Auður vonaðist hálft í hvoru eftir málssókn Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2016 10:24 Heiftúðugar deilur sem Haukur og Auður eiga í núna fengu þau í arf frá foreldrum sínum. Auður Jónsdóttir rithöfundur greindi vinum sínum á Facebook frá því í gær að henni hafi borist afar ógeðfelldur tölvupóstur sem endaði á hótun. „Ég fékk hótun um málsókn í dag og afar ógeðfelldan tölvupóst sem endaði líka á hótun,“ segir Auður.Auður fer ófögrum orðum um hestaleigunaVísir sagði frá því í gær að Haukur Þórarinsson í Laxnesi ætli að höfða mál á hendur Auði vegna pistlaskrifa hennar á Kjarnann, þar sem hún vandar Póra á Laxnesi, Þórarni Jónassyni föður Hauks, ekki kveðjurnar. Hún fer ófögrum orðum um hestaleiguna sem þar er rekin, þar sé illa farið með dýr og stórfelld náttúruspjöll séu í Mosfellsdal vegna starfseminnar. Pistillinn hefur verið í töluverðri dreifingu, einkum meðal stuðningsmanna forsetaframbjóðandans Andra Snæs Magnasonar, enda er pistillinn skrifaður honum til stuðnings. Auður stendur við þau orð sín sem snúa að náttúrunni: „En ég heyrði líka í fólki, fagfólki og fólki sem þykir vænt um náttúruna, sem sagði að ég hefði ekki farið með fleipur í (vissulega tilfinningaþrungnum) skrifum mínum um landið í Mosfellsdal – í pistli sem ég kallaði Forseti landsins. Hálft í hvoru vonast ég eftir málsókn svo að upplýsingarnar komi upp á borðið og fólk taki síðan til við að rækta upp móana fyrir alvöru.“Sviðin jörð í Mosfellsdal Fjölmargir senda Auði baráttukveðjur á Facebooksíðu hennar. Eins og Vísir fór yfir í frétt sinni í gær eiga þessar erjur í Mosfellsdal, milli fólksins í Laxnesi og svo Gljúfrasteini, sér sögu. Ljóst er að Auður ætlar ekki að gefa þumlung eftir því hún vekur athygli á umfjöllun Helgarpóstsins sem birtist 3. júlí 1997 þar því er haldið fram að starfsemi þessarar þá stærstu hestaleigu landsins sé „svört“. Og þá segir í þeirri umfjöllun: „Þeir hundrað hestar sem leigan hefur á sínum snærum hafa gengið svo hart að landinu að þar má heita sviðin jörð. Í nýrri, sameiginlegri skýrslu Landgræðslunnar og Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins segir að nær allt land í Laxnesi sé í slæmu ástandi eða alveg óhæft til beitar.“Á sjálf góðar minningar úr Laxnesi Í frétt Vísis í gær vandaði Haukur svo Auði ekki kveðjurnar og taldi hana trútt geta talað, rífandi kjaft í íbúð í Berlín á listmannalaunum sem skattgreiðendum er gert að rísa undir. Á Facebooksíðu Auðar myndast nokkrar umræður um þetta, meðal annars leggur Friðrik Weisshappel orð í belg og reynir að bera vopn á klæðin með því að segjast aðdáandi Auðar sem og vinur Hauks. Þau ættu að hittast yfir kaffibolla. „Ég neita ekki að ég tók hörkulega til orða í þessum pistli,“ segir Auður, og má sjá á orðum hennar skilja að þetta eru deilur sem rista djúpt; „aðallega því ég var í töluverðu tilfinningauppnámi eftir að hafa farið út í holtið og séð hvernig það leit út. Ég á sjálf góðar minningar úr Laxnesi síðan ég var barn, þar horfði ég til dæmis fyrst á vídeó, þannig að ég skil þá sem þykir vænt um staðinn.“ Tengdar fréttir Ætlar að kæra Auði Jónsdóttur fyrir meiðyrði Haukur í Laxnesi er fjúkandi reiður vegna skrifa Auðar um sig og fjölskyldu sína. 15. júní 2016 11:57 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Auður Jónsdóttir rithöfundur greindi vinum sínum á Facebook frá því í gær að henni hafi borist afar ógeðfelldur tölvupóstur sem endaði á hótun. „Ég fékk hótun um málsókn í dag og afar ógeðfelldan tölvupóst sem endaði líka á hótun,“ segir Auður.Auður fer ófögrum orðum um hestaleigunaVísir sagði frá því í gær að Haukur Þórarinsson í Laxnesi ætli að höfða mál á hendur Auði vegna pistlaskrifa hennar á Kjarnann, þar sem hún vandar Póra á Laxnesi, Þórarni Jónassyni föður Hauks, ekki kveðjurnar. Hún fer ófögrum orðum um hestaleiguna sem þar er rekin, þar sé illa farið með dýr og stórfelld náttúruspjöll séu í Mosfellsdal vegna starfseminnar. Pistillinn hefur verið í töluverðri dreifingu, einkum meðal stuðningsmanna forsetaframbjóðandans Andra Snæs Magnasonar, enda er pistillinn skrifaður honum til stuðnings. Auður stendur við þau orð sín sem snúa að náttúrunni: „En ég heyrði líka í fólki, fagfólki og fólki sem þykir vænt um náttúruna, sem sagði að ég hefði ekki farið með fleipur í (vissulega tilfinningaþrungnum) skrifum mínum um landið í Mosfellsdal – í pistli sem ég kallaði Forseti landsins. Hálft í hvoru vonast ég eftir málsókn svo að upplýsingarnar komi upp á borðið og fólk taki síðan til við að rækta upp móana fyrir alvöru.“Sviðin jörð í Mosfellsdal Fjölmargir senda Auði baráttukveðjur á Facebooksíðu hennar. Eins og Vísir fór yfir í frétt sinni í gær eiga þessar erjur í Mosfellsdal, milli fólksins í Laxnesi og svo Gljúfrasteini, sér sögu. Ljóst er að Auður ætlar ekki að gefa þumlung eftir því hún vekur athygli á umfjöllun Helgarpóstsins sem birtist 3. júlí 1997 þar því er haldið fram að starfsemi þessarar þá stærstu hestaleigu landsins sé „svört“. Og þá segir í þeirri umfjöllun: „Þeir hundrað hestar sem leigan hefur á sínum snærum hafa gengið svo hart að landinu að þar má heita sviðin jörð. Í nýrri, sameiginlegri skýrslu Landgræðslunnar og Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins segir að nær allt land í Laxnesi sé í slæmu ástandi eða alveg óhæft til beitar.“Á sjálf góðar minningar úr Laxnesi Í frétt Vísis í gær vandaði Haukur svo Auði ekki kveðjurnar og taldi hana trútt geta talað, rífandi kjaft í íbúð í Berlín á listmannalaunum sem skattgreiðendum er gert að rísa undir. Á Facebooksíðu Auðar myndast nokkrar umræður um þetta, meðal annars leggur Friðrik Weisshappel orð í belg og reynir að bera vopn á klæðin með því að segjast aðdáandi Auðar sem og vinur Hauks. Þau ættu að hittast yfir kaffibolla. „Ég neita ekki að ég tók hörkulega til orða í þessum pistli,“ segir Auður, og má sjá á orðum hennar skilja að þetta eru deilur sem rista djúpt; „aðallega því ég var í töluverðu tilfinningauppnámi eftir að hafa farið út í holtið og séð hvernig það leit út. Ég á sjálf góðar minningar úr Laxnesi síðan ég var barn, þar horfði ég til dæmis fyrst á vídeó, þannig að ég skil þá sem þykir vænt um staðinn.“
Tengdar fréttir Ætlar að kæra Auði Jónsdóttur fyrir meiðyrði Haukur í Laxnesi er fjúkandi reiður vegna skrifa Auðar um sig og fjölskyldu sína. 15. júní 2016 11:57 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ætlar að kæra Auði Jónsdóttur fyrir meiðyrði Haukur í Laxnesi er fjúkandi reiður vegna skrifa Auðar um sig og fjölskyldu sína. 15. júní 2016 11:57