Innlent

Ensk sendinefnd kynnir sér starfsemi íslenska Barnahússins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Barnahúsi.
Frá Barnahúsi. vísir/valli
Þessa dagana er sendinefnd frá Englandi stödd hér á landi í því skyni að kynna sér starfsemi íslenska Barnahússins. Koma nefndarinnar er að frumkvæði Anne Longefield, umboðsmanns barna á Englandi, en með henni í för eru fulltrúar þarlendra ráðuneyta, ríkissaksóknara og dómara auk fulltrúa frá National Health Services.

Í tilkynningu frá Barnaverndarstofu kemur fram að fyrr á þessu ári hafi skrifstofa borgarstjóra í London ákveðið að koma á fót í borginni tveimur Barnahúsum í tilraunaskyni en áform eru um enn frekari uppbyggingu barnahúsa á Englandi.

„Barnaverndarstofa hefur veg og vanda af heimsókninni en sendinefndin mun heimsækja Barnahúsið okkar og hitta fulltrúa allra stofnana sem að starfsemi þess koma. Þá mun umboðsmaðurinn eiga fund með Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra á meðan dvöl hennar hér stendur,“ segir í tilkynningu Barnaverndarstofu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×