Innlent

Næturlokanir í Hvalfjarðargöngunum í vikunni

Samúel Karl Ólason skrifar
Áður hefur göngunum verið lokað frá miðnættis til sex, en á vef Spalar kemur fram að það hafi ekki reynst nægilegur tími og því sé þeim lokað nú klukkan tíu.
Áður hefur göngunum verið lokað frá miðnættis til sex, en á vef Spalar kemur fram að það hafi ekki reynst nægilegur tími og því sé þeim lokað nú klukkan tíu. Vísir/PJetur
Hvalfjarðargöngunum verður lokað á kvöldin og næturnar í vikunni. Alls fjóra daga. Um árlegar lokanir er að ræða vegna vorhreingerninga og viðhaldi á tækjum og búnaði. Göngunum verður lokað fyrst klukkan tíu í kvöld til sex í fyrramálið. Næstu þrjár nætur verður lokunin endurtekin.

Áður hefur göngunum verið lokað frá miðnættis til sex, en á vef Spalar kemur fram að það hafi ekki reynst nægilegur tími og því sé þeim lokað nú klukkan tíu.

„Af sjálfu leiðir að lokun ganganna raskar ferðaáætlun einhverra viðskiptavina og það er miður. Viðhaldið og hreingerningin eru hins vegar nauðsynjamál og óframkvæmanleg ef umferð er leyfð þar á meðan,“ segir á vefnum.

Lokanir Hvalfjarðarganga.

Frá kl. 22 að kvöldi mánudags 25. apríl til kl. 6 að morgni þriðjudags 26. apríl.

Frá kl. 22 að kvöldi þriðjudags 26. apríl til kl. 6 að morgni miðvikudags 27. apríl.

Frá kl. 22 að kvöldi miðvikudags 27. apríl til kl. 6 að morgni fimmtudags 28. apríl.

Frá kl. 22 að kvöldi fimmtudags 28. apríl til kl. 6 að morgni föstudags 29. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×