Gullaldarlið Íslands í toppbaráttunni á HM Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2016 10:44 Margeir Pétursson reyndist hetja sveitarinnar og vann afar öruggan sigur á alþjóðlega meistaranum Joachim Brüggemann. Íslendingar eru hvarvetna að gera góða hluti þó eitt og annað vilji falla í skuggann vegna hins glæsta árangurs íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á EM. Þannig er að skákstjörnur okkur standa í ströngu við að halda uppi heiðri lands og þjóðar. „Gullaldarlið Íslands lagði þýska félagið Thüringen í þriðju umferð Heimsmeistaramóts skákliða 50 ára og eldri í Dresden í gær með tveimur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum. Íslenska liðið hefur unnið allar viðureignir sínar á mótinu, líkt og fimm önnur lið, en alls keppa 59 sveitir á mótinu. Í fjórðu umferð mætir Gullaldarliðið sterkri þýskri sveit, sem skartar goðsögninni Arthur Jusupov á efsta borði,“ segir Hrafn Jökulsson sérlegur blaðafulltrúi íslenska liðsins.Jóhann fann snjalla björgunarleið Hrafn segir viðureignina við Thüringen afar spennandi. Jóhann Hjartarson mætti stórmeistaranum Peter Enders á 1. borði í mjög flókinni og skemmtilegri skák. „Jóhann stóð til vinnings en missteig sig í flókinni stöðu og virtist um tíma með tapað tafl. Hann fann snjalla björgunarleið og lauk skákinni með jafntefli.“Hinir fræknu fjórir saman á ný: Helgi, Margeir, Jóhann og Jón L.Og Hrafn heldur áfram að rekja gang mála: „Helgi Ólafsson fékk ívið verri stöðu á 2. borði gegn alþjóðlega meistaranum Thomas Casper, en Þjóðverjinn féllst fúslega á jafntefli. Jón L. Árnason náði vænlegri stöðu gegn stórmeistaranum Lutz Espig á 4. borði og vann peð, en hinum gamalreynda þýska meistara tókst að læsa stöðunni og jafntefli varð niðurstaðan.“Sex sveitir unnið allar sínar viðureignir En, það var svo Margeir Pétursson sem reyndist hetja sveitarinnar, en hann vann afar öruggan sigur á alþjóðlega meistaranum Joachim Brüggemann. Friðrik Ólafsson hvíldi að þessu sinni. Þetta er gósentíð fyrir skákmanninn Hrafn sem hefur fylgst áratugum saman með ferli þessara fræknu kappa við svörtu og hvítu reitina. Af öðrum úrslitum má nefna að enska stórmeistarasveitin, með Nunn og Speelman í broddi fylkingar mátti þakka fyrir nauman sigur gegn mun stigalægri sveit Slóvakíu, og Armenar með Rafael Vaganian á efsta borði unnu stórsigur á þýska félaginu SC Forchheim. Sex sveitir hafa unnið allar viðureignir sínar: Þýskaland, Armenía, England, þýska félagið Emanuel-Lasker Gesellschaff, Ísland og Kanada.Jusupov er ógnvekjandi andstæðingur „Búast má við mjög spennandi viðureign Gullaldarliðsins og Emanuel-Lasker Gesellschaff í fjórðu umferð. Arthur Jusupov, sem teflir á fyrsta borði í sveitinni sem kennd er við annan heimsmeistarann í skák, var um árabil í hópi allra sterkustu skákmanna heims,“ bætir Hrafn við og nefnir að hann hafi fæðst í Moskvu 1960, hann varð heimsmeistari ungmenna 1977, stórmeistari 1980, tvítugur að aldri og árunum 1986 til 1992 komst hann þrisvar sinnum í undanúrslit heimsmeistarakeppninnar. Hann flutti til Þýskalands eftir hrun Sovétríkjanna og er einn virtasti skákbókahöfundur samtímans. Halldór Grétar Einarsson liðstjóri Gullaldarliðsins segir góða stemmningu í hópnum: „Margeir er að koma mjög sterkur til leiks og Jóhann leggur allt í skákirnar. Jón L. og Helgi eru aðeins ryðgaðir ennþá, en þeir munu fara í gang núna þegar alvaran er að byrja. Viðureignin við Jusupov og félaga er ágæt prófraun á liðið.“ Tengdar fréttir Gullaldarlið Íslands keppir á HM skáksveita Íslensku stórstjörnurnar í skákinni koma saman á nýjan leik. 26. júní 2016 13:50 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Íslendingar eru hvarvetna að gera góða hluti þó eitt og annað vilji falla í skuggann vegna hins glæsta árangurs íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á EM. Þannig er að skákstjörnur okkur standa í ströngu við að halda uppi heiðri lands og þjóðar. „Gullaldarlið Íslands lagði þýska félagið Thüringen í þriðju umferð Heimsmeistaramóts skákliða 50 ára og eldri í Dresden í gær með tveimur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum. Íslenska liðið hefur unnið allar viðureignir sínar á mótinu, líkt og fimm önnur lið, en alls keppa 59 sveitir á mótinu. Í fjórðu umferð mætir Gullaldarliðið sterkri þýskri sveit, sem skartar goðsögninni Arthur Jusupov á efsta borði,“ segir Hrafn Jökulsson sérlegur blaðafulltrúi íslenska liðsins.Jóhann fann snjalla björgunarleið Hrafn segir viðureignina við Thüringen afar spennandi. Jóhann Hjartarson mætti stórmeistaranum Peter Enders á 1. borði í mjög flókinni og skemmtilegri skák. „Jóhann stóð til vinnings en missteig sig í flókinni stöðu og virtist um tíma með tapað tafl. Hann fann snjalla björgunarleið og lauk skákinni með jafntefli.“Hinir fræknu fjórir saman á ný: Helgi, Margeir, Jóhann og Jón L.Og Hrafn heldur áfram að rekja gang mála: „Helgi Ólafsson fékk ívið verri stöðu á 2. borði gegn alþjóðlega meistaranum Thomas Casper, en Þjóðverjinn féllst fúslega á jafntefli. Jón L. Árnason náði vænlegri stöðu gegn stórmeistaranum Lutz Espig á 4. borði og vann peð, en hinum gamalreynda þýska meistara tókst að læsa stöðunni og jafntefli varð niðurstaðan.“Sex sveitir unnið allar sínar viðureignir En, það var svo Margeir Pétursson sem reyndist hetja sveitarinnar, en hann vann afar öruggan sigur á alþjóðlega meistaranum Joachim Brüggemann. Friðrik Ólafsson hvíldi að þessu sinni. Þetta er gósentíð fyrir skákmanninn Hrafn sem hefur fylgst áratugum saman með ferli þessara fræknu kappa við svörtu og hvítu reitina. Af öðrum úrslitum má nefna að enska stórmeistarasveitin, með Nunn og Speelman í broddi fylkingar mátti þakka fyrir nauman sigur gegn mun stigalægri sveit Slóvakíu, og Armenar með Rafael Vaganian á efsta borði unnu stórsigur á þýska félaginu SC Forchheim. Sex sveitir hafa unnið allar viðureignir sínar: Þýskaland, Armenía, England, þýska félagið Emanuel-Lasker Gesellschaff, Ísland og Kanada.Jusupov er ógnvekjandi andstæðingur „Búast má við mjög spennandi viðureign Gullaldarliðsins og Emanuel-Lasker Gesellschaff í fjórðu umferð. Arthur Jusupov, sem teflir á fyrsta borði í sveitinni sem kennd er við annan heimsmeistarann í skák, var um árabil í hópi allra sterkustu skákmanna heims,“ bætir Hrafn við og nefnir að hann hafi fæðst í Moskvu 1960, hann varð heimsmeistari ungmenna 1977, stórmeistari 1980, tvítugur að aldri og árunum 1986 til 1992 komst hann þrisvar sinnum í undanúrslit heimsmeistarakeppninnar. Hann flutti til Þýskalands eftir hrun Sovétríkjanna og er einn virtasti skákbókahöfundur samtímans. Halldór Grétar Einarsson liðstjóri Gullaldarliðsins segir góða stemmningu í hópnum: „Margeir er að koma mjög sterkur til leiks og Jóhann leggur allt í skákirnar. Jón L. og Helgi eru aðeins ryðgaðir ennþá, en þeir munu fara í gang núna þegar alvaran er að byrja. Viðureignin við Jusupov og félaga er ágæt prófraun á liðið.“
Tengdar fréttir Gullaldarlið Íslands keppir á HM skáksveita Íslensku stórstjörnurnar í skákinni koma saman á nýjan leik. 26. júní 2016 13:50 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Gullaldarlið Íslands keppir á HM skáksveita Íslensku stórstjörnurnar í skákinni koma saman á nýjan leik. 26. júní 2016 13:50