Innlent

Meðlimum vélhjólaklúbbs vísað frá landinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Cobra er stuðningsklúbbur annars vélhjólaklúbbs, MC Bandidos.
Cobra er stuðningsklúbbur annars vélhjólaklúbbs, MC Bandidos. Vísir/Getty
Þremur meðlimum vélhjólaklúbbsins Cobra, sem er stuðningsklúbbur MC Bandidos, var vísað frá landinu við komuna hingað síðastliðinn fimmtudag, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.  

Mennirnir sögðust vera forseti, varaforseti og ritari  Cobra mótorhjólasamtakanna og komu þeir frá Kaupmannahöfn. Í farangri þeirra fundust merki og fatnaður merkt Cobra.

Lögreglan á Suðurnesjum gerði þeim grein fyrir því að vegna tengsla Cobra við vélhjólaklúbbinn Bandidos sem skilgreind eru  sem skipulögð glæpasamtök, fengju þeir ekki að fara inn í landið. Þeir voru því vistaðir á lögreglustöð á landamærum þar til þeir fóru aftur til síns heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×