Hjálpa þunglyndum og kvíðnum unglingum í gegnum líkamsrækt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. apríl 2016 09:45 Strákarnir ætla að aðstoða ungt fólk sem glímir við félagslegan vanda. Vísir/Ernir „Allar rannsóknir benda til þess að aukin líkamsrækt geti stuðlað að andlegri vellíðan. En þrátt fyrir að talað sé um jákvæð tengsl hreyfingar og andlegrar líðan getur verið erfitt fyrir unga manneskju sem glímir við kvíða eða andlega vanlíðan að byrja að stunda hreyfingu. Það getur jafnvel verið erfitt að stíga inn í líkamsræktarstöð.“ Þetta segir Stefán Ólafur Stefánsson, uppeldis- og menntunarfræðingur sem ákveðið hefur að fara af stað með líkamsræktarnámskeið fyrir unglinga sem glíma við andleg veikindi, svosem kvíða, félagsfælni eða þunglyndi. „Pælingin er að skapa umhverfi til þess að mæta þessum krökkum. Við ætlum að nýta okkar reynslu og mæta þeim þar sem þau eru, skoða sérstaklega hvað það er sem er að stoppa þau og hafa tímana á persónulegum grunni.“ Stefán Ólafur telur framtakið mikilvæga viðbót við þá flóru meðferðarúrræða sem í boði eru fyrir þegar kemur að því að meðhöndla andlega veika unglinga. Það getur verið erfitt að stíga fyrsta skrefið í líkamsrækt þó að maður viti að áhrifin verði góð.NordicPhotos/Getty„Ég held það sé klárlega vöntun á þessu úrræði, það er ýmislegt í gangi en þetta er ný nálgun.“Minna tabú að viðurkenna andleg vanheilindi Stefán Ólafur réðst í verkefnið ásamt félaga sínum Sigurði Kristjáni Nikulássyni en þeir félagar eru þrælreyndir og vel menntaðir. Stefán Ólafur er uppeldis- og menntunarfræðingur að mennt sem hefur starfað á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) síðastliðin þrjú ár og Sigurður Kristján er menntaður íþróttafræðingur og einkaþjálfari sem starfar á bráðageðdeild Landspítalans. Geðsjúkdómar og andleg vanheilindi hafa verið mikið í umræðunni síðastliðin ár. Síðasta haust tóku hinir ýmsu sem glímt hafa við þunglyndi eða kvíða að segja opinberlega frá reynslu sinni undir myllumerkinu #égerekkitabú. Sögurnar skiptu hundruðum. „Það eru alltaf fleiri og fleiri að stíga fram,“ segir Stefán sem getur þó ekki sagt til um það hvort sér finnist aukning hafa orðið á þeim sem sækja þjónustu BUGLs. „Sérstaklega ungt fólk. Þetta er minna tabú og svona.“ Stefán og Sigurður eru menntaðir og reyndir eftir að hafa unnið með ungu fólki um langt skeið.Vísir/ErnirHann viðurkennir að auðvelt geti reynst að ná til unglinga sem kljást við félagsfælni og kvíða. „Það getur verið erfitt fyrir okkur að ná til krakkana. En við ætlum að skapa umhverfið þannig að þetta skref verði auðveldara. Það er erfiðara að mæta í ræktina heldur en í lokaðan sal þar sem eru fáir og tillit tekið til þarfa hvers og eins og þar sem skoðað er hvað það er sem er að valda okkur kvíða. Við viljum gera þetta í sameiningu, vinna þetta með krökkunum.“ Námskeiðið hefst á þriðjudaginn næsta, 3. maí, og strákarnir kalla það: „Ekki gefast upp.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar. Enn er opið fyrir skráningar. Stefán Ólafur og Sigurður glíma sjálfir ekki við kvíða og þrátt fyrir að þeir séu að fara inn í nýtt verkefni lætur hann ekki á sér kræla. „Nei, nei. Við erum spenntir, það er alltaf spennandi að byrja eitthvað nýtt. Við hlökkum bara mikið til og ætlum að leggja mikið upp úr því að þetta sé skemmtilegt. Það er ekki hægt að fara og stunda líkamsrækt ef þér finnst hún ekki skemmtileg.“ Strákarnir leggja mikið upp úr því að vinna að betri líðan ungs fólks hér á landi og hafa lagt áherslu á það í sínum störfum hingað til. Unga fólkið er náttúrulega framtíðin, ekki satt? „Já, það er rétt,“ segir Stefán og hlær. „Unga fólkið er framtíðin.“ Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Allar rannsóknir benda til þess að aukin líkamsrækt geti stuðlað að andlegri vellíðan. En þrátt fyrir að talað sé um jákvæð tengsl hreyfingar og andlegrar líðan getur verið erfitt fyrir unga manneskju sem glímir við kvíða eða andlega vanlíðan að byrja að stunda hreyfingu. Það getur jafnvel verið erfitt að stíga inn í líkamsræktarstöð.“ Þetta segir Stefán Ólafur Stefánsson, uppeldis- og menntunarfræðingur sem ákveðið hefur að fara af stað með líkamsræktarnámskeið fyrir unglinga sem glíma við andleg veikindi, svosem kvíða, félagsfælni eða þunglyndi. „Pælingin er að skapa umhverfi til þess að mæta þessum krökkum. Við ætlum að nýta okkar reynslu og mæta þeim þar sem þau eru, skoða sérstaklega hvað það er sem er að stoppa þau og hafa tímana á persónulegum grunni.“ Stefán Ólafur telur framtakið mikilvæga viðbót við þá flóru meðferðarúrræða sem í boði eru fyrir þegar kemur að því að meðhöndla andlega veika unglinga. Það getur verið erfitt að stíga fyrsta skrefið í líkamsrækt þó að maður viti að áhrifin verði góð.NordicPhotos/Getty„Ég held það sé klárlega vöntun á þessu úrræði, það er ýmislegt í gangi en þetta er ný nálgun.“Minna tabú að viðurkenna andleg vanheilindi Stefán Ólafur réðst í verkefnið ásamt félaga sínum Sigurði Kristjáni Nikulássyni en þeir félagar eru þrælreyndir og vel menntaðir. Stefán Ólafur er uppeldis- og menntunarfræðingur að mennt sem hefur starfað á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) síðastliðin þrjú ár og Sigurður Kristján er menntaður íþróttafræðingur og einkaþjálfari sem starfar á bráðageðdeild Landspítalans. Geðsjúkdómar og andleg vanheilindi hafa verið mikið í umræðunni síðastliðin ár. Síðasta haust tóku hinir ýmsu sem glímt hafa við þunglyndi eða kvíða að segja opinberlega frá reynslu sinni undir myllumerkinu #égerekkitabú. Sögurnar skiptu hundruðum. „Það eru alltaf fleiri og fleiri að stíga fram,“ segir Stefán sem getur þó ekki sagt til um það hvort sér finnist aukning hafa orðið á þeim sem sækja þjónustu BUGLs. „Sérstaklega ungt fólk. Þetta er minna tabú og svona.“ Stefán og Sigurður eru menntaðir og reyndir eftir að hafa unnið með ungu fólki um langt skeið.Vísir/ErnirHann viðurkennir að auðvelt geti reynst að ná til unglinga sem kljást við félagsfælni og kvíða. „Það getur verið erfitt fyrir okkur að ná til krakkana. En við ætlum að skapa umhverfið þannig að þetta skref verði auðveldara. Það er erfiðara að mæta í ræktina heldur en í lokaðan sal þar sem eru fáir og tillit tekið til þarfa hvers og eins og þar sem skoðað er hvað það er sem er að valda okkur kvíða. Við viljum gera þetta í sameiningu, vinna þetta með krökkunum.“ Námskeiðið hefst á þriðjudaginn næsta, 3. maí, og strákarnir kalla það: „Ekki gefast upp.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar. Enn er opið fyrir skráningar. Stefán Ólafur og Sigurður glíma sjálfir ekki við kvíða og þrátt fyrir að þeir séu að fara inn í nýtt verkefni lætur hann ekki á sér kræla. „Nei, nei. Við erum spenntir, það er alltaf spennandi að byrja eitthvað nýtt. Við hlökkum bara mikið til og ætlum að leggja mikið upp úr því að þetta sé skemmtilegt. Það er ekki hægt að fara og stunda líkamsrækt ef þér finnst hún ekki skemmtileg.“ Strákarnir leggja mikið upp úr því að vinna að betri líðan ungs fólks hér á landi og hafa lagt áherslu á það í sínum störfum hingað til. Unga fólkið er náttúrulega framtíðin, ekki satt? „Já, það er rétt,“ segir Stefán og hlær. „Unga fólkið er framtíðin.“
Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda