Innlent

Fékk ekki að fara í flug vegna dólgsláta

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn var bæði með læti í flugstöðinni og flugvélinni áður en hún tók á loft.
Maðurinn var bæði með læti í flugstöðinni og flugvélinni áður en hún tók á loft. vísir/valli
Farþegi sem var á leið í flug frá Keflavíkurflugvelli til Alicante um helgina fékk ekki að fara í flugið til Spánar vegna ölvunar og óspekta. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að farþeginn hafi fyrst verið með dólgslæti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en síðan inni í flugvélinni áður en hún tók á loft.

 

„Viðkomandi æstist enn frekar við að fá ekki að fara með vélinni svo grípa varð til þess ráðs að flytja hana á lögreglustöð til vistunar þar til af henni bráði,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×