Erfðabreyttur lax enn hvergi fáanlegur til manneldis Guðbergur Rúnarsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Aftur og aftur kemur fram sá misskilningur að eldislax sé erfðabreyttur. Þessi misskilningur er það útbreiddur að Landssambandi fiskeldisstöðva þykir rétt að vekja athygli á því að erfðabreyttur lax er hvergi í heiminum í framleiðslu til manneldis. Í athugasemdum sem berast vegna umhverfismats, kemur þessi rangfærsla fram og er einnig stundum haldið fram í fjölmiðlum. Laxinn sem nú er alinn er kynbættur til að ná fram æskilegum eiginleikum fyrir fiskeldi, meðal annars hröðum vexti, síðbúnum kynþroska, góðri fóðurnýtingu, viðnámi gegn sjúkdómum og fleiri þáttum. Hann er ekki erfðabreyttur. Kynbætur á eldisdýrum hafa verið stundaðar í aldanna rás. Öll helstu húsdýr í landbúnaði eru kynbætt með tilliti til þeirra eiginleika sem stefnt er að með kynbótastarfinu, t.d. til að ná fram meira kjöti eða holdi, meiri fallþunga, minni fitu og styttri eldistíma. Lax sem nú er alinn á Íslandi hefur verið kynbættur hjá Stofnfiski hf. frá árinu 1990. Laxastofninn er kallaður „Sagastofninn“ og byggir hann á norskum laxastofnum. Í dag er fyrirtækið Stofnfiskur hf. eini framleiðandi laxahrogna á Íslandi og er fyrirtækið vel þekkt á heimsvísu fyrir framúrskarandi framleiðslu af miklum gæðum.Erfðabreyttur fiskur Kanadíska fyrirtækið AquaBounty hefur stundað tilraunaeldi á erfðabreyttum laxi. Notaðir voru erfðavísar úr amerískri álategund sem þolir vel kulda og einnig erfðavísir úr Kyrrahafslaxinum chinook sem er ríkur af vaxtarhormónum. Vísunum var blandað við erfðavísa Atlantshafslaxins. Þessir erfðavísar gera erfðabreytta fiskinum frá AquaBounty kleift að vaxa hratt allt árið um kring, einnig í köldum sjó að vetri til vegna erfðavísa frá ameríska álnum. Erfðabreytti fiskurinn nær markaðsstærð á 16 til 18 mánuðum. Kynbætti laxinn nær hins vegar sinni markaðsstærð á um það bil þremur árum. Árangur kynbóta í laxeldi hefur minnkað bilið milli vaxtarhraða erfðabreytts lax og kynbætts lax. Reiknað er með að kynbætur á laxi muni minnka bilið hratt á næstu árum auk þess að ná fram öðrum eftirsóknarverðum eiginleikum.ISFA mótfallin erfðabreytingum AquaBounty hefur í um tvo áratugi reynt að fá leyfi til að setja erfðabreytta fiskinn á markað til manneldis og fékkst nýlega heimild til slíks frá bandarískum yfirvöldum. Hins vegar eru ISFA (International Salmon Farmers Association) sem íslensku laxeldisfyrirtækin eru aðilar að ásamt öllum helstu framleiðendum á heimsvísu, alfarið mótfallin eldi á erfðabreyttum fiski til manneldis. Í samþykkt samtakanna frá árinu 2000 segir m.a.: „Í samræmi við trausta stafshætti í umhverfismálum, hafnar ISFA staðfastlega framleiðslu á erfðabreyttum laxi.“ Félagar í ISFA framleiða yfir 80% af eldislaxi í heiminum og er óheimilt samkvæmt íslenskri reglugerð að nota erfðabreyttar plöntur eða dýr við framleiðslu á fiskafóðri hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Aftur og aftur kemur fram sá misskilningur að eldislax sé erfðabreyttur. Þessi misskilningur er það útbreiddur að Landssambandi fiskeldisstöðva þykir rétt að vekja athygli á því að erfðabreyttur lax er hvergi í heiminum í framleiðslu til manneldis. Í athugasemdum sem berast vegna umhverfismats, kemur þessi rangfærsla fram og er einnig stundum haldið fram í fjölmiðlum. Laxinn sem nú er alinn er kynbættur til að ná fram æskilegum eiginleikum fyrir fiskeldi, meðal annars hröðum vexti, síðbúnum kynþroska, góðri fóðurnýtingu, viðnámi gegn sjúkdómum og fleiri þáttum. Hann er ekki erfðabreyttur. Kynbætur á eldisdýrum hafa verið stundaðar í aldanna rás. Öll helstu húsdýr í landbúnaði eru kynbætt með tilliti til þeirra eiginleika sem stefnt er að með kynbótastarfinu, t.d. til að ná fram meira kjöti eða holdi, meiri fallþunga, minni fitu og styttri eldistíma. Lax sem nú er alinn á Íslandi hefur verið kynbættur hjá Stofnfiski hf. frá árinu 1990. Laxastofninn er kallaður „Sagastofninn“ og byggir hann á norskum laxastofnum. Í dag er fyrirtækið Stofnfiskur hf. eini framleiðandi laxahrogna á Íslandi og er fyrirtækið vel þekkt á heimsvísu fyrir framúrskarandi framleiðslu af miklum gæðum.Erfðabreyttur fiskur Kanadíska fyrirtækið AquaBounty hefur stundað tilraunaeldi á erfðabreyttum laxi. Notaðir voru erfðavísar úr amerískri álategund sem þolir vel kulda og einnig erfðavísir úr Kyrrahafslaxinum chinook sem er ríkur af vaxtarhormónum. Vísunum var blandað við erfðavísa Atlantshafslaxins. Þessir erfðavísar gera erfðabreytta fiskinum frá AquaBounty kleift að vaxa hratt allt árið um kring, einnig í köldum sjó að vetri til vegna erfðavísa frá ameríska álnum. Erfðabreytti fiskurinn nær markaðsstærð á 16 til 18 mánuðum. Kynbætti laxinn nær hins vegar sinni markaðsstærð á um það bil þremur árum. Árangur kynbóta í laxeldi hefur minnkað bilið milli vaxtarhraða erfðabreytts lax og kynbætts lax. Reiknað er með að kynbætur á laxi muni minnka bilið hratt á næstu árum auk þess að ná fram öðrum eftirsóknarverðum eiginleikum.ISFA mótfallin erfðabreytingum AquaBounty hefur í um tvo áratugi reynt að fá leyfi til að setja erfðabreytta fiskinn á markað til manneldis og fékkst nýlega heimild til slíks frá bandarískum yfirvöldum. Hins vegar eru ISFA (International Salmon Farmers Association) sem íslensku laxeldisfyrirtækin eru aðilar að ásamt öllum helstu framleiðendum á heimsvísu, alfarið mótfallin eldi á erfðabreyttum fiski til manneldis. Í samþykkt samtakanna frá árinu 2000 segir m.a.: „Í samræmi við trausta stafshætti í umhverfismálum, hafnar ISFA staðfastlega framleiðslu á erfðabreyttum laxi.“ Félagar í ISFA framleiða yfir 80% af eldislaxi í heiminum og er óheimilt samkvæmt íslenskri reglugerð að nota erfðabreyttar plöntur eða dýr við framleiðslu á fiskafóðri hér á landi.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun