Skuggakosningar verða um forseta í Hornafirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Fjórir af fimm aðalmönnum ungmennaráðs Hornafjarðar: Þorkell Ragnar Grétarsson, Dagbjört Ýr Kiesel (starfsmaður ráðsins), Þórdís María R. Einarsdóttir, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir og Sunna Dögg Guðmundsdóttir. Mynd/Bryndís Bjarnarson „Það eru allir mjög spenntir, sérstaklega þegar hugsað er til þess að þetta á eftir að hafa jákvæð áhrif til framtíðar,“ segir Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, meðlimur ungmennaráðs Hornafjarðar sem heldur forsetakosningar fyrir ungmenni í júní. Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti í fyrradag ósk ungmennaráðsins um svokallaðar skuggakosningar fyrir þrettán til sautján ára samhliða forsetakosningunum 25. júní. Ungmennaráðið fagnaði niðurstöðunni á fundi síðdegis í gær og hvatti til þátttöku í kosningunum. „Í skuggakosningum gefst ungu fólki tækifæri til að læra að kjósa,“ segir Sigríður. „Þetta hefur aldrei verið gert á Íslandi áður. Hugmyndin er náttúrlega að auka kosningaþátttöku ungs fólks því kannanir og rannsóknir sýna að hún minnkar frá ári til árs.“ Sigríður segir að ákveðið hafi verið að nýta tækifærið núna því forsetakosningarnar beri upp á sömu helgi og hina árlegu humarhátíð á Höfn. „Okkur fannst kjörið að bjóða upp á skuggakosningar sem viðburð fyrir ungt fólk því það er ekki mikið um að vera fyrir ungt fólk á bæjarhátíðinni,“ útskýrir Sigríður. „Við verðum með kosningavöku fyrir þrettán til átján ára. Það þarf að vera smá gulrót og það verður ball með Emmsjé Gauta. Eftir því sem ég best veit er mikil spenna fyrir þessu." Skuggakosningarnar verða á sama kjörstað og forsetakosningarnar sjálfar á Höfn. Einnig verður kosið í sveitunum; í Öræfum og á Mýrum. „Við verðum með kjörskrá og með sér kjörseðla og sér kjörklefa svo það verði enginn ruglingur,“ segir Sigríður og hlær. Á kjörseðlinum verða nöfn þeirra sem verða á hinum raunverulega kjörseðli í forsetakosningunum. Talning atkvæða í skuggakosningunum verður á kjörstað á Höfn með yfirumsjón kjörstjórnar sveitarfélagsins. Að sögn Sigríðar eru undirtektirnar mjög góðar því fólk sjái að áhrifin geti verið jákvæð. „Þetta er fólk sem á eftir að kjósa á næstu árum og fólk sem mun stjórna landinu og verða næstu forsetar,“ segir hún. „Við erum mjög spennt og ætlum að gera allt sem við getum til að hjálpa þeim til að koma þessu í gang,“ segir Þórhildur Ásta Magnúsdóttir bæjarfulltrúi sem fylgdi tillögu ungmennaráðs úr hlaði í bæjarstjórn. Tilgangurinn er að auka lýðræðisvitund ungs fólks. „Við vonumst til að þetta eigi eftir að koma af stað meiri umræðu meðal yngri krakkanna,“ segir Þórhildur. „Það getur verið gaman fyrir þá að ræða inni á heimilunum hvaða forseta á að kjósa. Ég held að þetta verði bráðskemmtilegur viðburður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Það eru allir mjög spenntir, sérstaklega þegar hugsað er til þess að þetta á eftir að hafa jákvæð áhrif til framtíðar,“ segir Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, meðlimur ungmennaráðs Hornafjarðar sem heldur forsetakosningar fyrir ungmenni í júní. Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti í fyrradag ósk ungmennaráðsins um svokallaðar skuggakosningar fyrir þrettán til sautján ára samhliða forsetakosningunum 25. júní. Ungmennaráðið fagnaði niðurstöðunni á fundi síðdegis í gær og hvatti til þátttöku í kosningunum. „Í skuggakosningum gefst ungu fólki tækifæri til að læra að kjósa,“ segir Sigríður. „Þetta hefur aldrei verið gert á Íslandi áður. Hugmyndin er náttúrlega að auka kosningaþátttöku ungs fólks því kannanir og rannsóknir sýna að hún minnkar frá ári til árs.“ Sigríður segir að ákveðið hafi verið að nýta tækifærið núna því forsetakosningarnar beri upp á sömu helgi og hina árlegu humarhátíð á Höfn. „Okkur fannst kjörið að bjóða upp á skuggakosningar sem viðburð fyrir ungt fólk því það er ekki mikið um að vera fyrir ungt fólk á bæjarhátíðinni,“ útskýrir Sigríður. „Við verðum með kosningavöku fyrir þrettán til átján ára. Það þarf að vera smá gulrót og það verður ball með Emmsjé Gauta. Eftir því sem ég best veit er mikil spenna fyrir þessu." Skuggakosningarnar verða á sama kjörstað og forsetakosningarnar sjálfar á Höfn. Einnig verður kosið í sveitunum; í Öræfum og á Mýrum. „Við verðum með kjörskrá og með sér kjörseðla og sér kjörklefa svo það verði enginn ruglingur,“ segir Sigríður og hlær. Á kjörseðlinum verða nöfn þeirra sem verða á hinum raunverulega kjörseðli í forsetakosningunum. Talning atkvæða í skuggakosningunum verður á kjörstað á Höfn með yfirumsjón kjörstjórnar sveitarfélagsins. Að sögn Sigríðar eru undirtektirnar mjög góðar því fólk sjái að áhrifin geti verið jákvæð. „Þetta er fólk sem á eftir að kjósa á næstu árum og fólk sem mun stjórna landinu og verða næstu forsetar,“ segir hún. „Við erum mjög spennt og ætlum að gera allt sem við getum til að hjálpa þeim til að koma þessu í gang,“ segir Þórhildur Ásta Magnúsdóttir bæjarfulltrúi sem fylgdi tillögu ungmennaráðs úr hlaði í bæjarstjórn. Tilgangurinn er að auka lýðræðisvitund ungs fólks. „Við vonumst til að þetta eigi eftir að koma af stað meiri umræðu meðal yngri krakkanna,“ segir Þórhildur. „Það getur verið gaman fyrir þá að ræða inni á heimilunum hvaða forseta á að kjósa. Ég held að þetta verði bráðskemmtilegur viðburður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira