Umboðsmaður barna í Englandi: Vonast til að barnahús að íslenskri fyrirmynd bæti verkferla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2016 11:56 Anne Longfield, umboðsmaður barna í Englandi. vísir/stefán Anne Longfield, umboðsmaður barna í Englandi, segir að ein helsta áskorun sem stjórnvöld þar í landi standi frammi fyrir þegar kemur að velferð barna sé kynferðisofbeldi gegn börnum innan fjölskyldna. Skýrsla sem Longfield lét gera á síðasta ári leiddi í ljós að aðeins eitt af hverjum átta tilfellum þar sem börn verða fyrir kynferðisofbeldi innan fjölskyldunnar kemur til kasta yfirvalda. Longfield vill bæta úr þessu og var heimsókn hennar og fleiri embættismanna hingað til lands í síðustu viku liður í því markmiði. Kynnti hópurinn sér sérstaklega starfsemi Barnahúss. „Það hversu fá tilfelli kynferðisofbeldi innan fjölskyldunnar koma inn á borð til yfirvalda verður til þess börnin bera þessa byrði ein án allrar hjálpar. Við vitum að oft þora börn ekki að segja frá kynferðislegri misnotkun en ef þau gera það er kerfið okkar byggt upp þannig að það tekur langan tíma að safna sönnunargögnum og það tekur líka langan tíma að fara með málin fyrir dóm,“ segir Longfield í samtali við Vísi.Mjög hrifin af starfsemi Barnahúss Að sögn Longfield getur það tekið allt að tvö ár fyrir mál af þessu tagi að fara fyrir dóm en það er í raun ekki fyrr en að því loknu sem kerfið býður barninu upp á einhverja aðstoð eða meðferð. „Á meðan þjáist barnið og hefur engan til að tala við. Síðan þegar það á að fara að tala og segja frá, til dæmis fyrir dómi, er það jafnvel búið að gleyma ýmsum smáatriðum varðandi ofbeldið sem það varð fyrir.“ Eitt af því sem mælt var með í skýrslunni var að yfirvöld myndu skoða það vel hvort að barnahús að fyrirmynd hins íslenska Barnahúss væri eitthvað sem gæti bætt ferlið þannig að fleiri kynferðisbrot gegn börnum verði rannsökuð og brotamennirnir sóttir til saka. „Þess vegna komum við hingað til Íslands til að kynna okkur starfsemi Barnahúss. Það er mikill áhugi fyrir þessu úti og stóra spurningin er hvort að við getum nýtt okkur það sem gert hefur verið hér til þess að auka stuðning og aðstoð við börn sem orðið hafa kynferðisofbeldi. Við höfum verið mjög hrifin af því sem við höfum séð og ég held að það gæti orðið mjög til bóta ef við byrjum á því að opna eitt barnahús úti sem tilraunaverkefni til að sjá hvaða áhrif það myndi hafa,“ segir Longfield.Kerfið taki tillit til barna, ekki bara fullorðinna Ekki hefur verið formlega samþykkt enn varðandi opnun barnahúss í Englandi en Longfield segist vongóð um að það verði samþykkt á næstu mánuðum. Barnahúsið gæti þá tekið til starfa eftir um það bil ár. „Það sem heillar mig mest varðandi Barnahúsið hér er þessi hugmyndafræði um það að barnið er miðpuntkurinn. Allir sem að málinu koma koma til barnsins. Það veitir barninu sjálfstraust til að segja frá og trú á að það fái þá hjálp sem það þarf. Hér er líka talað um barnvænt dómskerfi og það er eitthvað sem ég vil gjarnan sjá í Englandi. Ef við hugsum bara um hvernig ríkið virkar þá er það almennt ekki gert til þess að virka fyrir börn heldur fyrir fullorðna og börn þurfa því að passa inn í rammann sem búinn er til fyrir hina fullorðnu. Það virkar einfaldlega ekki alltaf og þetta er því ekki bara spurning um hvernig við gerum hlutina heldur líka hvernig við hugsum inni í kerfinu sjálfu um þessi mál,“ segir Longfield. Tengdar fréttir Ensk sendinefnd kynnir sér starfsemi íslenska Barnahússins Stefnt að því að opna tvö barnahús í London á árinu. 27. apríl 2016 14:47 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Anne Longfield, umboðsmaður barna í Englandi, segir að ein helsta áskorun sem stjórnvöld þar í landi standi frammi fyrir þegar kemur að velferð barna sé kynferðisofbeldi gegn börnum innan fjölskyldna. Skýrsla sem Longfield lét gera á síðasta ári leiddi í ljós að aðeins eitt af hverjum átta tilfellum þar sem börn verða fyrir kynferðisofbeldi innan fjölskyldunnar kemur til kasta yfirvalda. Longfield vill bæta úr þessu og var heimsókn hennar og fleiri embættismanna hingað til lands í síðustu viku liður í því markmiði. Kynnti hópurinn sér sérstaklega starfsemi Barnahúss. „Það hversu fá tilfelli kynferðisofbeldi innan fjölskyldunnar koma inn á borð til yfirvalda verður til þess börnin bera þessa byrði ein án allrar hjálpar. Við vitum að oft þora börn ekki að segja frá kynferðislegri misnotkun en ef þau gera það er kerfið okkar byggt upp þannig að það tekur langan tíma að safna sönnunargögnum og það tekur líka langan tíma að fara með málin fyrir dóm,“ segir Longfield í samtali við Vísi.Mjög hrifin af starfsemi Barnahúss Að sögn Longfield getur það tekið allt að tvö ár fyrir mál af þessu tagi að fara fyrir dóm en það er í raun ekki fyrr en að því loknu sem kerfið býður barninu upp á einhverja aðstoð eða meðferð. „Á meðan þjáist barnið og hefur engan til að tala við. Síðan þegar það á að fara að tala og segja frá, til dæmis fyrir dómi, er það jafnvel búið að gleyma ýmsum smáatriðum varðandi ofbeldið sem það varð fyrir.“ Eitt af því sem mælt var með í skýrslunni var að yfirvöld myndu skoða það vel hvort að barnahús að fyrirmynd hins íslenska Barnahúss væri eitthvað sem gæti bætt ferlið þannig að fleiri kynferðisbrot gegn börnum verði rannsökuð og brotamennirnir sóttir til saka. „Þess vegna komum við hingað til Íslands til að kynna okkur starfsemi Barnahúss. Það er mikill áhugi fyrir þessu úti og stóra spurningin er hvort að við getum nýtt okkur það sem gert hefur verið hér til þess að auka stuðning og aðstoð við börn sem orðið hafa kynferðisofbeldi. Við höfum verið mjög hrifin af því sem við höfum séð og ég held að það gæti orðið mjög til bóta ef við byrjum á því að opna eitt barnahús úti sem tilraunaverkefni til að sjá hvaða áhrif það myndi hafa,“ segir Longfield.Kerfið taki tillit til barna, ekki bara fullorðinna Ekki hefur verið formlega samþykkt enn varðandi opnun barnahúss í Englandi en Longfield segist vongóð um að það verði samþykkt á næstu mánuðum. Barnahúsið gæti þá tekið til starfa eftir um það bil ár. „Það sem heillar mig mest varðandi Barnahúsið hér er þessi hugmyndafræði um það að barnið er miðpuntkurinn. Allir sem að málinu koma koma til barnsins. Það veitir barninu sjálfstraust til að segja frá og trú á að það fái þá hjálp sem það þarf. Hér er líka talað um barnvænt dómskerfi og það er eitthvað sem ég vil gjarnan sjá í Englandi. Ef við hugsum bara um hvernig ríkið virkar þá er það almennt ekki gert til þess að virka fyrir börn heldur fyrir fullorðna og börn þurfa því að passa inn í rammann sem búinn er til fyrir hina fullorðnu. Það virkar einfaldlega ekki alltaf og þetta er því ekki bara spurning um hvernig við gerum hlutina heldur líka hvernig við hugsum inni í kerfinu sjálfu um þessi mál,“ segir Longfield.
Tengdar fréttir Ensk sendinefnd kynnir sér starfsemi íslenska Barnahússins Stefnt að því að opna tvö barnahús í London á árinu. 27. apríl 2016 14:47 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Ensk sendinefnd kynnir sér starfsemi íslenska Barnahússins Stefnt að því að opna tvö barnahús í London á árinu. 27. apríl 2016 14:47