Hugfangin af hafinu Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 19. maí 2016 14:45 Ynja Mist opnar sína aðra einkasýningu, Kaf, á laugardaginn í Galleríi Tukt. ANTON BRINK Sýningin Kaf er önnur einkasýning Ynju Mistar Aradóttur og verður hún opnuð næstkomandi laugardag klukkan fjögur í Galleríi Tukt. Ynja er aðeins nítján ára gömul og útskrifaðist sem stúdent af myndlistabraut FG í desember síðastliðnum.Ynja málar mikið með vatnslitum en hún mun einnig sýna „mixed media” verk, skissur og fleira á sýningunni í Gallerí Tukt.Undanfarið hefur myndlist Ynju einkennst af því að vera innblásin af hafinu. Hún hefur verið að rannsaka liti, form, tilfinningar og fleira sem finnst í sjónum. „Myndirnar mínar eru expressjónískar, þær eru ekki mjög hlutbundnar og oft út í abstrakt en mér finnst sjórinn líka vera abstrakt expressjónískur í eðli sínu, veður og jörð móta hann í sameiningu. Ég hef mikinn áhuga á hafinu og vatni yfirhöfuð sem viðfangsefni. Vatn er svo óútreiknanlegt, svo mörg form sem þetta eina efni getur mótað. Ég nota mikið bláa og græna liti enda eru það aðallitirnir í sjónum en líka appelsínugulan og rauðan, þeir eru mest áberandi litirnir í myndunum mínum,“ lýsir Ynja.Kaf verður önnur einkasýning Ynju en sú fyrri, Heimshaf, var haldin í febrúar síðastliðnum. Sýningin gekk að sögn Ynju vonum framar og eftir hana var mikill meirihluti verkanna seldur. Þessi mikli áhugi og eftirspurn hvatti hana til þess að skipuleggja næstu sýningu strax. Í verkum hennar felst einnig boðskapur um mengun sem er henni afar mikilvægt málefni. „Ég mála sjóinn og reyni þar að koma fallegri tilfinningu á framfæri en ég mála líka ruslið í sjónum til að koma að þeim boðskap að fólk minnki mengun. Á fyrri sýningunni minni var ég með 25 lítil vatnslitamálverk og þau áttu að sýna fallegu hliðina á sjónum og mismunandi hliðar hans. Svo var ég með þrjú stór olíumálverk sem áttu að vera nokkurs konar ádeila, að fólk yrði leitt þegar það horfði á þau. Nafn sýningarinnar, Kaf, er margrætt og vísar í að ég er að fara á kaf í viðfangsefnið og líka að rusl fer á kaf í sjóinn og það sér það enginn nema hann fari á kaf.“ Ynja málar mikið með vatnslitum en hún mun einnig sýna verk unnin með blandaðri tækni, skissur og fleira á sýningunni í Galleríi Tukt. „Ég geri mikið af vatnslitamyndum en ég geri líka mikið af tilraunum og blanda annarri tækni við vatnsliti. Stundum geri ég líka eitthvað allt annað, það fer bara eftir því hvað mér dettur í hug. Ég skrifa líka mjög mikið og verð með alls konar skissur og fleira á sýningunni þó það sé kannski pínulítið óþægilegt að opna þannig inn á sig. Mér finnst það oft áhugaverðara að sjá heildarmyndina, ekki bara verkin og það sem listamaðurinn gerir heldur líka það sem hann hugsar,“ segir Ynja og brosir.Hægt er að fylgjast með Ynju á Facebook undir nafninu Ynja Art og á Instagram, ynjaart. Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Sýningin Kaf er önnur einkasýning Ynju Mistar Aradóttur og verður hún opnuð næstkomandi laugardag klukkan fjögur í Galleríi Tukt. Ynja er aðeins nítján ára gömul og útskrifaðist sem stúdent af myndlistabraut FG í desember síðastliðnum.Ynja málar mikið með vatnslitum en hún mun einnig sýna „mixed media” verk, skissur og fleira á sýningunni í Gallerí Tukt.Undanfarið hefur myndlist Ynju einkennst af því að vera innblásin af hafinu. Hún hefur verið að rannsaka liti, form, tilfinningar og fleira sem finnst í sjónum. „Myndirnar mínar eru expressjónískar, þær eru ekki mjög hlutbundnar og oft út í abstrakt en mér finnst sjórinn líka vera abstrakt expressjónískur í eðli sínu, veður og jörð móta hann í sameiningu. Ég hef mikinn áhuga á hafinu og vatni yfirhöfuð sem viðfangsefni. Vatn er svo óútreiknanlegt, svo mörg form sem þetta eina efni getur mótað. Ég nota mikið bláa og græna liti enda eru það aðallitirnir í sjónum en líka appelsínugulan og rauðan, þeir eru mest áberandi litirnir í myndunum mínum,“ lýsir Ynja.Kaf verður önnur einkasýning Ynju en sú fyrri, Heimshaf, var haldin í febrúar síðastliðnum. Sýningin gekk að sögn Ynju vonum framar og eftir hana var mikill meirihluti verkanna seldur. Þessi mikli áhugi og eftirspurn hvatti hana til þess að skipuleggja næstu sýningu strax. Í verkum hennar felst einnig boðskapur um mengun sem er henni afar mikilvægt málefni. „Ég mála sjóinn og reyni þar að koma fallegri tilfinningu á framfæri en ég mála líka ruslið í sjónum til að koma að þeim boðskap að fólk minnki mengun. Á fyrri sýningunni minni var ég með 25 lítil vatnslitamálverk og þau áttu að sýna fallegu hliðina á sjónum og mismunandi hliðar hans. Svo var ég með þrjú stór olíumálverk sem áttu að vera nokkurs konar ádeila, að fólk yrði leitt þegar það horfði á þau. Nafn sýningarinnar, Kaf, er margrætt og vísar í að ég er að fara á kaf í viðfangsefnið og líka að rusl fer á kaf í sjóinn og það sér það enginn nema hann fari á kaf.“ Ynja málar mikið með vatnslitum en hún mun einnig sýna verk unnin með blandaðri tækni, skissur og fleira á sýningunni í Galleríi Tukt. „Ég geri mikið af vatnslitamyndum en ég geri líka mikið af tilraunum og blanda annarri tækni við vatnsliti. Stundum geri ég líka eitthvað allt annað, það fer bara eftir því hvað mér dettur í hug. Ég skrifa líka mjög mikið og verð með alls konar skissur og fleira á sýningunni þó það sé kannski pínulítið óþægilegt að opna þannig inn á sig. Mér finnst það oft áhugaverðara að sjá heildarmyndina, ekki bara verkin og það sem listamaðurinn gerir heldur líka það sem hann hugsar,“ segir Ynja og brosir.Hægt er að fylgjast með Ynju á Facebook undir nafninu Ynja Art og á Instagram, ynjaart.
Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira