Væri „ógeðslega gaman“ að stofna Sjónvarpsflokkinn og bjóða fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2016 12:24 Jón Gnarr Vísir/ernir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, grínisti og núverandi ritstjóri innlendrar dagskrár Stöðvar 2, boðaði pólitíska endurkomu sína í viðtali við Svenska Dagbladet í liðinni viku. Sagðist hann ætla að stofna flokk sem hann kallar Sjónvarpsflokkinn og bjóða fram í þingkosningum sem verða í haust. Í samtali við Vísi segir Jón að honum finnist Sjónvarpsflokkurinn mjög sniðug hugmynd. Hins vegar sé ólíklegt að flokkurinn bjóði fram í haust þar sem Jón segist hafa nóg annað að gera en að stofna stjórnmálaflokk og fara í framboð.En myndi þig langa að gera þetta? „Já, þetta væri ógeðslega gaman ef maður hefði tíma en núna er ég bara á kafi í þáttunum um borgarstjórann. Það klárast einhvern tímann í sumar og þá fer ég kannski að spá betur í þetta. Annars er ég nú líka bara svona að segja þetta því mér finnst svo leiðinlegt þegar ég hef ekkert að segja við blaðamenn sem eru að koma erlendis frá. Ég er nefnilega svo meðvirkur þannig að ég vil segja eitthvað sem fólk getur notað. En þetta er eitthvað sem ég gæti alveg gert ef sá gállinn væri á mér, að henda í svona stjórnmálaflokk,“ segir Jón í samtali við Vísi og bætir við að ef hann hefði ekkert að gera myndi hann stofna Sjónvarpsflokkinn. „Það yrði allt eins og í sjónvarpinu, bara aðeins betra.“ Ein af þeim hugmyndum sem Jón viðrar í viðtalinu við Svenska Dagbladet um Sjónvarpsflokkinn er að þingmenn hans myndu aldrei mæta í þingsal heldur myndu þingmennirnir tala í gegnum tölvuskjá. „Þetta væri bara svona eins og Ingvi Hrafn á ÍNN, bara talað í gegnum Skype eða eitthvað þannig, og vera aldrei líkamlega á staðnum. Það er bara ákveðið konsept og mér finnst þetta alveg ógeðslega fyndið af því ég held að þetta sé ekkert bannað með lögum. Þú getur bara verið einhver tölva á borði,“ segir Jón. Eins og áður segir er þó ólíklegt að Sjónvarpsflokkurinn bjóði fram í haust. „Það er aldrei að vita,“ segir Jón samt. „Ef þetta verður orðið eitthvað mjög hallærislegt þarna í haust og við bara komin á lista yfir hallærislegustu þjóðir heims þá gæti maður verið tilneyddur að gera Sjónvarpsflokkinn og eitthvað svona sem talar til fólks.“ Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, grínisti og núverandi ritstjóri innlendrar dagskrár Stöðvar 2, boðaði pólitíska endurkomu sína í viðtali við Svenska Dagbladet í liðinni viku. Sagðist hann ætla að stofna flokk sem hann kallar Sjónvarpsflokkinn og bjóða fram í þingkosningum sem verða í haust. Í samtali við Vísi segir Jón að honum finnist Sjónvarpsflokkurinn mjög sniðug hugmynd. Hins vegar sé ólíklegt að flokkurinn bjóði fram í haust þar sem Jón segist hafa nóg annað að gera en að stofna stjórnmálaflokk og fara í framboð.En myndi þig langa að gera þetta? „Já, þetta væri ógeðslega gaman ef maður hefði tíma en núna er ég bara á kafi í þáttunum um borgarstjórann. Það klárast einhvern tímann í sumar og þá fer ég kannski að spá betur í þetta. Annars er ég nú líka bara svona að segja þetta því mér finnst svo leiðinlegt þegar ég hef ekkert að segja við blaðamenn sem eru að koma erlendis frá. Ég er nefnilega svo meðvirkur þannig að ég vil segja eitthvað sem fólk getur notað. En þetta er eitthvað sem ég gæti alveg gert ef sá gállinn væri á mér, að henda í svona stjórnmálaflokk,“ segir Jón í samtali við Vísi og bætir við að ef hann hefði ekkert að gera myndi hann stofna Sjónvarpsflokkinn. „Það yrði allt eins og í sjónvarpinu, bara aðeins betra.“ Ein af þeim hugmyndum sem Jón viðrar í viðtalinu við Svenska Dagbladet um Sjónvarpsflokkinn er að þingmenn hans myndu aldrei mæta í þingsal heldur myndu þingmennirnir tala í gegnum tölvuskjá. „Þetta væri bara svona eins og Ingvi Hrafn á ÍNN, bara talað í gegnum Skype eða eitthvað þannig, og vera aldrei líkamlega á staðnum. Það er bara ákveðið konsept og mér finnst þetta alveg ógeðslega fyndið af því ég held að þetta sé ekkert bannað með lögum. Þú getur bara verið einhver tölva á borði,“ segir Jón. Eins og áður segir er þó ólíklegt að Sjónvarpsflokkurinn bjóði fram í haust. „Það er aldrei að vita,“ segir Jón samt. „Ef þetta verður orðið eitthvað mjög hallærislegt þarna í haust og við bara komin á lista yfir hallærislegustu þjóðir heims þá gæti maður verið tilneyddur að gera Sjónvarpsflokkinn og eitthvað svona sem talar til fólks.“
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Sjá meira