Innlent

Eyjurnar á Breiðafirði ekki lengur óteljandi

Gissur Sigurðsson skrifar
Eyjarnar á Breiðafirði sem hingað til hafa þótt vera óteljandi, teljast nú vera 3009 og skerin í firðinum  1275.

Þetta kemur meðal annars fram í grein eftir Þorvald Björnsson í nýjasta hefti Breiðfirðings og hefur vakið verðskuldaða atygli þeirra sem áhuga hafa á eyjunum. En hvernig getur Þorvaldur slegið þessu föstu eftir alla óvissuna, allt frá landnámi?

„Það má eiginlega segja að það sé í gegnum Örnefnastofnun og með vettvangsgöngum sem ég hef farið í með bændum þarna,“ segir Þorvaldur. „Þetta er skráning, fyrst og fremst, á varpfuglum sem verpa í hólmum og skerjum á Breiðafirði.“

Þorvaldur segist einnig hafa nýtt sér loftmyndir við talninguna. En nú fyrst Breiðafjarðareyjurnar eru ekki lengur óteljandi, hvað þá með óteljandi Vatnsdalshólana og vötnin á Tvídægru? Ætlar Þorvaldur kannski að fara að telja þau?

„Ég held að ég leggi ekki í það. Þar vantar fuglana og svoleiðis, áhugamálið er að telja það,“ segir hann. „Það er annarra manna að skrá það.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.