Innlent

Fimm dæmdir fyrir að nauðga danskri konu í Indlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá mótmælum vegna nauðgunar í New Delhi.
Frá mótmælum vegna nauðgunar í New Delhi. Vísir/AFP
Fimm menn hafa verið dæmdir fyrir að nauðga danskri konu í Indlandi árið 2014. Konan sem er 52 ára gömul villtist í boginni New Delhi og ætlaði að biðja mennina um leiðbeiningar þegar þeir rændu hana og nauðguðu henni. Auk mannanna fimm er réttað yfir þremur ólögráða drengjum og einn maður sem einnig tók þátt í nauðguninni lést í fangelsi.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni verður refsing mannanna ákveðin á fimmtudaginn, en danska konan var ekki viðstödd réttarhöldin.

Árásin var ein í röð kynferðisárása á ferðamenn í Indlandi. Eftir að ung kona lét lífið eftir alvarlega hópnauðgun í Indlandi árið 2012 voru refsingar við slíkum brotum hertar verulega.


Tengdar fréttir

Fengu dauðadóm á Indlandi

Mennirnir fjórir, sem fyrr í vikunni voru sakfelldir fyrir hrottalega hópnauðgun í Nýju-Delhi, hafa verið dæmdir til dauða.

Systur dæmdar til nauðgunar

Þorpsþing í Norður-Indlandi hefur dæmt tvær systur til nauðgunar eftir að bróðir þeirra stakk af með giftri konu sem tilheyrir hærra settri stétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×