Hugfangin af hafinu Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 19. maí 2016 14:45 Ynja Mist opnar sína aðra einkasýningu, Kaf, á laugardaginn í Galleríi Tukt. ANTON BRINK Sýningin Kaf er önnur einkasýning Ynju Mistar Aradóttur og verður hún opnuð næstkomandi laugardag klukkan fjögur í Galleríi Tukt. Ynja er aðeins nítján ára gömul og útskrifaðist sem stúdent af myndlistabraut FG í desember síðastliðnum.Ynja málar mikið með vatnslitum en hún mun einnig sýna „mixed media” verk, skissur og fleira á sýningunni í Gallerí Tukt.Undanfarið hefur myndlist Ynju einkennst af því að vera innblásin af hafinu. Hún hefur verið að rannsaka liti, form, tilfinningar og fleira sem finnst í sjónum. „Myndirnar mínar eru expressjónískar, þær eru ekki mjög hlutbundnar og oft út í abstrakt en mér finnst sjórinn líka vera abstrakt expressjónískur í eðli sínu, veður og jörð móta hann í sameiningu. Ég hef mikinn áhuga á hafinu og vatni yfirhöfuð sem viðfangsefni. Vatn er svo óútreiknanlegt, svo mörg form sem þetta eina efni getur mótað. Ég nota mikið bláa og græna liti enda eru það aðallitirnir í sjónum en líka appelsínugulan og rauðan, þeir eru mest áberandi litirnir í myndunum mínum,“ lýsir Ynja.Kaf verður önnur einkasýning Ynju en sú fyrri, Heimshaf, var haldin í febrúar síðastliðnum. Sýningin gekk að sögn Ynju vonum framar og eftir hana var mikill meirihluti verkanna seldur. Þessi mikli áhugi og eftirspurn hvatti hana til þess að skipuleggja næstu sýningu strax. Í verkum hennar felst einnig boðskapur um mengun sem er henni afar mikilvægt málefni. „Ég mála sjóinn og reyni þar að koma fallegri tilfinningu á framfæri en ég mála líka ruslið í sjónum til að koma að þeim boðskap að fólk minnki mengun. Á fyrri sýningunni minni var ég með 25 lítil vatnslitamálverk og þau áttu að sýna fallegu hliðina á sjónum og mismunandi hliðar hans. Svo var ég með þrjú stór olíumálverk sem áttu að vera nokkurs konar ádeila, að fólk yrði leitt þegar það horfði á þau. Nafn sýningarinnar, Kaf, er margrætt og vísar í að ég er að fara á kaf í viðfangsefnið og líka að rusl fer á kaf í sjóinn og það sér það enginn nema hann fari á kaf.“ Ynja málar mikið með vatnslitum en hún mun einnig sýna verk unnin með blandaðri tækni, skissur og fleira á sýningunni í Galleríi Tukt. „Ég geri mikið af vatnslitamyndum en ég geri líka mikið af tilraunum og blanda annarri tækni við vatnsliti. Stundum geri ég líka eitthvað allt annað, það fer bara eftir því hvað mér dettur í hug. Ég skrifa líka mjög mikið og verð með alls konar skissur og fleira á sýningunni þó það sé kannski pínulítið óþægilegt að opna þannig inn á sig. Mér finnst það oft áhugaverðara að sjá heildarmyndina, ekki bara verkin og það sem listamaðurinn gerir heldur líka það sem hann hugsar,“ segir Ynja og brosir.Hægt er að fylgjast með Ynju á Facebook undir nafninu Ynja Art og á Instagram, ynjaart. Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Birti til þegar borgarstjóri fjarlægði sólgleraugun Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fleiri fréttir Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Birti til þegar borgarstjóri fjarlægði sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Sjá meira
Sýningin Kaf er önnur einkasýning Ynju Mistar Aradóttur og verður hún opnuð næstkomandi laugardag klukkan fjögur í Galleríi Tukt. Ynja er aðeins nítján ára gömul og útskrifaðist sem stúdent af myndlistabraut FG í desember síðastliðnum.Ynja málar mikið með vatnslitum en hún mun einnig sýna „mixed media” verk, skissur og fleira á sýningunni í Gallerí Tukt.Undanfarið hefur myndlist Ynju einkennst af því að vera innblásin af hafinu. Hún hefur verið að rannsaka liti, form, tilfinningar og fleira sem finnst í sjónum. „Myndirnar mínar eru expressjónískar, þær eru ekki mjög hlutbundnar og oft út í abstrakt en mér finnst sjórinn líka vera abstrakt expressjónískur í eðli sínu, veður og jörð móta hann í sameiningu. Ég hef mikinn áhuga á hafinu og vatni yfirhöfuð sem viðfangsefni. Vatn er svo óútreiknanlegt, svo mörg form sem þetta eina efni getur mótað. Ég nota mikið bláa og græna liti enda eru það aðallitirnir í sjónum en líka appelsínugulan og rauðan, þeir eru mest áberandi litirnir í myndunum mínum,“ lýsir Ynja.Kaf verður önnur einkasýning Ynju en sú fyrri, Heimshaf, var haldin í febrúar síðastliðnum. Sýningin gekk að sögn Ynju vonum framar og eftir hana var mikill meirihluti verkanna seldur. Þessi mikli áhugi og eftirspurn hvatti hana til þess að skipuleggja næstu sýningu strax. Í verkum hennar felst einnig boðskapur um mengun sem er henni afar mikilvægt málefni. „Ég mála sjóinn og reyni þar að koma fallegri tilfinningu á framfæri en ég mála líka ruslið í sjónum til að koma að þeim boðskap að fólk minnki mengun. Á fyrri sýningunni minni var ég með 25 lítil vatnslitamálverk og þau áttu að sýna fallegu hliðina á sjónum og mismunandi hliðar hans. Svo var ég með þrjú stór olíumálverk sem áttu að vera nokkurs konar ádeila, að fólk yrði leitt þegar það horfði á þau. Nafn sýningarinnar, Kaf, er margrætt og vísar í að ég er að fara á kaf í viðfangsefnið og líka að rusl fer á kaf í sjóinn og það sér það enginn nema hann fari á kaf.“ Ynja málar mikið með vatnslitum en hún mun einnig sýna verk unnin með blandaðri tækni, skissur og fleira á sýningunni í Galleríi Tukt. „Ég geri mikið af vatnslitamyndum en ég geri líka mikið af tilraunum og blanda annarri tækni við vatnsliti. Stundum geri ég líka eitthvað allt annað, það fer bara eftir því hvað mér dettur í hug. Ég skrifa líka mjög mikið og verð með alls konar skissur og fleira á sýningunni þó það sé kannski pínulítið óþægilegt að opna þannig inn á sig. Mér finnst það oft áhugaverðara að sjá heildarmyndina, ekki bara verkin og það sem listamaðurinn gerir heldur líka það sem hann hugsar,“ segir Ynja og brosir.Hægt er að fylgjast með Ynju á Facebook undir nafninu Ynja Art og á Instagram, ynjaart.
Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Birti til þegar borgarstjóri fjarlægði sólgleraugun Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fleiri fréttir Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Birti til þegar borgarstjóri fjarlægði sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Sjá meira