Matvara gæti verið 35 prósent ódýrari Guðjón Sigurbjartsson og Jóhannes Gunnarsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Nýlegir útreikningar sýna að ef tollar og innflutningshindranir á matvöru verða felld niður ætti verð á innfluttum matvörum til neytenda að vera 19%-53% (nálægt 35% að meðaltali) lægra en verð á sams konar innlendum matvörum. Í meðfylgjandi töflu sést verð einstakra vörutegunda og verð á sambærilegum innfluttum vörum. Verð í kr./kg með virðisaukaskatti út úr búð (Bónus) í febrúar 2016 og eins og þau hefðu verið með tollfrjálsum innflutningi að því gefnu að verðlækkun skili sér til neytenda. Verð innlendrar vöru er verðið eins og það var í Bónus í febrúar 2016. Verð innfluttu vörunnar er það sem það hefði verið ef innflutningur væri tollfrjáls og án annarra innflutningshindrana en af heilbrigðisástæðum að því gefnu að það skilaði sér til neytenda. Verð á innfluttum vörum byggir á upplýsingum frá Högum. Matið nær til allra vöruflokka sem nú njóta tollverndar. Hvað viðkemur mjólkurvörum nær könnunin bara til algengra osta. Þegar tollum var aflétt af helstu tegundum grænmetis árið 2002 minnkaði sala innlendrar framleiðslu talsvert fyrstu árin. Greinin var styrkt af skattfé til að takast á við aukna samkeppni. Vöruþróun efldist og salan jókst þannig að hlutdeild innlends grænmetis hefur vaxið aftur. Reikna má með svipaðri þróun hvað varðar kjöt, egg og mjólk. Margir munu velja íslenskt þó það kosti meira m.a. þar sem þeir þekkja vöruna og treysta heilbrigði hennar betur.Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna Í heild greiða neytendur um 22 milljarða króna á ári aukalega vegna tollahindrana á landbúnaðarvörum og skattgreiðendur um 14 milljarða vegna styrkja (beingreiðslna) eða samtals um 35 milljarða króna á ári eða rúmar 100 þús. kr. á hvern Íslending. Nýlegum búvörusamningum er ætlað að gilda til 10 ára. Þeir verða til umfjöllunar á Alþingi og í þjóðfélaginu á næstu vikum og mánuðum. Alþingismenn hljóta fyrst og fremst að gæta almannahagsmuna umfram sérhagsmuni. Því er eðlilegt að í þessu máli gæti alþingismenn hagsmuna neytenda og skattgreiðenda. Stefna þarf að afnámi tolla og hafta í landbúnaði og gera bændum kleift að bæta hag sinn á frjálsum markaði. Kjúklinga-, svína- og eggjabændur eru einungis um 50 á landinu. Byrja ætti á að aflétta tollahindrunum af eggjum, kjúklinga-, svína- og nautakjöti. Hagur neytenda af slíkri aðgerð yrði um 10 milljarðar króna á ári. Bæta mætti tjón þeirra bænda og vinnslustöðva sem yrðu fyrir röskun, eftir því sem eðlilegt gæti talist. Þegar litið er á hag neytenda, skattgreiðenda og landsins sem ferðamannastaðar er ekki forsvaranlegt að fresta umbótum í 10 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Nýlegir útreikningar sýna að ef tollar og innflutningshindranir á matvöru verða felld niður ætti verð á innfluttum matvörum til neytenda að vera 19%-53% (nálægt 35% að meðaltali) lægra en verð á sams konar innlendum matvörum. Í meðfylgjandi töflu sést verð einstakra vörutegunda og verð á sambærilegum innfluttum vörum. Verð í kr./kg með virðisaukaskatti út úr búð (Bónus) í febrúar 2016 og eins og þau hefðu verið með tollfrjálsum innflutningi að því gefnu að verðlækkun skili sér til neytenda. Verð innlendrar vöru er verðið eins og það var í Bónus í febrúar 2016. Verð innfluttu vörunnar er það sem það hefði verið ef innflutningur væri tollfrjáls og án annarra innflutningshindrana en af heilbrigðisástæðum að því gefnu að það skilaði sér til neytenda. Verð á innfluttum vörum byggir á upplýsingum frá Högum. Matið nær til allra vöruflokka sem nú njóta tollverndar. Hvað viðkemur mjólkurvörum nær könnunin bara til algengra osta. Þegar tollum var aflétt af helstu tegundum grænmetis árið 2002 minnkaði sala innlendrar framleiðslu talsvert fyrstu árin. Greinin var styrkt af skattfé til að takast á við aukna samkeppni. Vöruþróun efldist og salan jókst þannig að hlutdeild innlends grænmetis hefur vaxið aftur. Reikna má með svipaðri þróun hvað varðar kjöt, egg og mjólk. Margir munu velja íslenskt þó það kosti meira m.a. þar sem þeir þekkja vöruna og treysta heilbrigði hennar betur.Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna Í heild greiða neytendur um 22 milljarða króna á ári aukalega vegna tollahindrana á landbúnaðarvörum og skattgreiðendur um 14 milljarða vegna styrkja (beingreiðslna) eða samtals um 35 milljarða króna á ári eða rúmar 100 þús. kr. á hvern Íslending. Nýlegum búvörusamningum er ætlað að gilda til 10 ára. Þeir verða til umfjöllunar á Alþingi og í þjóðfélaginu á næstu vikum og mánuðum. Alþingismenn hljóta fyrst og fremst að gæta almannahagsmuna umfram sérhagsmuni. Því er eðlilegt að í þessu máli gæti alþingismenn hagsmuna neytenda og skattgreiðenda. Stefna þarf að afnámi tolla og hafta í landbúnaði og gera bændum kleift að bæta hag sinn á frjálsum markaði. Kjúklinga-, svína- og eggjabændur eru einungis um 50 á landinu. Byrja ætti á að aflétta tollahindrunum af eggjum, kjúklinga-, svína- og nautakjöti. Hagur neytenda af slíkri aðgerð yrði um 10 milljarðar króna á ári. Bæta mætti tjón þeirra bænda og vinnslustöðva sem yrðu fyrir röskun, eftir því sem eðlilegt gæti talist. Þegar litið er á hag neytenda, skattgreiðenda og landsins sem ferðamannastaðar er ekki forsvaranlegt að fresta umbótum í 10 ár.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun