Samfélagslegar framfarir – Hvað virkar? Hákon Gunnarsson og Rósbjörg Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2016 07:00 Mælingar á hagsæld þjóða og landsvæða er mjög vandasöm. Í mælingum World Economic Forum er Ísland í 29. sæti af 140 þjóðum en þegar hagsæld á Íslandi er metin út frá nýlegum mælikvarða um gæði samfélagsinnviða er landið í 4. sæti af 133 þjóðum, aðeins Noregur, Sviss og Svíþjóð eru ofar. Hvað veldur? Og hvor staðan er eftirsóknarverðari? Simon Kuznets, síðar Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, kom fram árið 1932 með aðferðafræði sem mældi svokallaða landsframleiðslu á einstakling (GDP pr. capita). Þrátt fyrir að Kuznets sjálfur hafi bent á marga annmarka sem slíkri aðferðafræði fylgja er þessi aðferð notuð enn í dag sem einn algildasti mælikvarði á hagsæld þjóða. Síðar var farið að þróa ýmsa mælikvarða sem tóku tillit til fleiri þátta sem hefðu áhrif á almenna hagsæld og mældu einnig almenna samkeppnishæfni, svo sem hagkvæmni atvinnulífsins, hæfi til nýsköpunar og almenna grunngerð samfélaga. Þekktasti mælikvarðinn í þessum efnum er eflaust World Economic Forum (WEF) sem allt frá 1971 hefur verið talið leiðandi í þessum efnum og gefur árlega út skýrslu sem raðar þjóðum eftir styrk í samkeppnishæfni. Aðrir mælikvarðar eru til dæmis Human Development Index hjá Sameinuðu þjóðunum sem hefur mjög sterkan félagslegan vinkil. Þá má nefna IMD-mælikvarðann frá samnefndum háskóla í Sviss en Samtök atvinnulífsins hafa kynnt þær niðurstöður árlega.Verkfæri sem gæti nýst hér Michael Porter, prófessor við Harvard, var lengi vel ritstjóri WEF-skýrslunnar og vildi þróa áherslur skýrslunnar í nýjar áttir. Það hlaut ekki hljómgrunn og hann hóf því ásamt fjölda leiðtoga í atvinnulífi og háskólum víða um heim að þróa nýjan mælikvarða. Sá mælikvarði hefur fengið heitið „Social Progress Index“ (SPI) og hefur verið gefinn út í þrjú ár. Þessi mælikvarði er ólíkur World Economic Forum að því leyti að hann tekur eingöngu til samfélagslegra og umhverfislegra þátta en ekki neinna hagrænna eða peningalegra breyta. Þá er ekki verið að mæla hagstærðir og efnahagsskipan heldur hvernig þegnunum líður. Til dæmis myndi SPI aldrei mæla „hlutfall af vergri landsframleiðslu“ sem mælikvarða – heldur mæla lýðheilsuþætti til dæmis lífaldur, ungbarnadauða, farsóttir og slíkt. Og þetta mat skilar Íslandi í 4. sætið eða mun ofar en á lista WEF. Atburðir síðustu vikna hafa vakið upp margar spurningar um styrk samfélagslegra innviða á Íslandi. Margt bendir til að styrkur Íslands liggi á styrkri velferð og sjálfbærni orkunnar í stóru landi. Verkefnið framundan er því að laga hér hagstjórn og peningastefnu – en halda áfram í þá grunngerð, velferð og umburðarlyndi sem vissulega er hér til staðar. Social Progress Index er verkfæri sem gæti nýst hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Mælingar á hagsæld þjóða og landsvæða er mjög vandasöm. Í mælingum World Economic Forum er Ísland í 29. sæti af 140 þjóðum en þegar hagsæld á Íslandi er metin út frá nýlegum mælikvarða um gæði samfélagsinnviða er landið í 4. sæti af 133 þjóðum, aðeins Noregur, Sviss og Svíþjóð eru ofar. Hvað veldur? Og hvor staðan er eftirsóknarverðari? Simon Kuznets, síðar Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, kom fram árið 1932 með aðferðafræði sem mældi svokallaða landsframleiðslu á einstakling (GDP pr. capita). Þrátt fyrir að Kuznets sjálfur hafi bent á marga annmarka sem slíkri aðferðafræði fylgja er þessi aðferð notuð enn í dag sem einn algildasti mælikvarði á hagsæld þjóða. Síðar var farið að þróa ýmsa mælikvarða sem tóku tillit til fleiri þátta sem hefðu áhrif á almenna hagsæld og mældu einnig almenna samkeppnishæfni, svo sem hagkvæmni atvinnulífsins, hæfi til nýsköpunar og almenna grunngerð samfélaga. Þekktasti mælikvarðinn í þessum efnum er eflaust World Economic Forum (WEF) sem allt frá 1971 hefur verið talið leiðandi í þessum efnum og gefur árlega út skýrslu sem raðar þjóðum eftir styrk í samkeppnishæfni. Aðrir mælikvarðar eru til dæmis Human Development Index hjá Sameinuðu þjóðunum sem hefur mjög sterkan félagslegan vinkil. Þá má nefna IMD-mælikvarðann frá samnefndum háskóla í Sviss en Samtök atvinnulífsins hafa kynnt þær niðurstöður árlega.Verkfæri sem gæti nýst hér Michael Porter, prófessor við Harvard, var lengi vel ritstjóri WEF-skýrslunnar og vildi þróa áherslur skýrslunnar í nýjar áttir. Það hlaut ekki hljómgrunn og hann hóf því ásamt fjölda leiðtoga í atvinnulífi og háskólum víða um heim að þróa nýjan mælikvarða. Sá mælikvarði hefur fengið heitið „Social Progress Index“ (SPI) og hefur verið gefinn út í þrjú ár. Þessi mælikvarði er ólíkur World Economic Forum að því leyti að hann tekur eingöngu til samfélagslegra og umhverfislegra þátta en ekki neinna hagrænna eða peningalegra breyta. Þá er ekki verið að mæla hagstærðir og efnahagsskipan heldur hvernig þegnunum líður. Til dæmis myndi SPI aldrei mæla „hlutfall af vergri landsframleiðslu“ sem mælikvarða – heldur mæla lýðheilsuþætti til dæmis lífaldur, ungbarnadauða, farsóttir og slíkt. Og þetta mat skilar Íslandi í 4. sætið eða mun ofar en á lista WEF. Atburðir síðustu vikna hafa vakið upp margar spurningar um styrk samfélagslegra innviða á Íslandi. Margt bendir til að styrkur Íslands liggi á styrkri velferð og sjálfbærni orkunnar í stóru landi. Verkefnið framundan er því að laga hér hagstjórn og peningastefnu – en halda áfram í þá grunngerð, velferð og umburðarlyndi sem vissulega er hér til staðar. Social Progress Index er verkfæri sem gæti nýst hér.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar