Nauðgaði kærustu kunningja síns: Tveggja ára dómur staðfestur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2016 15:45 Héraðsdómur mat framburð konunnar trúverðugan. vísir/getty Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þegar Andri Karl Elínarson Ásgeirsson var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu á heimili hans í október 2013. Andri bauð konunni og kærasta hennar heim til sín í kjölfar þess að hann hitti parið á skemmtistað en mennirnir tveir voru kunningjar. Þegar heim til hans var komið hafi þau fengið sér bjór, spjallað og horft á sjónvarpsþátt. Konan kvaðst fyrir dómi ekki muna mikið eftir sjónvarpsþættinum því hún hafi verið orðin mjög þreytt og líklega sofnað. Kærastinn hennar og ákærði héldu áfram að spjalla saman en þegar að konan vaknaði vildi kærastinn að þau færu heim. Andri bauð þeim hins vegar að gista og sagði að þau gætu lagt sig í rúmið hans; hann myndi sofa á sófanum. Parið fór því inn í rúm en síðar um nóttina vaknaði konan við það að einhver lá bak við hana og hafði samfarir við hana. Hún sagðist ekki hafa kippt sér upp við þetta í fyrstu né sýnt mótþróa þar sem hún taldi að um kærasta sinn væri að ræða. Síðan hafi hún opnað augun og séð bak kærastans. Þá áttaði hún sig á hvað um var að vera. Kærastinn vaknaði líka og spratt upp en konan kvaðst fyrir dómi hafa farið út úr herberginu. Kærastinn sagði fyrir dómi að hann hafi orðið var við óeðlilegar hreyfingar í rúminu en ekkert séð því niðamyrkur var í herberginu. Hann tók í hönd kærustunnar sinnar og þreifaði frekar fyrir sér í rúminu. Þá áttaði hann sig á því Andri var einnig í rúminu og að hann væri „að taka brotaþola aftan frá“, eins og segir í dómi héraðsdóms frá því í fyrra. Í þeim dómi kom jafnframt fram að framburður konunnar um hvað hafi gerst umrædda nótt sé trúverðugur auk þess sem gögn málsins hafi stutt hann. Hið sama sé hins vegar ekki hægt að segja um framburð Andra sem viðurkenndi við fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hafa haft samfarir við konuna, eða smá „pene“ eins og haft er eftir honum í dómnum. Átti hann þar við „penetration“. Hann breytti svo framburði sínum fyrir dómi og neitaði því að hafa haft samræði við konuna. Dómurinn taldi því rétt að byggja á framburði konunnar og dæmdi Andra í fangelsi í tvö ár, en eins og áður segir hefur Hæstiréttur nú staðfest þann dóm. Tengdar fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga kærustu kunningja síns Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu á heimili hans í október 2013. 5. mars 2015 13:23 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þegar Andri Karl Elínarson Ásgeirsson var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu á heimili hans í október 2013. Andri bauð konunni og kærasta hennar heim til sín í kjölfar þess að hann hitti parið á skemmtistað en mennirnir tveir voru kunningjar. Þegar heim til hans var komið hafi þau fengið sér bjór, spjallað og horft á sjónvarpsþátt. Konan kvaðst fyrir dómi ekki muna mikið eftir sjónvarpsþættinum því hún hafi verið orðin mjög þreytt og líklega sofnað. Kærastinn hennar og ákærði héldu áfram að spjalla saman en þegar að konan vaknaði vildi kærastinn að þau færu heim. Andri bauð þeim hins vegar að gista og sagði að þau gætu lagt sig í rúmið hans; hann myndi sofa á sófanum. Parið fór því inn í rúm en síðar um nóttina vaknaði konan við það að einhver lá bak við hana og hafði samfarir við hana. Hún sagðist ekki hafa kippt sér upp við þetta í fyrstu né sýnt mótþróa þar sem hún taldi að um kærasta sinn væri að ræða. Síðan hafi hún opnað augun og séð bak kærastans. Þá áttaði hún sig á hvað um var að vera. Kærastinn vaknaði líka og spratt upp en konan kvaðst fyrir dómi hafa farið út úr herberginu. Kærastinn sagði fyrir dómi að hann hafi orðið var við óeðlilegar hreyfingar í rúminu en ekkert séð því niðamyrkur var í herberginu. Hann tók í hönd kærustunnar sinnar og þreifaði frekar fyrir sér í rúminu. Þá áttaði hann sig á því Andri var einnig í rúminu og að hann væri „að taka brotaþola aftan frá“, eins og segir í dómi héraðsdóms frá því í fyrra. Í þeim dómi kom jafnframt fram að framburður konunnar um hvað hafi gerst umrædda nótt sé trúverðugur auk þess sem gögn málsins hafi stutt hann. Hið sama sé hins vegar ekki hægt að segja um framburð Andra sem viðurkenndi við fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hafa haft samfarir við konuna, eða smá „pene“ eins og haft er eftir honum í dómnum. Átti hann þar við „penetration“. Hann breytti svo framburði sínum fyrir dómi og neitaði því að hafa haft samræði við konuna. Dómurinn taldi því rétt að byggja á framburði konunnar og dæmdi Andra í fangelsi í tvö ár, en eins og áður segir hefur Hæstiréttur nú staðfest þann dóm.
Tengdar fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga kærustu kunningja síns Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu á heimili hans í október 2013. 5. mars 2015 13:23 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga kærustu kunningja síns Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu á heimili hans í október 2013. 5. mars 2015 13:23