Slökktu í einnota grilli mótmælenda við heimili Bjarna Benediktssonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2016 08:44 Frá mótmælunum í gærkvöldi. mynd/beinar aðgerðir Lögreglan slökkti í einnota grilli sem mótmælendur höfðu kveikt upp í bakvið heimili Bjarna Benediktssonar í gærkvöldi. Svartsokka vefrit hefur sett myndband frá mótmælunum á Facebook-síðu sína en skipuleggjendur mótmælanna, Beinar aðgerðir, segja í tilkynningu til fjölmiðla að um meðmæli hafi verið að ræða. Hópurinn gagnrýnir aðgerðir lögreglunnar á staðnum enda hafi meðmælin verið friðsamleg og fjölskylduvæn samkoma. „Lögreglan var þegar mætt á tveimur bílum við Bakkaflöt og einu vélhjóli Hafnarfjarðarmegin við hraunið þegar meðmælendur mættu og ekki var að sjá að aukinn fjöldi hafi verið kallaður út á meðan á meðmælunum stóð, líkt og fjölmiðlar gáfu í skyn með orðalagi sínu. Þá gátu meðmælendur ekki séð neina þörf fyrir viðveru lögreglu þar sem samkoman var lágstemmd og róleg allan tímann, líka eftir að lögregla ákvað að kalla einnota grill „opinn eld,“ banna grillið og haga afskiptum sínum eftir því,“ segir í tilkynningu Beinna aðgerða.Um tíu manns voru á mótmælunum en til þeirra var boðað fyrir rúmri viku. Yfirskrift þeirra var „Grillum á kvöldin – sækjum þau heim.“ Hópurinn hvatti landsmenn til að mæta með einnota grill, mat, tjaldstóla, trommur og góða skapið. Landsmenn svöruðu þó ekki kalli skipuleggjenda mótmælanna þar sem fáir mættu.Mótmælin voru harðlega gagnrýnd af fjölmörgum sem lýstu vanþóknun sinni á framtakinu með hjálp Facebook. Meðal þeirra sem gagnrýndu mótmælin voru Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata, Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir og fyrrum gjaldkeri Samfylkingarinnar. Tengdar fréttir Fordæma boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar „Þetta er ekki í lagi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir mótmælin ógeðfelld. 23. apríl 2016 12:41 Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Lögreglan slökkti í einnota grilli sem mótmælendur höfðu kveikt upp í bakvið heimili Bjarna Benediktssonar í gærkvöldi. Svartsokka vefrit hefur sett myndband frá mótmælunum á Facebook-síðu sína en skipuleggjendur mótmælanna, Beinar aðgerðir, segja í tilkynningu til fjölmiðla að um meðmæli hafi verið að ræða. Hópurinn gagnrýnir aðgerðir lögreglunnar á staðnum enda hafi meðmælin verið friðsamleg og fjölskylduvæn samkoma. „Lögreglan var þegar mætt á tveimur bílum við Bakkaflöt og einu vélhjóli Hafnarfjarðarmegin við hraunið þegar meðmælendur mættu og ekki var að sjá að aukinn fjöldi hafi verið kallaður út á meðan á meðmælunum stóð, líkt og fjölmiðlar gáfu í skyn með orðalagi sínu. Þá gátu meðmælendur ekki séð neina þörf fyrir viðveru lögreglu þar sem samkoman var lágstemmd og róleg allan tímann, líka eftir að lögregla ákvað að kalla einnota grill „opinn eld,“ banna grillið og haga afskiptum sínum eftir því,“ segir í tilkynningu Beinna aðgerða.Um tíu manns voru á mótmælunum en til þeirra var boðað fyrir rúmri viku. Yfirskrift þeirra var „Grillum á kvöldin – sækjum þau heim.“ Hópurinn hvatti landsmenn til að mæta með einnota grill, mat, tjaldstóla, trommur og góða skapið. Landsmenn svöruðu þó ekki kalli skipuleggjenda mótmælanna þar sem fáir mættu.Mótmælin voru harðlega gagnrýnd af fjölmörgum sem lýstu vanþóknun sinni á framtakinu með hjálp Facebook. Meðal þeirra sem gagnrýndu mótmælin voru Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata, Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir og fyrrum gjaldkeri Samfylkingarinnar.
Tengdar fréttir Fordæma boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar „Þetta er ekki í lagi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir mótmælin ógeðfelld. 23. apríl 2016 12:41 Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Fordæma boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar „Þetta er ekki í lagi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir mótmælin ógeðfelld. 23. apríl 2016 12:41
Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40