Skuggakosningar verða um forseta í Hornafirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Fjórir af fimm aðalmönnum ungmennaráðs Hornafjarðar: Þorkell Ragnar Grétarsson, Dagbjört Ýr Kiesel (starfsmaður ráðsins), Þórdís María R. Einarsdóttir, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir og Sunna Dögg Guðmundsdóttir. Mynd/Bryndís Bjarnarson „Það eru allir mjög spenntir, sérstaklega þegar hugsað er til þess að þetta á eftir að hafa jákvæð áhrif til framtíðar,“ segir Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, meðlimur ungmennaráðs Hornafjarðar sem heldur forsetakosningar fyrir ungmenni í júní. Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti í fyrradag ósk ungmennaráðsins um svokallaðar skuggakosningar fyrir þrettán til sautján ára samhliða forsetakosningunum 25. júní. Ungmennaráðið fagnaði niðurstöðunni á fundi síðdegis í gær og hvatti til þátttöku í kosningunum. „Í skuggakosningum gefst ungu fólki tækifæri til að læra að kjósa,“ segir Sigríður. „Þetta hefur aldrei verið gert á Íslandi áður. Hugmyndin er náttúrlega að auka kosningaþátttöku ungs fólks því kannanir og rannsóknir sýna að hún minnkar frá ári til árs.“ Sigríður segir að ákveðið hafi verið að nýta tækifærið núna því forsetakosningarnar beri upp á sömu helgi og hina árlegu humarhátíð á Höfn. „Okkur fannst kjörið að bjóða upp á skuggakosningar sem viðburð fyrir ungt fólk því það er ekki mikið um að vera fyrir ungt fólk á bæjarhátíðinni,“ útskýrir Sigríður. „Við verðum með kosningavöku fyrir þrettán til átján ára. Það þarf að vera smá gulrót og það verður ball með Emmsjé Gauta. Eftir því sem ég best veit er mikil spenna fyrir þessu." Skuggakosningarnar verða á sama kjörstað og forsetakosningarnar sjálfar á Höfn. Einnig verður kosið í sveitunum; í Öræfum og á Mýrum. „Við verðum með kjörskrá og með sér kjörseðla og sér kjörklefa svo það verði enginn ruglingur,“ segir Sigríður og hlær. Á kjörseðlinum verða nöfn þeirra sem verða á hinum raunverulega kjörseðli í forsetakosningunum. Talning atkvæða í skuggakosningunum verður á kjörstað á Höfn með yfirumsjón kjörstjórnar sveitarfélagsins. Að sögn Sigríðar eru undirtektirnar mjög góðar því fólk sjái að áhrifin geti verið jákvæð. „Þetta er fólk sem á eftir að kjósa á næstu árum og fólk sem mun stjórna landinu og verða næstu forsetar,“ segir hún. „Við erum mjög spennt og ætlum að gera allt sem við getum til að hjálpa þeim til að koma þessu í gang,“ segir Þórhildur Ásta Magnúsdóttir bæjarfulltrúi sem fylgdi tillögu ungmennaráðs úr hlaði í bæjarstjórn. Tilgangurinn er að auka lýðræðisvitund ungs fólks. „Við vonumst til að þetta eigi eftir að koma af stað meiri umræðu meðal yngri krakkanna,“ segir Þórhildur. „Það getur verið gaman fyrir þá að ræða inni á heimilunum hvaða forseta á að kjósa. Ég held að þetta verði bráðskemmtilegur viðburður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
„Það eru allir mjög spenntir, sérstaklega þegar hugsað er til þess að þetta á eftir að hafa jákvæð áhrif til framtíðar,“ segir Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, meðlimur ungmennaráðs Hornafjarðar sem heldur forsetakosningar fyrir ungmenni í júní. Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti í fyrradag ósk ungmennaráðsins um svokallaðar skuggakosningar fyrir þrettán til sautján ára samhliða forsetakosningunum 25. júní. Ungmennaráðið fagnaði niðurstöðunni á fundi síðdegis í gær og hvatti til þátttöku í kosningunum. „Í skuggakosningum gefst ungu fólki tækifæri til að læra að kjósa,“ segir Sigríður. „Þetta hefur aldrei verið gert á Íslandi áður. Hugmyndin er náttúrlega að auka kosningaþátttöku ungs fólks því kannanir og rannsóknir sýna að hún minnkar frá ári til árs.“ Sigríður segir að ákveðið hafi verið að nýta tækifærið núna því forsetakosningarnar beri upp á sömu helgi og hina árlegu humarhátíð á Höfn. „Okkur fannst kjörið að bjóða upp á skuggakosningar sem viðburð fyrir ungt fólk því það er ekki mikið um að vera fyrir ungt fólk á bæjarhátíðinni,“ útskýrir Sigríður. „Við verðum með kosningavöku fyrir þrettán til átján ára. Það þarf að vera smá gulrót og það verður ball með Emmsjé Gauta. Eftir því sem ég best veit er mikil spenna fyrir þessu." Skuggakosningarnar verða á sama kjörstað og forsetakosningarnar sjálfar á Höfn. Einnig verður kosið í sveitunum; í Öræfum og á Mýrum. „Við verðum með kjörskrá og með sér kjörseðla og sér kjörklefa svo það verði enginn ruglingur,“ segir Sigríður og hlær. Á kjörseðlinum verða nöfn þeirra sem verða á hinum raunverulega kjörseðli í forsetakosningunum. Talning atkvæða í skuggakosningunum verður á kjörstað á Höfn með yfirumsjón kjörstjórnar sveitarfélagsins. Að sögn Sigríðar eru undirtektirnar mjög góðar því fólk sjái að áhrifin geti verið jákvæð. „Þetta er fólk sem á eftir að kjósa á næstu árum og fólk sem mun stjórna landinu og verða næstu forsetar,“ segir hún. „Við erum mjög spennt og ætlum að gera allt sem við getum til að hjálpa þeim til að koma þessu í gang,“ segir Þórhildur Ásta Magnúsdóttir bæjarfulltrúi sem fylgdi tillögu ungmennaráðs úr hlaði í bæjarstjórn. Tilgangurinn er að auka lýðræðisvitund ungs fólks. „Við vonumst til að þetta eigi eftir að koma af stað meiri umræðu meðal yngri krakkanna,“ segir Þórhildur. „Það getur verið gaman fyrir þá að ræða inni á heimilunum hvaða forseta á að kjósa. Ég held að þetta verði bráðskemmtilegur viðburður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira