Þér er boðið Birgir Örn Guðjónsson skrifar 27. apríl 2016 13:01 Fréttir síðustu vikna af földu fé á fjarlægum eyjum eru engar fréttir. Þetta er bara staðfesting á því sem við vissum alltaf. Við vissum vel að menn fóru með fullt af peningum úr landi. Við vissum vel að þeir ríku héldu áfram að vera ríkir þrátt fyrir hrun. Við vissum líka alveg að Jón Ásgeir átti fyrir meiru en diet kók. Við vissum að við hin stóðum eftir á klístruðu gólfi eftir að partýið fór úr böndunum. Við vissum að við sátum eftir með reikninginn. Fréttir síðustu vikna eru stóra „sko“ almúgans. Núna getum við loksins sagt „sko, ég vissi það!“. Við getum bent framan í þá sem áttu VIP kort í Panama klúbbinn og sagt að þetta var drullu ljótt af ykkur og þið ættuð að skammast ykkar. Þið voruð þið að svindla og það komst upp um ykkur. Okkur er alveg sama hvort svindlið hafi tekist eða ekki. Þið eruð jafn sek um svindl, svik og pretti gagnvart okkur, sama hvort fjársjóðsfélagið ykkar hafi floppað eða toppað. Heiðarleiki og sanngirni eru margfallt verðmætari en loftbólu-góðæri og matador peningar. Ég er þakklátur fyrir að samfélagið virðist nú gera sér grein fyrir því. Ég vona að samfélagið muni í þetta sinn. Engin lögmannsstofa í Panama getur hjálpað þér að kaupa æru þína og samvisku til baka. Ég er þakklátur fyrir þessa uppljóstrun á þessum tímapunkti. Við erum nefnilega á góðri siglingu inn í sama ruglið og sökkti okkur síðast. Boðsgestum síðasta partýs er aftur boðið og við eigum að bíða spennt eftir brauðmolum á gólfinu og flöskum með botnfylli af diet kók með syndandi sígarettustubbum. „Kannski finnurðu ónotað boðskort og kemst inn“ er blekkingin sem heldur hlífðarskyldi yfir græðgidrifnum kapitalismanum. Heldur okkur frá því að segja „hingað og ekki lengra“. En bestuvinafélagið og Panamaklúbburinn er ekki fyrir okkur. Lets face it. Við erum þjónar þeirra og verndarar, ekki boðsgestir. Ég vil engum illt. Ekki heldur þeim sem hafa gert okkur illt. Þeir ætluðu líka fæstir að gera okkur illt. Ég verð að gefa þeim það. Þeir voru blindaðir af græðgi og gleymdu sér í keppni við jakkafataklædda ofurmennið í næstu þotu. Þeir voru klappaðir upp og hylltir. Þeir notfærðu sér kerfi sem er götótt, gallað og úldið. Það sem ég vil er að fréttir síðustu vikna kenni mönnum eitthvað. Geri okkur að betra samfélagi. Ég vil að við lærum að sumt er ekki þess virði. Góðæri er ekki mælt með einkaþotum og lúxus jeppum. Raunverulegt góðæri er mælt með heiðarleika, náungakærleika og sanngjörnu samfélagi. Það er góðærið sem ég bíð eftir. Í það hafa allir fengið boðskort. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fréttir síðustu vikna af földu fé á fjarlægum eyjum eru engar fréttir. Þetta er bara staðfesting á því sem við vissum alltaf. Við vissum vel að menn fóru með fullt af peningum úr landi. Við vissum vel að þeir ríku héldu áfram að vera ríkir þrátt fyrir hrun. Við vissum líka alveg að Jón Ásgeir átti fyrir meiru en diet kók. Við vissum að við hin stóðum eftir á klístruðu gólfi eftir að partýið fór úr böndunum. Við vissum að við sátum eftir með reikninginn. Fréttir síðustu vikna eru stóra „sko“ almúgans. Núna getum við loksins sagt „sko, ég vissi það!“. Við getum bent framan í þá sem áttu VIP kort í Panama klúbbinn og sagt að þetta var drullu ljótt af ykkur og þið ættuð að skammast ykkar. Þið voruð þið að svindla og það komst upp um ykkur. Okkur er alveg sama hvort svindlið hafi tekist eða ekki. Þið eruð jafn sek um svindl, svik og pretti gagnvart okkur, sama hvort fjársjóðsfélagið ykkar hafi floppað eða toppað. Heiðarleiki og sanngirni eru margfallt verðmætari en loftbólu-góðæri og matador peningar. Ég er þakklátur fyrir að samfélagið virðist nú gera sér grein fyrir því. Ég vona að samfélagið muni í þetta sinn. Engin lögmannsstofa í Panama getur hjálpað þér að kaupa æru þína og samvisku til baka. Ég er þakklátur fyrir þessa uppljóstrun á þessum tímapunkti. Við erum nefnilega á góðri siglingu inn í sama ruglið og sökkti okkur síðast. Boðsgestum síðasta partýs er aftur boðið og við eigum að bíða spennt eftir brauðmolum á gólfinu og flöskum með botnfylli af diet kók með syndandi sígarettustubbum. „Kannski finnurðu ónotað boðskort og kemst inn“ er blekkingin sem heldur hlífðarskyldi yfir græðgidrifnum kapitalismanum. Heldur okkur frá því að segja „hingað og ekki lengra“. En bestuvinafélagið og Panamaklúbburinn er ekki fyrir okkur. Lets face it. Við erum þjónar þeirra og verndarar, ekki boðsgestir. Ég vil engum illt. Ekki heldur þeim sem hafa gert okkur illt. Þeir ætluðu líka fæstir að gera okkur illt. Ég verð að gefa þeim það. Þeir voru blindaðir af græðgi og gleymdu sér í keppni við jakkafataklædda ofurmennið í næstu þotu. Þeir voru klappaðir upp og hylltir. Þeir notfærðu sér kerfi sem er götótt, gallað og úldið. Það sem ég vil er að fréttir síðustu vikna kenni mönnum eitthvað. Geri okkur að betra samfélagi. Ég vil að við lærum að sumt er ekki þess virði. Góðæri er ekki mælt með einkaþotum og lúxus jeppum. Raunverulegt góðæri er mælt með heiðarleika, náungakærleika og sanngjörnu samfélagi. Það er góðærið sem ég bíð eftir. Í það hafa allir fengið boðskort.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun