Innlent

Sól og blíða í Bláfjöllum

Skíðafæri er með besta móti.
Skíðafæri er með besta móti. vísir/vilhelm
„Þetta er dagurinn til að hætta snemma í vinnunni og koma sér upp í fjall. Veðurspá dagsins er frábær,“ segir á Facebook-síðu Bláfjalla, en skíðafæri þar er með besta móti þessa stundina.

Sól og blíða er í Bláfjöllum sem verða opin frá klukkan 14 til 21 í dag. Spáð er allt að tólf stiga hita og vegna veðurblíðunnar var ákveðið að leggja auka gönguspor.

„Færið er mjög gott, troðinn harðpakkaður snjór en mun mýkjast í sólinni í dag,“ segir á síðu Bláfjalla.

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari leit við í Bjáfjöllum á öðrum tímanum í dag og tók meðfylgjandi ljósmyndir.

Fólk var farið að tínast inn á svæðið strax við opnun.vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×