„Þetta lítur ekki út eins og barn" Birta Björnsdóttir skrifar 8. maí 2016 19:30 Cleane með dóttur sína, Duda. Fyrstu tilfelli hinnar svokölluðu Zika-veiru voru greind í Zika-frumskóginum í Úganda árið 1947. Í maí árið 2015 staðfestu yfirvöld í Brasilíu að veiran hefði greinst þar í landi en í kjölfarið hefur hún breiðst út. Á dögunum var kynnt ný skýrsla UNICEF um stöðu mála í þessum efnum í Suður- og Mið-Ameríku. „Niðurstöður skýrslunnar eru að Zika-veiran nær núna nánast út um alla álfuna. Hún fyrirfinnst í um 20 ríkjum eða svæðum og er orðin verulega útbreidd um alla Rómönsku Ameríku og á Kyrrahafi," segir Stefán Ingi Stefánsson, yfirmaður fjáröflunar og samfélagslegrar ábyrgðar hjá UNICEF í Suður- og Mið-Ameríku. Í Brasilíu og Kólumbíu er faraldskúrfan komin lengst og áhrif veirunnar farin að koma fram. Það á ekki síst við um þau tilfelli þar sem barnshafandi konur hafa smitast af Zika-veirunni og eignast nú börn sem fæðast með smáhöfuð. „Við erum að boða aukna áherslu á stuðning við þær fjölskyldur jafnhliða því að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins, og koma í veg fyrir smit," segir Stefán. Stuðningurinn fer ekki bara fram með heilbriðgðisþjónustu fyrir þau börn sem fæðast með smáhöfuð. Fræðsla gegn fordómum er einnig mikilvæg. Brasilíska stúlkan Duda fættist með smáhöfuð. Hún verður alin upp af fósturmæðrum eftir að foreldrar hennar treystu sér ekki til að eiga hana. Fósturmæðurnar segja fræðslu um veiruna og afleiðingar hennar mikilvæga. „Fullt að fólki horfir skringilega á okkur þegar við erum með hana," segir Cleane, ein fósturmæðra Duda litlu. „Ég hef meira að segja heyrt fólk hvísla "Er þetta barn sem þær eru með? Þetta lítur ekki út eins og barn."" „Útbreiðsla veirunnar er ekki að hætta, hún heldur áfram að breiðast út. Áhrif smits hafa líka verið staðfest, til dæmis áhrif þess á taugakerfið og ófædd börn. Ýmislegt sem haldið var fram um veiruna í upphafi hefur reynst vera satt og rétt," segir Stefán. „Ég veit ekki hvort hægt sé að tala um alheimsfaraldur en veiran er sannarlega að breiðast út um alla Norður- og Suður-Ameríku. Samhliða því erum við svo sem betur fer búin að öðlast betri skilning á því hvernig er best að berjast við sjúkdóminn. Þetta er ekki sjúkdómur sem kemur til með að leggja samfélög á hliðina, en hefur auðvitað mikil áhrif á þau sem fyrir honum verða." Zíka Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Fyrstu tilfelli hinnar svokölluðu Zika-veiru voru greind í Zika-frumskóginum í Úganda árið 1947. Í maí árið 2015 staðfestu yfirvöld í Brasilíu að veiran hefði greinst þar í landi en í kjölfarið hefur hún breiðst út. Á dögunum var kynnt ný skýrsla UNICEF um stöðu mála í þessum efnum í Suður- og Mið-Ameríku. „Niðurstöður skýrslunnar eru að Zika-veiran nær núna nánast út um alla álfuna. Hún fyrirfinnst í um 20 ríkjum eða svæðum og er orðin verulega útbreidd um alla Rómönsku Ameríku og á Kyrrahafi," segir Stefán Ingi Stefánsson, yfirmaður fjáröflunar og samfélagslegrar ábyrgðar hjá UNICEF í Suður- og Mið-Ameríku. Í Brasilíu og Kólumbíu er faraldskúrfan komin lengst og áhrif veirunnar farin að koma fram. Það á ekki síst við um þau tilfelli þar sem barnshafandi konur hafa smitast af Zika-veirunni og eignast nú börn sem fæðast með smáhöfuð. „Við erum að boða aukna áherslu á stuðning við þær fjölskyldur jafnhliða því að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins, og koma í veg fyrir smit," segir Stefán. Stuðningurinn fer ekki bara fram með heilbriðgðisþjónustu fyrir þau börn sem fæðast með smáhöfuð. Fræðsla gegn fordómum er einnig mikilvæg. Brasilíska stúlkan Duda fættist með smáhöfuð. Hún verður alin upp af fósturmæðrum eftir að foreldrar hennar treystu sér ekki til að eiga hana. Fósturmæðurnar segja fræðslu um veiruna og afleiðingar hennar mikilvæga. „Fullt að fólki horfir skringilega á okkur þegar við erum með hana," segir Cleane, ein fósturmæðra Duda litlu. „Ég hef meira að segja heyrt fólk hvísla "Er þetta barn sem þær eru með? Þetta lítur ekki út eins og barn."" „Útbreiðsla veirunnar er ekki að hætta, hún heldur áfram að breiðast út. Áhrif smits hafa líka verið staðfest, til dæmis áhrif þess á taugakerfið og ófædd börn. Ýmislegt sem haldið var fram um veiruna í upphafi hefur reynst vera satt og rétt," segir Stefán. „Ég veit ekki hvort hægt sé að tala um alheimsfaraldur en veiran er sannarlega að breiðast út um alla Norður- og Suður-Ameríku. Samhliða því erum við svo sem betur fer búin að öðlast betri skilning á því hvernig er best að berjast við sjúkdóminn. Þetta er ekki sjúkdómur sem kemur til með að leggja samfélög á hliðina, en hefur auðvitað mikil áhrif á þau sem fyrir honum verða."
Zíka Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira