Tilbúin að drepast þó það væri strax á morgun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júní 2016 20:24 Guðný Baldvinsdóttir, 102 ára íbúi í Borgarnesi hefur aldrei farið í sund, aldrei í leikfimi og aldrei drukkið lýsi, áfengi eða reykt. Guðný er mjög ern og hress og líður vel á dvalarheimilinu Brákarhlíð. Hún fer í gönguferðir á hverjum degi með göngugrindina sína og það fer vel um hana í rúmgóðu herbergi. Hún gerir mikið af því að prjóna og lesa. Guðný er fædd í Hvítársíðu í Borgarfirði en þaðan fluttist hún að Grenjum og síðan ráðskona á Leirulæk á Mýrum í tæplega 40 ár. Guðný er mjög nægjusöm og hógvær og henni finnst ekkert merkilegt að vera orðin 102 ára gömul. „Mér finnst það ekkert merkilegt og ég hef aldrei fundið neitt við það og mér finnst það með ólíkindum að maður skuli ekki fá frið, það þurfi að koma í útvarpið eða í blöðum eða einhver viðtöl þegar maður er orðinn nógu afgamall og farinn að sljóvgast, þá geti maður ekki haft sín rólegheit eins og maður hafði alltaf, maður var ekki svo merkilega persóna. Ég held að ég hafi ekkert fengið neina bót á því þegar ég varð 100 ára, ekki var ég vör við það“, segir Guðný. En er Guðný ekki ánægð með þá athygli sem hún fær ? „Nei, ég hef aldrei verið athyglissjúk og vona að ég verið það ekki.“ En hvað ætlar hún að verða gömul? „Eins og forsjónin sér um, ég er tilbúin að drepast þó það væri strax á morgun.“ Guðný hefur aldrei þurft að taka lyf í gegnum þessi 102 ár. „Ég hef ekkert haft við það að gera, ég hef haft góða heilsu og lifað á því,“ segir hún. Guðný kann mörg hundruð vísur. Í fréttinni hér að ofan má sjá Guðnýju fara með eina þeirra. En hefur Guðný einhvern tímann bragðað áfengi? „Nei, aldrei smakkað það og aldrei reykt, aldrei tekið lýsi og aldrei farið í leikfimi og aldrei farið í sund,“ segir Guðný. Hún var spurð hvort hún væri að segja satt. „Já, ég er að segja satt,“ sagði Guðný þá. Borgarbyggð Eldri borgarar Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Guðný Baldvinsdóttir, 102 ára íbúi í Borgarnesi hefur aldrei farið í sund, aldrei í leikfimi og aldrei drukkið lýsi, áfengi eða reykt. Guðný er mjög ern og hress og líður vel á dvalarheimilinu Brákarhlíð. Hún fer í gönguferðir á hverjum degi með göngugrindina sína og það fer vel um hana í rúmgóðu herbergi. Hún gerir mikið af því að prjóna og lesa. Guðný er fædd í Hvítársíðu í Borgarfirði en þaðan fluttist hún að Grenjum og síðan ráðskona á Leirulæk á Mýrum í tæplega 40 ár. Guðný er mjög nægjusöm og hógvær og henni finnst ekkert merkilegt að vera orðin 102 ára gömul. „Mér finnst það ekkert merkilegt og ég hef aldrei fundið neitt við það og mér finnst það með ólíkindum að maður skuli ekki fá frið, það þurfi að koma í útvarpið eða í blöðum eða einhver viðtöl þegar maður er orðinn nógu afgamall og farinn að sljóvgast, þá geti maður ekki haft sín rólegheit eins og maður hafði alltaf, maður var ekki svo merkilega persóna. Ég held að ég hafi ekkert fengið neina bót á því þegar ég varð 100 ára, ekki var ég vör við það“, segir Guðný. En er Guðný ekki ánægð með þá athygli sem hún fær ? „Nei, ég hef aldrei verið athyglissjúk og vona að ég verið það ekki.“ En hvað ætlar hún að verða gömul? „Eins og forsjónin sér um, ég er tilbúin að drepast þó það væri strax á morgun.“ Guðný hefur aldrei þurft að taka lyf í gegnum þessi 102 ár. „Ég hef ekkert haft við það að gera, ég hef haft góða heilsu og lifað á því,“ segir hún. Guðný kann mörg hundruð vísur. Í fréttinni hér að ofan má sjá Guðnýju fara með eina þeirra. En hefur Guðný einhvern tímann bragðað áfengi? „Nei, aldrei smakkað það og aldrei reykt, aldrei tekið lýsi og aldrei farið í leikfimi og aldrei farið í sund,“ segir Guðný. Hún var spurð hvort hún væri að segja satt. „Já, ég er að segja satt,“ sagði Guðný þá.
Borgarbyggð Eldri borgarar Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira