Slökktu í einnota grilli mótmælenda við heimili Bjarna Benediktssonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2016 08:44 Frá mótmælunum í gærkvöldi. mynd/beinar aðgerðir Lögreglan slökkti í einnota grilli sem mótmælendur höfðu kveikt upp í bakvið heimili Bjarna Benediktssonar í gærkvöldi. Svartsokka vefrit hefur sett myndband frá mótmælunum á Facebook-síðu sína en skipuleggjendur mótmælanna, Beinar aðgerðir, segja í tilkynningu til fjölmiðla að um meðmæli hafi verið að ræða. Hópurinn gagnrýnir aðgerðir lögreglunnar á staðnum enda hafi meðmælin verið friðsamleg og fjölskylduvæn samkoma. „Lögreglan var þegar mætt á tveimur bílum við Bakkaflöt og einu vélhjóli Hafnarfjarðarmegin við hraunið þegar meðmælendur mættu og ekki var að sjá að aukinn fjöldi hafi verið kallaður út á meðan á meðmælunum stóð, líkt og fjölmiðlar gáfu í skyn með orðalagi sínu. Þá gátu meðmælendur ekki séð neina þörf fyrir viðveru lögreglu þar sem samkoman var lágstemmd og róleg allan tímann, líka eftir að lögregla ákvað að kalla einnota grill „opinn eld,“ banna grillið og haga afskiptum sínum eftir því,“ segir í tilkynningu Beinna aðgerða.Um tíu manns voru á mótmælunum en til þeirra var boðað fyrir rúmri viku. Yfirskrift þeirra var „Grillum á kvöldin – sækjum þau heim.“ Hópurinn hvatti landsmenn til að mæta með einnota grill, mat, tjaldstóla, trommur og góða skapið. Landsmenn svöruðu þó ekki kalli skipuleggjenda mótmælanna þar sem fáir mættu.Mótmælin voru harðlega gagnrýnd af fjölmörgum sem lýstu vanþóknun sinni á framtakinu með hjálp Facebook. Meðal þeirra sem gagnrýndu mótmælin voru Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata, Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir og fyrrum gjaldkeri Samfylkingarinnar. Tengdar fréttir Fordæma boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar „Þetta er ekki í lagi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir mótmælin ógeðfelld. 23. apríl 2016 12:41 Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Sjá meira
Lögreglan slökkti í einnota grilli sem mótmælendur höfðu kveikt upp í bakvið heimili Bjarna Benediktssonar í gærkvöldi. Svartsokka vefrit hefur sett myndband frá mótmælunum á Facebook-síðu sína en skipuleggjendur mótmælanna, Beinar aðgerðir, segja í tilkynningu til fjölmiðla að um meðmæli hafi verið að ræða. Hópurinn gagnrýnir aðgerðir lögreglunnar á staðnum enda hafi meðmælin verið friðsamleg og fjölskylduvæn samkoma. „Lögreglan var þegar mætt á tveimur bílum við Bakkaflöt og einu vélhjóli Hafnarfjarðarmegin við hraunið þegar meðmælendur mættu og ekki var að sjá að aukinn fjöldi hafi verið kallaður út á meðan á meðmælunum stóð, líkt og fjölmiðlar gáfu í skyn með orðalagi sínu. Þá gátu meðmælendur ekki séð neina þörf fyrir viðveru lögreglu þar sem samkoman var lágstemmd og róleg allan tímann, líka eftir að lögregla ákvað að kalla einnota grill „opinn eld,“ banna grillið og haga afskiptum sínum eftir því,“ segir í tilkynningu Beinna aðgerða.Um tíu manns voru á mótmælunum en til þeirra var boðað fyrir rúmri viku. Yfirskrift þeirra var „Grillum á kvöldin – sækjum þau heim.“ Hópurinn hvatti landsmenn til að mæta með einnota grill, mat, tjaldstóla, trommur og góða skapið. Landsmenn svöruðu þó ekki kalli skipuleggjenda mótmælanna þar sem fáir mættu.Mótmælin voru harðlega gagnrýnd af fjölmörgum sem lýstu vanþóknun sinni á framtakinu með hjálp Facebook. Meðal þeirra sem gagnrýndu mótmælin voru Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata, Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir og fyrrum gjaldkeri Samfylkingarinnar.
Tengdar fréttir Fordæma boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar „Þetta er ekki í lagi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir mótmælin ógeðfelld. 23. apríl 2016 12:41 Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Sjá meira
Fordæma boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar „Þetta er ekki í lagi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir mótmælin ógeðfelld. 23. apríl 2016 12:41
Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40