Vona að langveikur drengur komist heim sem fyrst Snærós Sindradóttir skrifar 28. júní 2016 00:01 Björgvin Unnar Helguson er nítján mánaða strákur sem hefur undirgengist aðgerðir til að þrengja magaop og hjálpa vanþroskuðum lungum hans. Eftir tvö ár getur hann gengist undir víkkun á barka en þangað til er hann bundinn við öndunarvél. Fréttablaðið/Stefán „Það hefur í raun ekki staðið á því að sveitarfélagið er tilbúið að veita þjónustuna, en við erum að reyna að ná samkomulagi við ríkið,“ segir Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar. Greint var frá því í fréttum fyrir helgi að nítján mánaða drengur, Björgvin Unnar Helguson, gæti ekki flutt heim til sín vegna þess að Hafnarfjarðabær hefði dregið að veita honum nægilega heimaþjónustu til að hann geti kvatt barnaspítalann. Björgvin hefur búið á spítalanum allt sitt líf en læknar spítalans hafa metið það svo að með nægilegri þjónustu gæti hann útskrifast af spítalanum.Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar.Björgvin Unnar er fastur við öndunarvél og hefur of þröngan barka til að geta andað sjálfur. Enn eru tvö ár í að Björgvin verði nógu stór til að geta undirgengist aðgerð sem víkkar barkann. Þegar þeirri aðgerð er lokið ætti Björgvin að geta lifað eðlilegu lífi. „Í svona tilvikum þegar verið er að útskrifa veika einstaklinga heim þá ber sveitarfélögum ekki skylda til að veita þjónustu nema upp að ákveðnu marki. Við erum tilbúin að teygja okkur mjög langt í málum til að styðja við fólk en viljum að ríkið komi að málinu líka,“ segir Rannveig. Hún vonast til þess að lausn finnist á máli Björgvins Unnars á allra næstu dögum. Björgvin þarf sólarhringsumönnun vegna þess að barkarennan sem hjálpar honum að anda getur stíflast en einnig á Björgvin það til að losa hana sjálfur. Í vor gekkst Björgvin undir aðgerð til að þrengja magaopið en við það hættu stöðug uppköst sem hann hafði og hann tók miklum framförum í þroska. Eftir aðgerðina varð einnig ljóst að með sólarhringsvöktun gæti Björgvin komist heim.Björgvin Unnar með mæðrum sínum, Helgu Kristrúnu Unnarsdóttur og Jónínu Sigríði Grímsdóttur. Fjölskyldan hefur nánast búið á Barnaspítala Hringsins síðastliðna 19 mánuði en Björgvin þarf stöðuga ummönnun. Fréttablaðið/StefánJónína Sigríður Grímsdóttir, móðir Björgvins, segir að hann eigi það til að toga í barkarennuna og þá sé voðinn vís. „Hann er auðvitað bara óviti. Hann er með svo mikla þrengingu í barkanum að hann hefur í raun engan öndunarveg ef hún dettur út,“ segir Jónína Sigríður Grímsdóttir, móðir Björgvins. Björgvin Unnari voru upphaflega boðnir 144 tímar á mánuði í heimaþjónustu en mæður hans segja það langt frá því að vera nóg. „Það gefur augaleið að við getum ekki lifað neinu eðlilegu fjölskyldulífi með það. Það myndi bara nægja til að við gætum sofið í tæpa fimm tíma á nóttu en svo værum við fastar heima,“ segir Jónína. Mæður Björgvins geta ekki sinnt vinnu á meðan staðan er svona vegna þeirrar umönnunar sem Björgvin þarf. Sjúkradagpeningar þeirra renna út í sumarlok og þá er fjölskyldan tekjulaus. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júní 2016 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
„Það hefur í raun ekki staðið á því að sveitarfélagið er tilbúið að veita þjónustuna, en við erum að reyna að ná samkomulagi við ríkið,“ segir Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar. Greint var frá því í fréttum fyrir helgi að nítján mánaða drengur, Björgvin Unnar Helguson, gæti ekki flutt heim til sín vegna þess að Hafnarfjarðabær hefði dregið að veita honum nægilega heimaþjónustu til að hann geti kvatt barnaspítalann. Björgvin hefur búið á spítalanum allt sitt líf en læknar spítalans hafa metið það svo að með nægilegri þjónustu gæti hann útskrifast af spítalanum.Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar.Björgvin Unnar er fastur við öndunarvél og hefur of þröngan barka til að geta andað sjálfur. Enn eru tvö ár í að Björgvin verði nógu stór til að geta undirgengist aðgerð sem víkkar barkann. Þegar þeirri aðgerð er lokið ætti Björgvin að geta lifað eðlilegu lífi. „Í svona tilvikum þegar verið er að útskrifa veika einstaklinga heim þá ber sveitarfélögum ekki skylda til að veita þjónustu nema upp að ákveðnu marki. Við erum tilbúin að teygja okkur mjög langt í málum til að styðja við fólk en viljum að ríkið komi að málinu líka,“ segir Rannveig. Hún vonast til þess að lausn finnist á máli Björgvins Unnars á allra næstu dögum. Björgvin þarf sólarhringsumönnun vegna þess að barkarennan sem hjálpar honum að anda getur stíflast en einnig á Björgvin það til að losa hana sjálfur. Í vor gekkst Björgvin undir aðgerð til að þrengja magaopið en við það hættu stöðug uppköst sem hann hafði og hann tók miklum framförum í þroska. Eftir aðgerðina varð einnig ljóst að með sólarhringsvöktun gæti Björgvin komist heim.Björgvin Unnar með mæðrum sínum, Helgu Kristrúnu Unnarsdóttur og Jónínu Sigríði Grímsdóttur. Fjölskyldan hefur nánast búið á Barnaspítala Hringsins síðastliðna 19 mánuði en Björgvin þarf stöðuga ummönnun. Fréttablaðið/StefánJónína Sigríður Grímsdóttir, móðir Björgvins, segir að hann eigi það til að toga í barkarennuna og þá sé voðinn vís. „Hann er auðvitað bara óviti. Hann er með svo mikla þrengingu í barkanum að hann hefur í raun engan öndunarveg ef hún dettur út,“ segir Jónína Sigríður Grímsdóttir, móðir Björgvins. Björgvin Unnari voru upphaflega boðnir 144 tímar á mánuði í heimaþjónustu en mæður hans segja það langt frá því að vera nóg. „Það gefur augaleið að við getum ekki lifað neinu eðlilegu fjölskyldulífi með það. Það myndi bara nægja til að við gætum sofið í tæpa fimm tíma á nóttu en svo værum við fastar heima,“ segir Jónína. Mæður Björgvins geta ekki sinnt vinnu á meðan staðan er svona vegna þeirrar umönnunar sem Björgvin þarf. Sjúkradagpeningar þeirra renna út í sumarlok og þá er fjölskyldan tekjulaus. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júní 2016
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira