Segir að ríkisstjórnin hefði ekki náð sama árangri ef Sigmundur Davíð hefði ekki verið forsætisráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2016 21:14 Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, fullyrðir að ríkisstjórnin sem fór frá fyrr í mánuðinum hefði ekki náð þeim árangri sem hún gerði ef Sigmundur Davíð hefði ekki verið í forsætisráðherrastólnum. Þetta kom fram í viðtali við hann í þættinum Eyjan á Stöð 2 í kvöld. Sigurður Ingi nefndi í þessu sambandi meðal annars leiðréttinguna og afnám fjármagnshafta en eins og kunnugt er sömdu yfirvöld við kröfuhafa föllnu bankanna á síðasta ári um stöðugleikaframlög sem þeir myndu leggja fram, en um er að ræða fyrsta skrefið í afnámi hafta. Að sögn Sigurðar Inga var þingflokkur Framsóknar sammála um að halda áfram samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn enda hafið það „skilað svo gríðarlegu miklu.“ „Við töldum mikilvægt að haldið yrði áfram með þessi verkefni sem við höfum unnið að allan þennan tíma undir styrkri forystu Sigmundar Davíðs og ég fullyrði það að við hefðum aldrei náð þessum árangri í þessum málum án þess að hann hefði setið í forsætisráðherrastólnum,“ sagði Sigurður Ingi. Þá sagði hann jafnframt að þingflokknum hafi ekki verið kunnugt um að Sigmundur Davíð hefði viljað rjúfa þing og óskað eftir heimild til þess við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta, sem hafnaði beiðninni eins og alkunna er. Seinna sama dag ákvað Sigmundur Davíð að segja af sér sem forsætisráðherra en tveimur dögum áður birtist við hann viðtal sem vakti gríðarlega athygli. Var ráðherrann þar spurður út í tengsl sín við aflandsfélagið Wintris, sem konan hans á, og svaraði annað hvort ekki spurningum blaðamannanna eða sagði ósatt. Endaði viðtalið á því að ráðherrann labbaði út. Sigurður Ingi kvaðst hafa vitað um að Sigmundur Davíð hefði farið í umrætt viðtal. Aðspurður sagði hann að það hefði verið skynsamlegast af Sigmundi að upplýsa um viðtalið áður en það birtis og jafnvel „taka það aftur.“ „Það er alltaf gott að vera vitur eftir á,“ bætti Sigurður Ingi svo við. Hann gagnrýndi reyndar síðan framsetninguna í Kastljósþættinum þar sem viðtalið við Sigmund birtist. Þátturinn hefði nær eingöngu fjallað um eignir Sigmundar og konu hans og hvernig ráðherrann væri tengdur félaginu. „Ég held að þegar rykið og menn svona horfa yfir þetta þá sjá menn hvað er rétt og hvað er rangt og geta sett svona hlutina í stærra samhengi og mér finnst áhugavert að sjá hvernig fjölmiðlar taka á öðrum málum í dag,“ sagði Sigurður Ingi. Hann bætti síðan við að honum hefði þótt „eðlilegast að fréttin fjallaði um alla sem að þarna væru og að þær upplýsingar lægju fyrir hjá þeim opinberu aðilum sem geta nýtt það til að rannsaka,“ en komið hefur fram að um 600 Íslendingar séu í Panama-gögnunum. Þá hefur reyndar líka komið fram að ekki er um að ræða einn langan lista af nöfnum Íslendinga heldur 11,5 milljónir af skjölum sem fara þarf í gegnum til að finna tengsl einstaklinga við aflandsfélögin.Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild sinni hér að ofan. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, fullyrðir að ríkisstjórnin sem fór frá fyrr í mánuðinum hefði ekki náð þeim árangri sem hún gerði ef Sigmundur Davíð hefði ekki verið í forsætisráðherrastólnum. Þetta kom fram í viðtali við hann í þættinum Eyjan á Stöð 2 í kvöld. Sigurður Ingi nefndi í þessu sambandi meðal annars leiðréttinguna og afnám fjármagnshafta en eins og kunnugt er sömdu yfirvöld við kröfuhafa föllnu bankanna á síðasta ári um stöðugleikaframlög sem þeir myndu leggja fram, en um er að ræða fyrsta skrefið í afnámi hafta. Að sögn Sigurðar Inga var þingflokkur Framsóknar sammála um að halda áfram samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn enda hafið það „skilað svo gríðarlegu miklu.“ „Við töldum mikilvægt að haldið yrði áfram með þessi verkefni sem við höfum unnið að allan þennan tíma undir styrkri forystu Sigmundar Davíðs og ég fullyrði það að við hefðum aldrei náð þessum árangri í þessum málum án þess að hann hefði setið í forsætisráðherrastólnum,“ sagði Sigurður Ingi. Þá sagði hann jafnframt að þingflokknum hafi ekki verið kunnugt um að Sigmundur Davíð hefði viljað rjúfa þing og óskað eftir heimild til þess við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta, sem hafnaði beiðninni eins og alkunna er. Seinna sama dag ákvað Sigmundur Davíð að segja af sér sem forsætisráðherra en tveimur dögum áður birtist við hann viðtal sem vakti gríðarlega athygli. Var ráðherrann þar spurður út í tengsl sín við aflandsfélagið Wintris, sem konan hans á, og svaraði annað hvort ekki spurningum blaðamannanna eða sagði ósatt. Endaði viðtalið á því að ráðherrann labbaði út. Sigurður Ingi kvaðst hafa vitað um að Sigmundur Davíð hefði farið í umrætt viðtal. Aðspurður sagði hann að það hefði verið skynsamlegast af Sigmundi að upplýsa um viðtalið áður en það birtis og jafnvel „taka það aftur.“ „Það er alltaf gott að vera vitur eftir á,“ bætti Sigurður Ingi svo við. Hann gagnrýndi reyndar síðan framsetninguna í Kastljósþættinum þar sem viðtalið við Sigmund birtist. Þátturinn hefði nær eingöngu fjallað um eignir Sigmundar og konu hans og hvernig ráðherrann væri tengdur félaginu. „Ég held að þegar rykið og menn svona horfa yfir þetta þá sjá menn hvað er rétt og hvað er rangt og geta sett svona hlutina í stærra samhengi og mér finnst áhugavert að sjá hvernig fjölmiðlar taka á öðrum málum í dag,“ sagði Sigurður Ingi. Hann bætti síðan við að honum hefði þótt „eðlilegast að fréttin fjallaði um alla sem að þarna væru og að þær upplýsingar lægju fyrir hjá þeim opinberu aðilum sem geta nýtt það til að rannsaka,“ en komið hefur fram að um 600 Íslendingar séu í Panama-gögnunum. Þá hefur reyndar líka komið fram að ekki er um að ræða einn langan lista af nöfnum Íslendinga heldur 11,5 milljónir af skjölum sem fara þarf í gegnum til að finna tengsl einstaklinga við aflandsfélögin.Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild sinni hér að ofan.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira