Frosti telur nýjar siðareglur RÚV fráleitar Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2016 16:38 Gagnrýni á nýjar siðareglur RÚV kemur úr ýmsum áttum. Björg Eva Erlendsdóttir sakar Illuga Gunnarsson hafa misnotað nýgerðan þjónustusamning til grimmilegra ritskoðunartilburða. Hún ætlar að segja sig úr stjórn RÚV á næsta stjórnarfundi, síðar í þessum mánuði. Þá hefur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tjáð sig um nýjar siðareglur þær sem Vísir greindi frá fyrr í dag.Fréttin hefur vakið verulega athygli og hafa margir gagnrýnt reglurnar og telja að þær standist ekki skoðun.Fáránlegt að reisa tjáningarfrelsi starfsfólks skorður Meðal þeirra er Frosti, sem er athyglisvert í ljósi þess að meðal helstu helstu gagnrýnenda RÚV hafa einmitt verið þingmenn Framsóknarflokksins, svo sem Vigdís Hauksdóttir og Karl Garðarsson sem hafa ekki hikað við að væna starfsmenn þar um hlutdrægni og jafnvel hatur í garð Framsóknarflokksins. En, Frosti telur ákvæði sem hann tiltekur í nýjum siðareglum slæmt og vekur sérstaka athygli á því á Facebooksíðu sinni: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Frosti segir að starfsfólk RÚV eigi að hafa málfrelsi eins og aðrir og í raun sé gott að afstaða þeirra liggi fyrir. „Aðalatriði er að umfjöllun um fréttir og málefni í nafni RÚV sé fagleg, sanngjörn og fyllstu hlutlægni gætt. En það ætti alls ekki að yfirfæra þá kröfu yfir á tjáningu starfsmanna rúv sem gerð er í þeirra eigin nafni.“Sakar ráðherra um grimmilega ritskoðunartilburði Björg Eva Erlendsdóttir hefur greint frá því á sinni Facebooksíðu að hún ætli að segja sig úr stjórn RÚV, á næsta aðalfundi sem haldinn verður síðar í mánuðinum. Þar hefur hún setið um árabil sem fulltrúi VG. Ástæðan er nýundirritaður þjónustusamningur sem hún segir að þrengi mjög að RÚV og geri stofnunninni ekki kleift að sinna lögskipuðu þjónustuhlutverk sínu. Þá heldur er hún mjög afdráttarlaus á Facebooksíðu sinni, þegar hún beinir orðum sínum að siðareglunum: „Menntamálaráðherra hefur misnotað nýgerðan þjónustusamning til að réttlæta eigin ritskoðunartilburði. Það er háalvarlegt. Grimm ritskoðun ríkisstjórnarfulltrúa gagnvart RÚV frekar en efni þjónustusamningsins sjálfs, varð til þess að ég samþykkti hann ekki. Siðareglurnar voru ekki bornar undir stjórn.“ Vísir hefur beint fyrirspurn um þetta efni til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, þá að hugsanlegri aðkomu hans að þessum siðareglum, og svara að vænta. Vert er að geta þess að spurður hafnaði Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri því að Illugi hafi hlutast til um þær. Tengdar fréttir RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Björg Eva Erlendsdóttir sakar Illuga Gunnarsson hafa misnotað nýgerðan þjónustusamning til grimmilegra ritskoðunartilburða. Hún ætlar að segja sig úr stjórn RÚV á næsta stjórnarfundi, síðar í þessum mánuði. Þá hefur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tjáð sig um nýjar siðareglur þær sem Vísir greindi frá fyrr í dag.Fréttin hefur vakið verulega athygli og hafa margir gagnrýnt reglurnar og telja að þær standist ekki skoðun.Fáránlegt að reisa tjáningarfrelsi starfsfólks skorður Meðal þeirra er Frosti, sem er athyglisvert í ljósi þess að meðal helstu helstu gagnrýnenda RÚV hafa einmitt verið þingmenn Framsóknarflokksins, svo sem Vigdís Hauksdóttir og Karl Garðarsson sem hafa ekki hikað við að væna starfsmenn þar um hlutdrægni og jafnvel hatur í garð Framsóknarflokksins. En, Frosti telur ákvæði sem hann tiltekur í nýjum siðareglum slæmt og vekur sérstaka athygli á því á Facebooksíðu sinni: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Frosti segir að starfsfólk RÚV eigi að hafa málfrelsi eins og aðrir og í raun sé gott að afstaða þeirra liggi fyrir. „Aðalatriði er að umfjöllun um fréttir og málefni í nafni RÚV sé fagleg, sanngjörn og fyllstu hlutlægni gætt. En það ætti alls ekki að yfirfæra þá kröfu yfir á tjáningu starfsmanna rúv sem gerð er í þeirra eigin nafni.“Sakar ráðherra um grimmilega ritskoðunartilburði Björg Eva Erlendsdóttir hefur greint frá því á sinni Facebooksíðu að hún ætli að segja sig úr stjórn RÚV, á næsta aðalfundi sem haldinn verður síðar í mánuðinum. Þar hefur hún setið um árabil sem fulltrúi VG. Ástæðan er nýundirritaður þjónustusamningur sem hún segir að þrengi mjög að RÚV og geri stofnunninni ekki kleift að sinna lögskipuðu þjónustuhlutverk sínu. Þá heldur er hún mjög afdráttarlaus á Facebooksíðu sinni, þegar hún beinir orðum sínum að siðareglunum: „Menntamálaráðherra hefur misnotað nýgerðan þjónustusamning til að réttlæta eigin ritskoðunartilburði. Það er háalvarlegt. Grimm ritskoðun ríkisstjórnarfulltrúa gagnvart RÚV frekar en efni þjónustusamningsins sjálfs, varð til þess að ég samþykkti hann ekki. Siðareglurnar voru ekki bornar undir stjórn.“ Vísir hefur beint fyrirspurn um þetta efni til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, þá að hugsanlegri aðkomu hans að þessum siðareglum, og svara að vænta. Vert er að geta þess að spurður hafnaði Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri því að Illugi hafi hlutast til um þær.
Tengdar fréttir RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05