Erlent

Kerry reynir að bjarga vopnahléinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst 246 hafa látið lífið í Aleppo á síðustu dögum.
Minnst 246 hafa látið lífið í Aleppo á síðustu dögum. Vísir/EPA
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun fljúga til Genf á morgun til að reyna að bjarga vopnahléinu í Sýrlandi. Átök hafa blossað upp aftur í borginni Aleppo þar sem almennir borgarar hafa fallið í miklum fjölda.

Kerry mun funda með ráðherrum Jórdaníu, Sádi-Arabíu og erindrekar Sameinuðu þjóðanna varðandi málefni Sýrlands.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að í ferðinni ætli Kerry meðal annars að reyna að koma vopnahléinu aftur á laggirnar og hjálpa hjálparsamtökum að fá aðgang að svæðum sem hafa orðið illa úti í átökunum. Mikilvægast sé þó að koma vopnahléinu aftur á á landsvísu.

Til stendur að hefja viðræður aftur þann 10. maí, en mikil átök á milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna í Aleppo hefur gert viðræður einstaklega erfiðar.

Fjöldi íbúa Aleppo hefur flúið borgina á síðustu dögum en minnst 246 hafa látið lífið frá 22. apríl, samkvæmt eftirlitsaðilum. Stjórnarher Sýrlands hefur gert fjölmargar loftárásir en Bandaríkin hafa biðlað til Rússa að grípa inni í og reyna að stöðva eða fækka loftárásunum. Rússar hafa neitað því.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×