Forystulaust sumarland Helgi Hjörvar skrifar 21. apríl 2016 07:00 Sumardagurinn fyrsti eykur okkur vongleði um bjartari daga og betri tíð. Það er ekki vanþörf á í vetrarlok þegar forystuleysið við landsstjórnina er orðið miklu meira en vandræðalegt. Nú síðast hefur forsetinn hætt við að hætta á þeirri forsendu beinlínis að óvissan sé algjör um landsstjórnina. Forsætisráðherrann hraktist nýlega frá vegna hneykslis sem rúið hefur tvo aðra ráðherra trausti. Enginn veit hver stjórnar Framsóknarflokknum. Forsætisráðuneytið er í höndum flokks sem ekki hefur stuðning meðal þjóðarinnar til að leiða ríkisstjórn. Stjórnarflokkarnir vita ekki sjálfir hvaða mál þeir þurfa að afgreiða. Ofan á þetta allt bætist að ríkisstjórnin veit ekki hvenær hún ætlar að fara frá og getur ekki sagt kjósendum hvenær þeir fái að kjósa. Ríkisstjórnin virðist alveg hafa gleymt því að hlutverk hennar er að hafa forystu og eyða óvissu en ekki hanga í reiðanum og hrekjast undan veðrum. Auðvitað ætti að kjósa í vor því að óbreyttu verður landið forystulaust í allt sumar engum til gagns.Að taka forystu Verkefni stjórnarandstöðunnar er að taka forystuna í sumar vegna þess að tilefnin blasa við alls staðar. Hún þarf að sýna að hún geti ekki bara verið samhent og trúverðug í því að vera á móti heldur líka í hinu að marka nýja stefnu og taka ábyrgð á stjórn landsins sem stjórnarflokkarnir hafa í raun þegar látið af hendi. Það gera stjórnarandstöðuflokkarnir best með að sameinast um að starfa ekki með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar heldur hver með öðrum. Sameinast um skýrt afmörkuð framfaramál og tímaáætlun um framkvæmd þeirra svo kjósendur hafi skýran valkost. Því til að endurreisa traust er mikilvægt að fólki sé sagt fyrir kosningar hver ætli að vinna með hverjum og að hverju eftir kosningar. Það sé ekki eitthvað leyndó sem vélað sé um í bakherbergjum. Eins verði hitt skýrt, ólíkt því sem nú er, að samstarfið leiði sá flokkur eða forystumaður sem mest fylgi hefur hjá þjóðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sumardagurinn fyrsti eykur okkur vongleði um bjartari daga og betri tíð. Það er ekki vanþörf á í vetrarlok þegar forystuleysið við landsstjórnina er orðið miklu meira en vandræðalegt. Nú síðast hefur forsetinn hætt við að hætta á þeirri forsendu beinlínis að óvissan sé algjör um landsstjórnina. Forsætisráðherrann hraktist nýlega frá vegna hneykslis sem rúið hefur tvo aðra ráðherra trausti. Enginn veit hver stjórnar Framsóknarflokknum. Forsætisráðuneytið er í höndum flokks sem ekki hefur stuðning meðal þjóðarinnar til að leiða ríkisstjórn. Stjórnarflokkarnir vita ekki sjálfir hvaða mál þeir þurfa að afgreiða. Ofan á þetta allt bætist að ríkisstjórnin veit ekki hvenær hún ætlar að fara frá og getur ekki sagt kjósendum hvenær þeir fái að kjósa. Ríkisstjórnin virðist alveg hafa gleymt því að hlutverk hennar er að hafa forystu og eyða óvissu en ekki hanga í reiðanum og hrekjast undan veðrum. Auðvitað ætti að kjósa í vor því að óbreyttu verður landið forystulaust í allt sumar engum til gagns.Að taka forystu Verkefni stjórnarandstöðunnar er að taka forystuna í sumar vegna þess að tilefnin blasa við alls staðar. Hún þarf að sýna að hún geti ekki bara verið samhent og trúverðug í því að vera á móti heldur líka í hinu að marka nýja stefnu og taka ábyrgð á stjórn landsins sem stjórnarflokkarnir hafa í raun þegar látið af hendi. Það gera stjórnarandstöðuflokkarnir best með að sameinast um að starfa ekki með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar heldur hver með öðrum. Sameinast um skýrt afmörkuð framfaramál og tímaáætlun um framkvæmd þeirra svo kjósendur hafi skýran valkost. Því til að endurreisa traust er mikilvægt að fólki sé sagt fyrir kosningar hver ætli að vinna með hverjum og að hverju eftir kosningar. Það sé ekki eitthvað leyndó sem vélað sé um í bakherbergjum. Eins verði hitt skýrt, ólíkt því sem nú er, að samstarfið leiði sá flokkur eða forystumaður sem mest fylgi hefur hjá þjóðinni.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar