Jafnrétti í íþróttum Hafrún Kristjánsdóttir og Bjarni Már Magnússon skrifar 25. apríl 2016 07:00 Vorið markar tímamót í íþróttalífi landsmanna. Vetraríþróttir víkja fyrir sumaríþróttum. Á þeim tímamótum er heppilegt að ljá máls á nokkrum atriðum er tengjast kynjajafnrétti. Eins og þekkt er njóta kynin jafns réttar samkvæmt stjórnarskránni og lögum landsins. Minna þekkt er að íslenska ríkið hefur skuldbundið sig á alþjóðavettvangi til að tryggja kynjajafnrétti á sviði íþróttamála. Í g) lið 10. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum – sem Ísland er aðili að – kemur fram að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að afnema mismunun gagnvart konum til að tryggja þeim sömu réttindi og körlum á sviði menntunar og skulu sérstaklega tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna sömu tækifæri til þess að taka virkan þátt í íþróttum og líkamsrækt. Í c) lið 13. gr. sama samnings segir að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að afnema mismunun gagnvart konum á öðrum sviðum efnahags- og félagslífs til að tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna sömu réttindi, sérstaklega rétt til þess að taka þátt í tómstundastörfum, íþróttum og öllum greinum menningarlífs.Dr. Bjarni Már MagnússonAuk samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum hefur íslenska ríkið undirritað yfirlýsingu Evrópuráðsins sem mætti nefna Íþróttasáttmáli Evrópu (European Sports Charter). Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. hans skal engin mismunun á grundvelli kynferðis heimil varðandi aðgang að íþróttaaðstöðu eða íþróttaiðkun. Á Íslandi styrkir ríkið og sveitarfélög íþróttafélög og -sambönd með margvíslegum hætti. Í ljósi innlendrar löggjafar og alþjóðlegra skuldbindinga íslenska ríkisins má ætla að ríkinu beri skylda til að sjá til að fjárútlát til íþróttafélaga og -sambanda séu í samræmi við lög og þau markmið sem ríkið er bundið af. Því verður að spyrja hvort ekki sé skynsamlegt að íþróttafélög og -sambönd verði skylduð með lögum til að útskýra hvernig þau ráðstafa opinberum styrkjum með tilliti til kynjajafnréttis. Auk þess verður að spyrja hvort ekki sé æskilegt að hið opinbera stöðvi eða hægi á fjárútlátum til íþróttafélaga og -sambanda sem standa sig ekki í jafnréttismálum. Slíkt fyrirkomulag væri í samræmi við lífsspeki hins enskumælandi heims sem segir „put your money where your mouth is“.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Vorið markar tímamót í íþróttalífi landsmanna. Vetraríþróttir víkja fyrir sumaríþróttum. Á þeim tímamótum er heppilegt að ljá máls á nokkrum atriðum er tengjast kynjajafnrétti. Eins og þekkt er njóta kynin jafns réttar samkvæmt stjórnarskránni og lögum landsins. Minna þekkt er að íslenska ríkið hefur skuldbundið sig á alþjóðavettvangi til að tryggja kynjajafnrétti á sviði íþróttamála. Í g) lið 10. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum – sem Ísland er aðili að – kemur fram að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að afnema mismunun gagnvart konum til að tryggja þeim sömu réttindi og körlum á sviði menntunar og skulu sérstaklega tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna sömu tækifæri til þess að taka virkan þátt í íþróttum og líkamsrækt. Í c) lið 13. gr. sama samnings segir að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að afnema mismunun gagnvart konum á öðrum sviðum efnahags- og félagslífs til að tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna sömu réttindi, sérstaklega rétt til þess að taka þátt í tómstundastörfum, íþróttum og öllum greinum menningarlífs.Dr. Bjarni Már MagnússonAuk samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum hefur íslenska ríkið undirritað yfirlýsingu Evrópuráðsins sem mætti nefna Íþróttasáttmáli Evrópu (European Sports Charter). Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. hans skal engin mismunun á grundvelli kynferðis heimil varðandi aðgang að íþróttaaðstöðu eða íþróttaiðkun. Á Íslandi styrkir ríkið og sveitarfélög íþróttafélög og -sambönd með margvíslegum hætti. Í ljósi innlendrar löggjafar og alþjóðlegra skuldbindinga íslenska ríkisins má ætla að ríkinu beri skylda til að sjá til að fjárútlát til íþróttafélaga og -sambanda séu í samræmi við lög og þau markmið sem ríkið er bundið af. Því verður að spyrja hvort ekki sé skynsamlegt að íþróttafélög og -sambönd verði skylduð með lögum til að útskýra hvernig þau ráðstafa opinberum styrkjum með tilliti til kynjajafnréttis. Auk þess verður að spyrja hvort ekki sé æskilegt að hið opinbera stöðvi eða hægi á fjárútlátum til íþróttafélaga og -sambanda sem standa sig ekki í jafnréttismálum. Slíkt fyrirkomulag væri í samræmi við lífsspeki hins enskumælandi heims sem segir „put your money where your mouth is“.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar