Þyrlurnar strax! Gunnar Ólafsson skrifar 18. nóvember 2016 00:00 Nýlega bárust fréttir um að tvær af þrem þyrlum Landhelgisgæslunnar (LHG) væru ónothæfar og þurftu á viðgerð að halda og hefði því LHG eina þyrlu til umráða í nokkra daga til að sinna björgunar-, sjúkra- og leitarflugi við Ísland. Þessar aðstæður hafa skapast nokkrum sinnum síðustu árin og við þannig aðstæður hefur danski flotinn sem sinnir gæslu við Færeyjar og Grænland siglt einu varðskipi sínu að Íslandsströndum svo að þyrla varðskipsins geti nýst sem varaþyrla fyrir LHG. LHG hafði lengi vel eina björgunarþyrlu til umráða. Árið 1994 varð algjör bylting þyrlumálum LHG þegar keypt var til landsins TF-Líf, öflug og stór Super Puma þyrla (þá sjö ára gömul). TF Líf er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að nálgast þrítugsaldurinn og hefur margborgað sig, bæði fjárhagslega og sem tæki til björgunar. Árið 2006 urðu tímamót í björgunar- og sjúkraþyrlusögu landsins þegar bandaríski flotinn lokaði flotastöð sinni á Keflavíkurflugvelli og við það hurfu fjórar Black Hawk björgunarþyrlur sem höfðu það hlutverk ef á þyrfti að halda að bjarga orrustuflugmönnum og öðrum á vegum bandaríska hersins. Bandaríski flotinn sinnti einnig miklu björgunar- og sjúkraflugi við Ísland þó það hafi ekki verið aðalhlutverk sveitarinnar.Höfum ekkert val Til að mæta breyttum veruleika var gripið til þess ráðs að leigja þyrlu af sömu gerð og TF-Líf. LHG hafði þá til umráða minni þyrlu, TF-Sif en eftir að sú þyrla nauðlenti og eyðilagðist var ákveðið að leigja aðra þyrlu sömu gerðar og TF-LÍF. Í tæp níu ár hefur LHG því leigt tvær þyrlur fyrir um 550 milljónir á ári. Ef ákvörðun hefði verið tekin á sínum tíma að kaupa þessar þyrlur í stað þess að leigja væri búið að borga þær báðar upp að mestu leyti. Þetta mál er ekki merki ábyrgðar fjármálastjórnunar. Við höfum í raun ekkert val. Samkvæmt þarfagreiningu sem gerð var á sínum tíma þurfum við að hafa að lágmarki fjórar þyrlur til umráða til að geta haft a.m.k. tvær þyrlur í viðbragðsstöðu á hverjum tíma. Nú ber svo við að verð á þyrlum sömu tegundar og LHG notar er í sögulegu lágmarki m.a. vegna erfiðleika í olíuiðnaði. Því legg ég til að í stað þess að borga hátt í 550 milljónir í leigu á þyrlum á ári, fái LHG heimild til að kaupa þrjár Super Puma þyrlur og þær verði borgarðar með 12 ára skuldabréfi með 4% vöxtum. Það yrði svipuð greiðslubyrði og núverandi leigugreiðslur á ári. Við þessa framkvæmd félli enginn aukakostnaður á ríkið og LHG hefði fjórar öflugar þyrlur til að sinna björgunar-, sjúkra- og leitarflugi við Ísland með öruggari hætti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fréttir um að tvær af þrem þyrlum Landhelgisgæslunnar (LHG) væru ónothæfar og þurftu á viðgerð að halda og hefði því LHG eina þyrlu til umráða í nokkra daga til að sinna björgunar-, sjúkra- og leitarflugi við Ísland. Þessar aðstæður hafa skapast nokkrum sinnum síðustu árin og við þannig aðstæður hefur danski flotinn sem sinnir gæslu við Færeyjar og Grænland siglt einu varðskipi sínu að Íslandsströndum svo að þyrla varðskipsins geti nýst sem varaþyrla fyrir LHG. LHG hafði lengi vel eina björgunarþyrlu til umráða. Árið 1994 varð algjör bylting þyrlumálum LHG þegar keypt var til landsins TF-Líf, öflug og stór Super Puma þyrla (þá sjö ára gömul). TF Líf er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að nálgast þrítugsaldurinn og hefur margborgað sig, bæði fjárhagslega og sem tæki til björgunar. Árið 2006 urðu tímamót í björgunar- og sjúkraþyrlusögu landsins þegar bandaríski flotinn lokaði flotastöð sinni á Keflavíkurflugvelli og við það hurfu fjórar Black Hawk björgunarþyrlur sem höfðu það hlutverk ef á þyrfti að halda að bjarga orrustuflugmönnum og öðrum á vegum bandaríska hersins. Bandaríski flotinn sinnti einnig miklu björgunar- og sjúkraflugi við Ísland þó það hafi ekki verið aðalhlutverk sveitarinnar.Höfum ekkert val Til að mæta breyttum veruleika var gripið til þess ráðs að leigja þyrlu af sömu gerð og TF-Líf. LHG hafði þá til umráða minni þyrlu, TF-Sif en eftir að sú þyrla nauðlenti og eyðilagðist var ákveðið að leigja aðra þyrlu sömu gerðar og TF-LÍF. Í tæp níu ár hefur LHG því leigt tvær þyrlur fyrir um 550 milljónir á ári. Ef ákvörðun hefði verið tekin á sínum tíma að kaupa þessar þyrlur í stað þess að leigja væri búið að borga þær báðar upp að mestu leyti. Þetta mál er ekki merki ábyrgðar fjármálastjórnunar. Við höfum í raun ekkert val. Samkvæmt þarfagreiningu sem gerð var á sínum tíma þurfum við að hafa að lágmarki fjórar þyrlur til umráða til að geta haft a.m.k. tvær þyrlur í viðbragðsstöðu á hverjum tíma. Nú ber svo við að verð á þyrlum sömu tegundar og LHG notar er í sögulegu lágmarki m.a. vegna erfiðleika í olíuiðnaði. Því legg ég til að í stað þess að borga hátt í 550 milljónir í leigu á þyrlum á ári, fái LHG heimild til að kaupa þrjár Super Puma þyrlur og þær verði borgarðar með 12 ára skuldabréfi með 4% vöxtum. Það yrði svipuð greiðslubyrði og núverandi leigugreiðslur á ári. Við þessa framkvæmd félli enginn aukakostnaður á ríkið og LHG hefði fjórar öflugar þyrlur til að sinna björgunar-, sjúkra- og leitarflugi við Ísland með öruggari hætti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar