Þyrlurnar strax! Gunnar Ólafsson skrifar 18. nóvember 2016 00:00 Nýlega bárust fréttir um að tvær af þrem þyrlum Landhelgisgæslunnar (LHG) væru ónothæfar og þurftu á viðgerð að halda og hefði því LHG eina þyrlu til umráða í nokkra daga til að sinna björgunar-, sjúkra- og leitarflugi við Ísland. Þessar aðstæður hafa skapast nokkrum sinnum síðustu árin og við þannig aðstæður hefur danski flotinn sem sinnir gæslu við Færeyjar og Grænland siglt einu varðskipi sínu að Íslandsströndum svo að þyrla varðskipsins geti nýst sem varaþyrla fyrir LHG. LHG hafði lengi vel eina björgunarþyrlu til umráða. Árið 1994 varð algjör bylting þyrlumálum LHG þegar keypt var til landsins TF-Líf, öflug og stór Super Puma þyrla (þá sjö ára gömul). TF Líf er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að nálgast þrítugsaldurinn og hefur margborgað sig, bæði fjárhagslega og sem tæki til björgunar. Árið 2006 urðu tímamót í björgunar- og sjúkraþyrlusögu landsins þegar bandaríski flotinn lokaði flotastöð sinni á Keflavíkurflugvelli og við það hurfu fjórar Black Hawk björgunarþyrlur sem höfðu það hlutverk ef á þyrfti að halda að bjarga orrustuflugmönnum og öðrum á vegum bandaríska hersins. Bandaríski flotinn sinnti einnig miklu björgunar- og sjúkraflugi við Ísland þó það hafi ekki verið aðalhlutverk sveitarinnar.Höfum ekkert val Til að mæta breyttum veruleika var gripið til þess ráðs að leigja þyrlu af sömu gerð og TF-Líf. LHG hafði þá til umráða minni þyrlu, TF-Sif en eftir að sú þyrla nauðlenti og eyðilagðist var ákveðið að leigja aðra þyrlu sömu gerðar og TF-LÍF. Í tæp níu ár hefur LHG því leigt tvær þyrlur fyrir um 550 milljónir á ári. Ef ákvörðun hefði verið tekin á sínum tíma að kaupa þessar þyrlur í stað þess að leigja væri búið að borga þær báðar upp að mestu leyti. Þetta mál er ekki merki ábyrgðar fjármálastjórnunar. Við höfum í raun ekkert val. Samkvæmt þarfagreiningu sem gerð var á sínum tíma þurfum við að hafa að lágmarki fjórar þyrlur til umráða til að geta haft a.m.k. tvær þyrlur í viðbragðsstöðu á hverjum tíma. Nú ber svo við að verð á þyrlum sömu tegundar og LHG notar er í sögulegu lágmarki m.a. vegna erfiðleika í olíuiðnaði. Því legg ég til að í stað þess að borga hátt í 550 milljónir í leigu á þyrlum á ári, fái LHG heimild til að kaupa þrjár Super Puma þyrlur og þær verði borgarðar með 12 ára skuldabréfi með 4% vöxtum. Það yrði svipuð greiðslubyrði og núverandi leigugreiðslur á ári. Við þessa framkvæmd félli enginn aukakostnaður á ríkið og LHG hefði fjórar öflugar þyrlur til að sinna björgunar-, sjúkra- og leitarflugi við Ísland með öruggari hætti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fréttir um að tvær af þrem þyrlum Landhelgisgæslunnar (LHG) væru ónothæfar og þurftu á viðgerð að halda og hefði því LHG eina þyrlu til umráða í nokkra daga til að sinna björgunar-, sjúkra- og leitarflugi við Ísland. Þessar aðstæður hafa skapast nokkrum sinnum síðustu árin og við þannig aðstæður hefur danski flotinn sem sinnir gæslu við Færeyjar og Grænland siglt einu varðskipi sínu að Íslandsströndum svo að þyrla varðskipsins geti nýst sem varaþyrla fyrir LHG. LHG hafði lengi vel eina björgunarþyrlu til umráða. Árið 1994 varð algjör bylting þyrlumálum LHG þegar keypt var til landsins TF-Líf, öflug og stór Super Puma þyrla (þá sjö ára gömul). TF Líf er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að nálgast þrítugsaldurinn og hefur margborgað sig, bæði fjárhagslega og sem tæki til björgunar. Árið 2006 urðu tímamót í björgunar- og sjúkraþyrlusögu landsins þegar bandaríski flotinn lokaði flotastöð sinni á Keflavíkurflugvelli og við það hurfu fjórar Black Hawk björgunarþyrlur sem höfðu það hlutverk ef á þyrfti að halda að bjarga orrustuflugmönnum og öðrum á vegum bandaríska hersins. Bandaríski flotinn sinnti einnig miklu björgunar- og sjúkraflugi við Ísland þó það hafi ekki verið aðalhlutverk sveitarinnar.Höfum ekkert val Til að mæta breyttum veruleika var gripið til þess ráðs að leigja þyrlu af sömu gerð og TF-Líf. LHG hafði þá til umráða minni þyrlu, TF-Sif en eftir að sú þyrla nauðlenti og eyðilagðist var ákveðið að leigja aðra þyrlu sömu gerðar og TF-LÍF. Í tæp níu ár hefur LHG því leigt tvær þyrlur fyrir um 550 milljónir á ári. Ef ákvörðun hefði verið tekin á sínum tíma að kaupa þessar þyrlur í stað þess að leigja væri búið að borga þær báðar upp að mestu leyti. Þetta mál er ekki merki ábyrgðar fjármálastjórnunar. Við höfum í raun ekkert val. Samkvæmt þarfagreiningu sem gerð var á sínum tíma þurfum við að hafa að lágmarki fjórar þyrlur til umráða til að geta haft a.m.k. tvær þyrlur í viðbragðsstöðu á hverjum tíma. Nú ber svo við að verð á þyrlum sömu tegundar og LHG notar er í sögulegu lágmarki m.a. vegna erfiðleika í olíuiðnaði. Því legg ég til að í stað þess að borga hátt í 550 milljónir í leigu á þyrlum á ári, fái LHG heimild til að kaupa þrjár Super Puma þyrlur og þær verði borgarðar með 12 ára skuldabréfi með 4% vöxtum. Það yrði svipuð greiðslubyrði og núverandi leigugreiðslur á ári. Við þessa framkvæmd félli enginn aukakostnaður á ríkið og LHG hefði fjórar öflugar þyrlur til að sinna björgunar-, sjúkra- og leitarflugi við Ísland með öruggari hætti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar