Friðarsérfræðingur segir bókstafstrú Bandaríkjamanna stuðla að átökum Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2016 19:39 Einn áhrifamesti fræðimaður heims í átaka- og friðarfræðum segir lykilatriði að kalla alla þá sem komi að átökum að friðarviðræðum. Ísland geti haft þar hlutverki að gegna með friðarmiðstöð í Reykjavík. Norðmaðurinn Johan Galtung stofnaði fyrstu rannsóknarstofnun heims í friðar- og átakafræðum í Osló árið 1959 og hefur allar götur síðan komið að þeim málum meðal annars með friðarumleitunum í Afganistan. „Það þýðir að maður fer til Afganistan og ræðir við Talibana, al Kaída, við utanríkis- og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og alla málsaðilana,“ segir Galtung. Hægt væri að koma á friði í Afganistan ef menn virtu að landamæri Afganistan og Pakistans klyfu í sundur stærstu þjóð án ríkis í heiminum, Pastúna, sem flestir væru Talibanar. Stórveldi eins og Bandaríkin sniðgangi vissa hópa viljandi eins og ISIS í Sýrlandi. Það eru mikil mistök og þeir gera það viljandi til að sýna andúð sína og árásarhneigð gegn þeim. Ef maður sniðgengur einhvern hugsar viðkomandi: "Jæja, mér er ekki boðið. Þið heyrið frá mér."Og það verður í formi ofbeldis?„Já, nákvæmlega,“ segir Galtung. Bandaríkin beri mesta ábyrgð á átökum í heiminum frá seinni heimsstyrjöld sem hafi og hafi drepið 20 milljónir í 37 löndum samkvæmt nýjustu ransóknum. Þar ráði kristin bókstafstrú Bandaríkjamanna miklu. „Það er baráttan milli guðs og kölska. Líttu á hvernig biblían endar: Harmagedón með lokaorrustunni. Maður á ekki í samræðum við kölska. Maður spyr ekki fyrir hvað hann stendur því það er jú illskan uppmáluð. Bandaríkjamenn trúa á þetta,“ segir Galtung. Bandaríkin séu jafnvel meira trúarríki en Íran því Íranir séu raunsærri. Galtung flytur erindi í Háskóla Íslands í hádeginu á morgun og segir að þótt Ísland sé lítið og herlaust geti það lagt lóð á vogarskál friðar heiminum. Nafn Reykjavíkur sé verðmætt vegna leiðtogafundarins árið 1986. „Fundurinn sjálfur bar ekki árangur sem slíkur en hann stuðlaði með afgerandi hætti að lokum kalda stríðsins. - Komið á fundi í Reykjavík með ríkjum í austri og vestri. Bjóðið Washington, bjóðið Moskvu, bjóðið Kænugarði og Donetsk og þá mun afar áhugaverð staða koma upp,“ segir Johan Galtung. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Einn áhrifamesti fræðimaður heims í átaka- og friðarfræðum segir lykilatriði að kalla alla þá sem komi að átökum að friðarviðræðum. Ísland geti haft þar hlutverki að gegna með friðarmiðstöð í Reykjavík. Norðmaðurinn Johan Galtung stofnaði fyrstu rannsóknarstofnun heims í friðar- og átakafræðum í Osló árið 1959 og hefur allar götur síðan komið að þeim málum meðal annars með friðarumleitunum í Afganistan. „Það þýðir að maður fer til Afganistan og ræðir við Talibana, al Kaída, við utanríkis- og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og alla málsaðilana,“ segir Galtung. Hægt væri að koma á friði í Afganistan ef menn virtu að landamæri Afganistan og Pakistans klyfu í sundur stærstu þjóð án ríkis í heiminum, Pastúna, sem flestir væru Talibanar. Stórveldi eins og Bandaríkin sniðgangi vissa hópa viljandi eins og ISIS í Sýrlandi. Það eru mikil mistök og þeir gera það viljandi til að sýna andúð sína og árásarhneigð gegn þeim. Ef maður sniðgengur einhvern hugsar viðkomandi: "Jæja, mér er ekki boðið. Þið heyrið frá mér."Og það verður í formi ofbeldis?„Já, nákvæmlega,“ segir Galtung. Bandaríkin beri mesta ábyrgð á átökum í heiminum frá seinni heimsstyrjöld sem hafi og hafi drepið 20 milljónir í 37 löndum samkvæmt nýjustu ransóknum. Þar ráði kristin bókstafstrú Bandaríkjamanna miklu. „Það er baráttan milli guðs og kölska. Líttu á hvernig biblían endar: Harmagedón með lokaorrustunni. Maður á ekki í samræðum við kölska. Maður spyr ekki fyrir hvað hann stendur því það er jú illskan uppmáluð. Bandaríkjamenn trúa á þetta,“ segir Galtung. Bandaríkin séu jafnvel meira trúarríki en Íran því Íranir séu raunsærri. Galtung flytur erindi í Háskóla Íslands í hádeginu á morgun og segir að þótt Ísland sé lítið og herlaust geti það lagt lóð á vogarskál friðar heiminum. Nafn Reykjavíkur sé verðmætt vegna leiðtogafundarins árið 1986. „Fundurinn sjálfur bar ekki árangur sem slíkur en hann stuðlaði með afgerandi hætti að lokum kalda stríðsins. - Komið á fundi í Reykjavík með ríkjum í austri og vestri. Bjóðið Washington, bjóðið Moskvu, bjóðið Kænugarði og Donetsk og þá mun afar áhugaverð staða koma upp,“ segir Johan Galtung.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira