Segir að ríkisstjórnin hefði ekki náð sama árangri ef Sigmundur Davíð hefði ekki verið forsætisráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2016 21:14 Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, fullyrðir að ríkisstjórnin sem fór frá fyrr í mánuðinum hefði ekki náð þeim árangri sem hún gerði ef Sigmundur Davíð hefði ekki verið í forsætisráðherrastólnum. Þetta kom fram í viðtali við hann í þættinum Eyjan á Stöð 2 í kvöld. Sigurður Ingi nefndi í þessu sambandi meðal annars leiðréttinguna og afnám fjármagnshafta en eins og kunnugt er sömdu yfirvöld við kröfuhafa föllnu bankanna á síðasta ári um stöðugleikaframlög sem þeir myndu leggja fram, en um er að ræða fyrsta skrefið í afnámi hafta. Að sögn Sigurðar Inga var þingflokkur Framsóknar sammála um að halda áfram samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn enda hafið það „skilað svo gríðarlegu miklu.“ „Við töldum mikilvægt að haldið yrði áfram með þessi verkefni sem við höfum unnið að allan þennan tíma undir styrkri forystu Sigmundar Davíðs og ég fullyrði það að við hefðum aldrei náð þessum árangri í þessum málum án þess að hann hefði setið í forsætisráðherrastólnum,“ sagði Sigurður Ingi. Þá sagði hann jafnframt að þingflokknum hafi ekki verið kunnugt um að Sigmundur Davíð hefði viljað rjúfa þing og óskað eftir heimild til þess við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta, sem hafnaði beiðninni eins og alkunna er. Seinna sama dag ákvað Sigmundur Davíð að segja af sér sem forsætisráðherra en tveimur dögum áður birtist við hann viðtal sem vakti gríðarlega athygli. Var ráðherrann þar spurður út í tengsl sín við aflandsfélagið Wintris, sem konan hans á, og svaraði annað hvort ekki spurningum blaðamannanna eða sagði ósatt. Endaði viðtalið á því að ráðherrann labbaði út. Sigurður Ingi kvaðst hafa vitað um að Sigmundur Davíð hefði farið í umrætt viðtal. Aðspurður sagði hann að það hefði verið skynsamlegast af Sigmundi að upplýsa um viðtalið áður en það birtis og jafnvel „taka það aftur.“ „Það er alltaf gott að vera vitur eftir á,“ bætti Sigurður Ingi svo við. Hann gagnrýndi reyndar síðan framsetninguna í Kastljósþættinum þar sem viðtalið við Sigmund birtist. Þátturinn hefði nær eingöngu fjallað um eignir Sigmundar og konu hans og hvernig ráðherrann væri tengdur félaginu. „Ég held að þegar rykið og menn svona horfa yfir þetta þá sjá menn hvað er rétt og hvað er rangt og geta sett svona hlutina í stærra samhengi og mér finnst áhugavert að sjá hvernig fjölmiðlar taka á öðrum málum í dag,“ sagði Sigurður Ingi. Hann bætti síðan við að honum hefði þótt „eðlilegast að fréttin fjallaði um alla sem að þarna væru og að þær upplýsingar lægju fyrir hjá þeim opinberu aðilum sem geta nýtt það til að rannsaka,“ en komið hefur fram að um 600 Íslendingar séu í Panama-gögnunum. Þá hefur reyndar líka komið fram að ekki er um að ræða einn langan lista af nöfnum Íslendinga heldur 11,5 milljónir af skjölum sem fara þarf í gegnum til að finna tengsl einstaklinga við aflandsfélögin.Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild sinni hér að ofan. Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, fullyrðir að ríkisstjórnin sem fór frá fyrr í mánuðinum hefði ekki náð þeim árangri sem hún gerði ef Sigmundur Davíð hefði ekki verið í forsætisráðherrastólnum. Þetta kom fram í viðtali við hann í þættinum Eyjan á Stöð 2 í kvöld. Sigurður Ingi nefndi í þessu sambandi meðal annars leiðréttinguna og afnám fjármagnshafta en eins og kunnugt er sömdu yfirvöld við kröfuhafa föllnu bankanna á síðasta ári um stöðugleikaframlög sem þeir myndu leggja fram, en um er að ræða fyrsta skrefið í afnámi hafta. Að sögn Sigurðar Inga var þingflokkur Framsóknar sammála um að halda áfram samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn enda hafið það „skilað svo gríðarlegu miklu.“ „Við töldum mikilvægt að haldið yrði áfram með þessi verkefni sem við höfum unnið að allan þennan tíma undir styrkri forystu Sigmundar Davíðs og ég fullyrði það að við hefðum aldrei náð þessum árangri í þessum málum án þess að hann hefði setið í forsætisráðherrastólnum,“ sagði Sigurður Ingi. Þá sagði hann jafnframt að þingflokknum hafi ekki verið kunnugt um að Sigmundur Davíð hefði viljað rjúfa þing og óskað eftir heimild til þess við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta, sem hafnaði beiðninni eins og alkunna er. Seinna sama dag ákvað Sigmundur Davíð að segja af sér sem forsætisráðherra en tveimur dögum áður birtist við hann viðtal sem vakti gríðarlega athygli. Var ráðherrann þar spurður út í tengsl sín við aflandsfélagið Wintris, sem konan hans á, og svaraði annað hvort ekki spurningum blaðamannanna eða sagði ósatt. Endaði viðtalið á því að ráðherrann labbaði út. Sigurður Ingi kvaðst hafa vitað um að Sigmundur Davíð hefði farið í umrætt viðtal. Aðspurður sagði hann að það hefði verið skynsamlegast af Sigmundi að upplýsa um viðtalið áður en það birtis og jafnvel „taka það aftur.“ „Það er alltaf gott að vera vitur eftir á,“ bætti Sigurður Ingi svo við. Hann gagnrýndi reyndar síðan framsetninguna í Kastljósþættinum þar sem viðtalið við Sigmund birtist. Þátturinn hefði nær eingöngu fjallað um eignir Sigmundar og konu hans og hvernig ráðherrann væri tengdur félaginu. „Ég held að þegar rykið og menn svona horfa yfir þetta þá sjá menn hvað er rétt og hvað er rangt og geta sett svona hlutina í stærra samhengi og mér finnst áhugavert að sjá hvernig fjölmiðlar taka á öðrum málum í dag,“ sagði Sigurður Ingi. Hann bætti síðan við að honum hefði þótt „eðlilegast að fréttin fjallaði um alla sem að þarna væru og að þær upplýsingar lægju fyrir hjá þeim opinberu aðilum sem geta nýtt það til að rannsaka,“ en komið hefur fram að um 600 Íslendingar séu í Panama-gögnunum. Þá hefur reyndar líka komið fram að ekki er um að ræða einn langan lista af nöfnum Íslendinga heldur 11,5 milljónir af skjölum sem fara þarf í gegnum til að finna tengsl einstaklinga við aflandsfélögin.Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild sinni hér að ofan.
Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira