján mánaða drengur, Björgvin Unnar Helguson, gæti ekki flutt heim til sín vegna þess að Hafnarfjarðabær hefði dregið að veita honum nægilega heimaþjónustu til að hann geti kvatt barnaspítalann. Björgvin hefur búið á spítalanum allt sitt líf en læknar spítalans hafa metið það svo að með nægilegri þjónustu gæti hann útskrifast af spítalanum.Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar.Björgvin Unnar er fastur við öndunarvél og hefur of þröngan barka til að geta andað sjálfur. Enn eru tvö ár í að Björgvin verði nógu stór til að geta undirgengist aðgerð sem víkkar barkann. Þegar þeirri aðgerð er lokið ætti Björgvin að geta lifað eðlilegu lífi. „Í svona tilvikum þegar verið er að útskrifa veika einstaklinga heim þá ber sveitarfélögum ekki skylda til að veita þjónustu nema upp að ákveðnu marki. Við erum tilbúin að teygja okkur mjög langt í málum til að styðja við fólk en viljum að ríkið komi að málinu líka,“ segir Rannveig. Hún vonast til þess að lausn finnist á máli Björgvins Unnars á allra næstu dögum. Björgvin þarf sólarhringsumönnun vegna þess að barkarennan sem hjálpar honum að anda getur stíflast en einnig á Björgvin það til að losa hana sjálfur. Í vor gekkst Björgvin undir aðgerð til að þrengja magaopið en við það hættu stöðug uppköst sem hann hafði og hann tók miklum framförum í þroska. Eftir aðgerðina varð einnig ljóst að með sólarhringsvöktun gæti Björgvin komist heim.Björgvin Unnar með mæðrum sínum, Helgu Kristrúnu Unnarsdóttur og Jónínu Sigríði Grímsdóttur. Fjölskyldan hefur nánast búið á Barnaspítala Hringsins síðastliðna 19 mánuði en Björgvin þarf stöðuga ummönnun. Fréttablaðið/StefánJónína Sigríður Grímsdóttir, móðir Björgvins, segir að hann eigi það til að toga í barkarennuna og þá sé voðinn vís. „Hann er auðvitað bara óviti. Hann er með svo mikla þrengingu í barkanum að hann hefur í raun engan öndunarveg ef hún dettur út,“ segir Jónína Sigríður Grímsdóttir, móðir Björgvins. Björgvin Unnari voru upphaflega boðnir 144 tímar á mánuði í heimaþjónustu en mæður hans segja það langt frá því að vera nóg. „Það gefur augaleið að við getum ekki lifað neinu eðlilegu fjölskyldulífi með það. Það myndi bara nægja til að við gætum sofið í tæpa fimm tíma á nóttu en svo værum við fastar heima,“ segir Jónína. Mæður Björgvins geta ekki sinnt vinnu á meðan staðan er svona vegna þeirrar umönnunar sem Björgvin þarf. Sjúkradagpeningar þeirra renna út í sumarlok og þá er fjölskyldan tekjulaus. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júní 2016 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
„Það hefur í raun ekki staðið á því að sveitarfélagið er tilbúið að veita þjónustuna, en við erum að reyna að ná samkomulagi við ríkið,“ segir Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar. Greint var frá því í fréttum fyrir helgi að nítján mánaða drengur, Björgvin Unnar Helguson, gæti ekki flutt heim til sín vegna þess að Hafnarfjarðabær hefði dregið að veita honum nægilega heimaþjónustu til að hann geti kvatt barnaspítalann. Björgvin hefur búið á spítalanum allt sitt líf en læknar spítalans hafa metið það svo að með nægilegri þjónustu gæti hann útskrifast af spítalanum.Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar.Björgvin Unnar er fastur við öndunarvél og hefur of þröngan barka til að geta andað sjálfur. Enn eru tvö ár í að Björgvin verði nógu stór til að geta undirgengist aðgerð sem víkkar barkann. Þegar þeirri aðgerð er lokið ætti Björgvin að geta lifað eðlilegu lífi. „Í svona tilvikum þegar verið er að útskrifa veika einstaklinga heim þá ber sveitarfélögum ekki skylda til að veita þjónustu nema upp að ákveðnu marki. Við erum tilbúin að teygja okkur mjög langt í málum til að styðja við fólk en viljum að ríkið komi að málinu líka,“ segir Rannveig. Hún vonast til þess að lausn finnist á máli Björgvins Unnars á allra næstu dögum. Björgvin þarf sólarhringsumönnun vegna þess að barkarennan sem hjálpar honum að anda getur stíflast en einnig á Björgvin það til að losa hana sjálfur. Í vor gekkst Björgvin undir aðgerð til að þrengja magaopið en við það hættu stöðug uppköst sem hann hafði og hann tók miklum framförum í þroska. Eftir aðgerðina varð einnig ljóst að með sólarhringsvöktun gæti Björgvin komist heim.Björgvin Unnar með mæðrum sínum, Helgu Kristrúnu Unnarsdóttur og Jónínu Sigríði Grímsdóttur. Fjölskyldan hefur nánast búið á Barnaspítala Hringsins síðastliðna 19 mánuði en Björgvin þarf stöðuga ummönnun. Fréttablaðið/StefánJónína Sigríður Grímsdóttir, móðir Björgvins, segir að hann eigi það til að toga í barkarennuna og þá sé voðinn vís. „Hann er auðvitað bara óviti. Hann er með svo mikla þrengingu í barkanum að hann hefur í raun engan öndunarveg ef hún dettur út,“ segir Jónína Sigríður Grímsdóttir, móðir Björgvins. Björgvin Unnari voru upphaflega boðnir 144 tímar á mánuði í heimaþjónustu en mæður hans segja það langt frá því að vera nóg. „Það gefur augaleið að við getum ekki lifað neinu eðlilegu fjölskyldulífi með það. Það myndi bara nægja til að við gætum sofið í tæpa fimm tíma á nóttu en svo værum við fastar heima,“ segir Jónína. Mæður Björgvins geta ekki sinnt vinnu á meðan staðan er svona vegna þeirrar umönnunar sem Björgvin þarf. Sjúkradagpeningar þeirra renna út í sumarlok og þá er fjölskyldan tekjulaus. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júní 2016
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira