Væri „ógeðslega gaman“ að stofna Sjónvarpsflokkinn og bjóða fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2016 12:24 Jón Gnarr Vísir/ernir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, grínisti og núverandi ritstjóri innlendrar dagskrár Stöðvar 2, boðaði pólitíska endurkomu sína í viðtali við Svenska Dagbladet í liðinni viku. Sagðist hann ætla að stofna flokk sem hann kallar Sjónvarpsflokkinn og bjóða fram í þingkosningum sem verða í haust. Í samtali við Vísi segir Jón að honum finnist Sjónvarpsflokkurinn mjög sniðug hugmynd. Hins vegar sé ólíklegt að flokkurinn bjóði fram í haust þar sem Jón segist hafa nóg annað að gera en að stofna stjórnmálaflokk og fara í framboð.En myndi þig langa að gera þetta? „Já, þetta væri ógeðslega gaman ef maður hefði tíma en núna er ég bara á kafi í þáttunum um borgarstjórann. Það klárast einhvern tímann í sumar og þá fer ég kannski að spá betur í þetta. Annars er ég nú líka bara svona að segja þetta því mér finnst svo leiðinlegt þegar ég hef ekkert að segja við blaðamenn sem eru að koma erlendis frá. Ég er nefnilega svo meðvirkur þannig að ég vil segja eitthvað sem fólk getur notað. En þetta er eitthvað sem ég gæti alveg gert ef sá gállinn væri á mér, að henda í svona stjórnmálaflokk,“ segir Jón í samtali við Vísi og bætir við að ef hann hefði ekkert að gera myndi hann stofna Sjónvarpsflokkinn. „Það yrði allt eins og í sjónvarpinu, bara aðeins betra.“ Ein af þeim hugmyndum sem Jón viðrar í viðtalinu við Svenska Dagbladet um Sjónvarpsflokkinn er að þingmenn hans myndu aldrei mæta í þingsal heldur myndu þingmennirnir tala í gegnum tölvuskjá. „Þetta væri bara svona eins og Ingvi Hrafn á ÍNN, bara talað í gegnum Skype eða eitthvað þannig, og vera aldrei líkamlega á staðnum. Það er bara ákveðið konsept og mér finnst þetta alveg ógeðslega fyndið af því ég held að þetta sé ekkert bannað með lögum. Þú getur bara verið einhver tölva á borði,“ segir Jón. Eins og áður segir er þó ólíklegt að Sjónvarpsflokkurinn bjóði fram í haust. „Það er aldrei að vita,“ segir Jón samt. „Ef þetta verður orðið eitthvað mjög hallærislegt þarna í haust og við bara komin á lista yfir hallærislegustu þjóðir heims þá gæti maður verið tilneyddur að gera Sjónvarpsflokkinn og eitthvað svona sem talar til fólks.“ Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, grínisti og núverandi ritstjóri innlendrar dagskrár Stöðvar 2, boðaði pólitíska endurkomu sína í viðtali við Svenska Dagbladet í liðinni viku. Sagðist hann ætla að stofna flokk sem hann kallar Sjónvarpsflokkinn og bjóða fram í þingkosningum sem verða í haust. Í samtali við Vísi segir Jón að honum finnist Sjónvarpsflokkurinn mjög sniðug hugmynd. Hins vegar sé ólíklegt að flokkurinn bjóði fram í haust þar sem Jón segist hafa nóg annað að gera en að stofna stjórnmálaflokk og fara í framboð.En myndi þig langa að gera þetta? „Já, þetta væri ógeðslega gaman ef maður hefði tíma en núna er ég bara á kafi í þáttunum um borgarstjórann. Það klárast einhvern tímann í sumar og þá fer ég kannski að spá betur í þetta. Annars er ég nú líka bara svona að segja þetta því mér finnst svo leiðinlegt þegar ég hef ekkert að segja við blaðamenn sem eru að koma erlendis frá. Ég er nefnilega svo meðvirkur þannig að ég vil segja eitthvað sem fólk getur notað. En þetta er eitthvað sem ég gæti alveg gert ef sá gállinn væri á mér, að henda í svona stjórnmálaflokk,“ segir Jón í samtali við Vísi og bætir við að ef hann hefði ekkert að gera myndi hann stofna Sjónvarpsflokkinn. „Það yrði allt eins og í sjónvarpinu, bara aðeins betra.“ Ein af þeim hugmyndum sem Jón viðrar í viðtalinu við Svenska Dagbladet um Sjónvarpsflokkinn er að þingmenn hans myndu aldrei mæta í þingsal heldur myndu þingmennirnir tala í gegnum tölvuskjá. „Þetta væri bara svona eins og Ingvi Hrafn á ÍNN, bara talað í gegnum Skype eða eitthvað þannig, og vera aldrei líkamlega á staðnum. Það er bara ákveðið konsept og mér finnst þetta alveg ógeðslega fyndið af því ég held að þetta sé ekkert bannað með lögum. Þú getur bara verið einhver tölva á borði,“ segir Jón. Eins og áður segir er þó ólíklegt að Sjónvarpsflokkurinn bjóði fram í haust. „Það er aldrei að vita,“ segir Jón samt. „Ef þetta verður orðið eitthvað mjög hallærislegt þarna í haust og við bara komin á lista yfir hallærislegustu þjóðir heims þá gæti maður verið tilneyddur að gera Sjónvarpsflokkinn og eitthvað svona sem talar til fólks.“
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira