Airbnb og svört atvinnustarfsemi Lárus Lárusson hdl. skrifar 28. apríl 2016 13:00 Annað árið í röð hefur á Alþingi verið lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald í því skyni að reyna að henda reiður á heimagistingu í gegnum airbnb.com. Því miður virðast ekki vera miklar líkur á því að núverandi frumvarp nái í gegnum þingið fyrir sumarið. Í frumvarpinu, sem er nokkuð breytt frá fyrra þingi, er ýmislegt til bóta. Með því er opnaður gluggi fyrir einstaklinga til þess að leigja út aukaherbergi á lögheimili sínu til ferðamanna í 90 daga á ári án þess að þurfa til þess opinber leyfi. Einnig yrði heimilt að leigja út eina aðra fasteign í persónulegum notum, eins og það er orðað, t.d. sumarbústað. Með þessu yrði dregið úr reglubyrði og einstaklingum gert mun auðveldara um vik að leigja gistingu til ferðamanna innan þeirra marka sem fumvarpið kveður á um. Eins og regluverkið er í dag þá er öll gistiþjónusta háð leyfum og er skattskyld atvinnustarfsemi. Í frumvarpinu er reynt að draga skil milli einstaklinga sem vilja hagnýta heimili sitt innan eðlilegra marka sem búbót við tekjur sínar og svo hinna sem stunda gistiþjónustu beinlínis sem atvinnustarfsemi í bága við lög og reglur. Samkvæmt frumvarpinu verða hinir síðarnefndu eftir sem áður skuldbundnir til þess að afla opinberra leyfi fyrir starfsemi sinni og standa skil skatta og gjalda. Það sem frumvarpið gerir hins vegar ekki er að búa til hvata fyrir þá aðila, sem hafa hingað til stundað þessa starfsemi svarta, til þess að breyta þeirri hegðun. Rannsóknir í stórborgum Evrópu benda til þess að einungis þriðjungur gistiþjónustu sem boðin er í deilihagkerfinu svokallaða, t.d. gegnum airbnb.com, er gefinn upp. Þetta á til dæmis við um París sem hefur verið kölluð höfuðborg airbnb og Berlín þrátt fyrir ívilnandi breytingar á reglum þar í borg. Ekki virðist skipta máli hversu algeng eða óalgeng þessi tegund útleigu er því í París er hlutfallið af íbúðum í borginni skráðum á airbnb.com 4% eða með því hæsta sem þekkist á meðan hlutfallið í Berlín er aðeins 0,4%. Við Íslendingar mælumst auðvitað við hæstu mörk eins og þeir í París. Þetta held ég að sýni okkur að þegar öllu er á botninn hvolft eru því miður litlar líkur á því að þetta annars ágæta frumvarp muni skila tilætluðum árangri. Frumvarpið mun nýtast minni aðilunum á meðan hinir munu að öllum líkindum halda ótrauðir áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Annað árið í röð hefur á Alþingi verið lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald í því skyni að reyna að henda reiður á heimagistingu í gegnum airbnb.com. Því miður virðast ekki vera miklar líkur á því að núverandi frumvarp nái í gegnum þingið fyrir sumarið. Í frumvarpinu, sem er nokkuð breytt frá fyrra þingi, er ýmislegt til bóta. Með því er opnaður gluggi fyrir einstaklinga til þess að leigja út aukaherbergi á lögheimili sínu til ferðamanna í 90 daga á ári án þess að þurfa til þess opinber leyfi. Einnig yrði heimilt að leigja út eina aðra fasteign í persónulegum notum, eins og það er orðað, t.d. sumarbústað. Með þessu yrði dregið úr reglubyrði og einstaklingum gert mun auðveldara um vik að leigja gistingu til ferðamanna innan þeirra marka sem fumvarpið kveður á um. Eins og regluverkið er í dag þá er öll gistiþjónusta háð leyfum og er skattskyld atvinnustarfsemi. Í frumvarpinu er reynt að draga skil milli einstaklinga sem vilja hagnýta heimili sitt innan eðlilegra marka sem búbót við tekjur sínar og svo hinna sem stunda gistiþjónustu beinlínis sem atvinnustarfsemi í bága við lög og reglur. Samkvæmt frumvarpinu verða hinir síðarnefndu eftir sem áður skuldbundnir til þess að afla opinberra leyfi fyrir starfsemi sinni og standa skil skatta og gjalda. Það sem frumvarpið gerir hins vegar ekki er að búa til hvata fyrir þá aðila, sem hafa hingað til stundað þessa starfsemi svarta, til þess að breyta þeirri hegðun. Rannsóknir í stórborgum Evrópu benda til þess að einungis þriðjungur gistiþjónustu sem boðin er í deilihagkerfinu svokallaða, t.d. gegnum airbnb.com, er gefinn upp. Þetta á til dæmis við um París sem hefur verið kölluð höfuðborg airbnb og Berlín þrátt fyrir ívilnandi breytingar á reglum þar í borg. Ekki virðist skipta máli hversu algeng eða óalgeng þessi tegund útleigu er því í París er hlutfallið af íbúðum í borginni skráðum á airbnb.com 4% eða með því hæsta sem þekkist á meðan hlutfallið í Berlín er aðeins 0,4%. Við Íslendingar mælumst auðvitað við hæstu mörk eins og þeir í París. Þetta held ég að sýni okkur að þegar öllu er á botninn hvolft eru því miður litlar líkur á því að þetta annars ágæta frumvarp muni skila tilætluðum árangri. Frumvarpið mun nýtast minni aðilunum á meðan hinir munu að öllum líkindum halda ótrauðir áfram.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar