Frosti telur nýjar siðareglur RÚV fráleitar Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2016 16:38 Gagnrýni á nýjar siðareglur RÚV kemur úr ýmsum áttum. Björg Eva Erlendsdóttir sakar Illuga Gunnarsson hafa misnotað nýgerðan þjónustusamning til grimmilegra ritskoðunartilburða. Hún ætlar að segja sig úr stjórn RÚV á næsta stjórnarfundi, síðar í þessum mánuði. Þá hefur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tjáð sig um nýjar siðareglur þær sem Vísir greindi frá fyrr í dag.Fréttin hefur vakið verulega athygli og hafa margir gagnrýnt reglurnar og telja að þær standist ekki skoðun.Fáránlegt að reisa tjáningarfrelsi starfsfólks skorður Meðal þeirra er Frosti, sem er athyglisvert í ljósi þess að meðal helstu helstu gagnrýnenda RÚV hafa einmitt verið þingmenn Framsóknarflokksins, svo sem Vigdís Hauksdóttir og Karl Garðarsson sem hafa ekki hikað við að væna starfsmenn þar um hlutdrægni og jafnvel hatur í garð Framsóknarflokksins. En, Frosti telur ákvæði sem hann tiltekur í nýjum siðareglum slæmt og vekur sérstaka athygli á því á Facebooksíðu sinni: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Frosti segir að starfsfólk RÚV eigi að hafa málfrelsi eins og aðrir og í raun sé gott að afstaða þeirra liggi fyrir. „Aðalatriði er að umfjöllun um fréttir og málefni í nafni RÚV sé fagleg, sanngjörn og fyllstu hlutlægni gætt. En það ætti alls ekki að yfirfæra þá kröfu yfir á tjáningu starfsmanna rúv sem gerð er í þeirra eigin nafni.“Sakar ráðherra um grimmilega ritskoðunartilburði Björg Eva Erlendsdóttir hefur greint frá því á sinni Facebooksíðu að hún ætli að segja sig úr stjórn RÚV, á næsta aðalfundi sem haldinn verður síðar í mánuðinum. Þar hefur hún setið um árabil sem fulltrúi VG. Ástæðan er nýundirritaður þjónustusamningur sem hún segir að þrengi mjög að RÚV og geri stofnunninni ekki kleift að sinna lögskipuðu þjónustuhlutverk sínu. Þá heldur er hún mjög afdráttarlaus á Facebooksíðu sinni, þegar hún beinir orðum sínum að siðareglunum: „Menntamálaráðherra hefur misnotað nýgerðan þjónustusamning til að réttlæta eigin ritskoðunartilburði. Það er háalvarlegt. Grimm ritskoðun ríkisstjórnarfulltrúa gagnvart RÚV frekar en efni þjónustusamningsins sjálfs, varð til þess að ég samþykkti hann ekki. Siðareglurnar voru ekki bornar undir stjórn.“ Vísir hefur beint fyrirspurn um þetta efni til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, þá að hugsanlegri aðkomu hans að þessum siðareglum, og svara að vænta. Vert er að geta þess að spurður hafnaði Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri því að Illugi hafi hlutast til um þær. Tengdar fréttir RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Björg Eva Erlendsdóttir sakar Illuga Gunnarsson hafa misnotað nýgerðan þjónustusamning til grimmilegra ritskoðunartilburða. Hún ætlar að segja sig úr stjórn RÚV á næsta stjórnarfundi, síðar í þessum mánuði. Þá hefur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tjáð sig um nýjar siðareglur þær sem Vísir greindi frá fyrr í dag.Fréttin hefur vakið verulega athygli og hafa margir gagnrýnt reglurnar og telja að þær standist ekki skoðun.Fáránlegt að reisa tjáningarfrelsi starfsfólks skorður Meðal þeirra er Frosti, sem er athyglisvert í ljósi þess að meðal helstu helstu gagnrýnenda RÚV hafa einmitt verið þingmenn Framsóknarflokksins, svo sem Vigdís Hauksdóttir og Karl Garðarsson sem hafa ekki hikað við að væna starfsmenn þar um hlutdrægni og jafnvel hatur í garð Framsóknarflokksins. En, Frosti telur ákvæði sem hann tiltekur í nýjum siðareglum slæmt og vekur sérstaka athygli á því á Facebooksíðu sinni: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Frosti segir að starfsfólk RÚV eigi að hafa málfrelsi eins og aðrir og í raun sé gott að afstaða þeirra liggi fyrir. „Aðalatriði er að umfjöllun um fréttir og málefni í nafni RÚV sé fagleg, sanngjörn og fyllstu hlutlægni gætt. En það ætti alls ekki að yfirfæra þá kröfu yfir á tjáningu starfsmanna rúv sem gerð er í þeirra eigin nafni.“Sakar ráðherra um grimmilega ritskoðunartilburði Björg Eva Erlendsdóttir hefur greint frá því á sinni Facebooksíðu að hún ætli að segja sig úr stjórn RÚV, á næsta aðalfundi sem haldinn verður síðar í mánuðinum. Þar hefur hún setið um árabil sem fulltrúi VG. Ástæðan er nýundirritaður þjónustusamningur sem hún segir að þrengi mjög að RÚV og geri stofnunninni ekki kleift að sinna lögskipuðu þjónustuhlutverk sínu. Þá heldur er hún mjög afdráttarlaus á Facebooksíðu sinni, þegar hún beinir orðum sínum að siðareglunum: „Menntamálaráðherra hefur misnotað nýgerðan þjónustusamning til að réttlæta eigin ritskoðunartilburði. Það er háalvarlegt. Grimm ritskoðun ríkisstjórnarfulltrúa gagnvart RÚV frekar en efni þjónustusamningsins sjálfs, varð til þess að ég samþykkti hann ekki. Siðareglurnar voru ekki bornar undir stjórn.“ Vísir hefur beint fyrirspurn um þetta efni til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, þá að hugsanlegri aðkomu hans að þessum siðareglum, og svara að vænta. Vert er að geta þess að spurður hafnaði Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri því að Illugi hafi hlutast til um þær.
Tengdar fréttir RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05