Frosti telur nýjar siðareglur RÚV fráleitar Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2016 16:38 Gagnrýni á nýjar siðareglur RÚV kemur úr ýmsum áttum. Björg Eva Erlendsdóttir sakar Illuga Gunnarsson hafa misnotað nýgerðan þjónustusamning til grimmilegra ritskoðunartilburða. Hún ætlar að segja sig úr stjórn RÚV á næsta stjórnarfundi, síðar í þessum mánuði. Þá hefur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tjáð sig um nýjar siðareglur þær sem Vísir greindi frá fyrr í dag.Fréttin hefur vakið verulega athygli og hafa margir gagnrýnt reglurnar og telja að þær standist ekki skoðun.Fáránlegt að reisa tjáningarfrelsi starfsfólks skorður Meðal þeirra er Frosti, sem er athyglisvert í ljósi þess að meðal helstu helstu gagnrýnenda RÚV hafa einmitt verið þingmenn Framsóknarflokksins, svo sem Vigdís Hauksdóttir og Karl Garðarsson sem hafa ekki hikað við að væna starfsmenn þar um hlutdrægni og jafnvel hatur í garð Framsóknarflokksins. En, Frosti telur ákvæði sem hann tiltekur í nýjum siðareglum slæmt og vekur sérstaka athygli á því á Facebooksíðu sinni: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Frosti segir að starfsfólk RÚV eigi að hafa málfrelsi eins og aðrir og í raun sé gott að afstaða þeirra liggi fyrir. „Aðalatriði er að umfjöllun um fréttir og málefni í nafni RÚV sé fagleg, sanngjörn og fyllstu hlutlægni gætt. En það ætti alls ekki að yfirfæra þá kröfu yfir á tjáningu starfsmanna rúv sem gerð er í þeirra eigin nafni.“Sakar ráðherra um grimmilega ritskoðunartilburði Björg Eva Erlendsdóttir hefur greint frá því á sinni Facebooksíðu að hún ætli að segja sig úr stjórn RÚV, á næsta aðalfundi sem haldinn verður síðar í mánuðinum. Þar hefur hún setið um árabil sem fulltrúi VG. Ástæðan er nýundirritaður þjónustusamningur sem hún segir að þrengi mjög að RÚV og geri stofnunninni ekki kleift að sinna lögskipuðu þjónustuhlutverk sínu. Þá heldur er hún mjög afdráttarlaus á Facebooksíðu sinni, þegar hún beinir orðum sínum að siðareglunum: „Menntamálaráðherra hefur misnotað nýgerðan þjónustusamning til að réttlæta eigin ritskoðunartilburði. Það er háalvarlegt. Grimm ritskoðun ríkisstjórnarfulltrúa gagnvart RÚV frekar en efni þjónustusamningsins sjálfs, varð til þess að ég samþykkti hann ekki. Siðareglurnar voru ekki bornar undir stjórn.“ Vísir hefur beint fyrirspurn um þetta efni til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, þá að hugsanlegri aðkomu hans að þessum siðareglum, og svara að vænta. Vert er að geta þess að spurður hafnaði Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri því að Illugi hafi hlutast til um þær. Tengdar fréttir RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Björg Eva Erlendsdóttir sakar Illuga Gunnarsson hafa misnotað nýgerðan þjónustusamning til grimmilegra ritskoðunartilburða. Hún ætlar að segja sig úr stjórn RÚV á næsta stjórnarfundi, síðar í þessum mánuði. Þá hefur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tjáð sig um nýjar siðareglur þær sem Vísir greindi frá fyrr í dag.Fréttin hefur vakið verulega athygli og hafa margir gagnrýnt reglurnar og telja að þær standist ekki skoðun.Fáránlegt að reisa tjáningarfrelsi starfsfólks skorður Meðal þeirra er Frosti, sem er athyglisvert í ljósi þess að meðal helstu helstu gagnrýnenda RÚV hafa einmitt verið þingmenn Framsóknarflokksins, svo sem Vigdís Hauksdóttir og Karl Garðarsson sem hafa ekki hikað við að væna starfsmenn þar um hlutdrægni og jafnvel hatur í garð Framsóknarflokksins. En, Frosti telur ákvæði sem hann tiltekur í nýjum siðareglum slæmt og vekur sérstaka athygli á því á Facebooksíðu sinni: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Frosti segir að starfsfólk RÚV eigi að hafa málfrelsi eins og aðrir og í raun sé gott að afstaða þeirra liggi fyrir. „Aðalatriði er að umfjöllun um fréttir og málefni í nafni RÚV sé fagleg, sanngjörn og fyllstu hlutlægni gætt. En það ætti alls ekki að yfirfæra þá kröfu yfir á tjáningu starfsmanna rúv sem gerð er í þeirra eigin nafni.“Sakar ráðherra um grimmilega ritskoðunartilburði Björg Eva Erlendsdóttir hefur greint frá því á sinni Facebooksíðu að hún ætli að segja sig úr stjórn RÚV, á næsta aðalfundi sem haldinn verður síðar í mánuðinum. Þar hefur hún setið um árabil sem fulltrúi VG. Ástæðan er nýundirritaður þjónustusamningur sem hún segir að þrengi mjög að RÚV og geri stofnunninni ekki kleift að sinna lögskipuðu þjónustuhlutverk sínu. Þá heldur er hún mjög afdráttarlaus á Facebooksíðu sinni, þegar hún beinir orðum sínum að siðareglunum: „Menntamálaráðherra hefur misnotað nýgerðan þjónustusamning til að réttlæta eigin ritskoðunartilburði. Það er háalvarlegt. Grimm ritskoðun ríkisstjórnarfulltrúa gagnvart RÚV frekar en efni þjónustusamningsins sjálfs, varð til þess að ég samþykkti hann ekki. Siðareglurnar voru ekki bornar undir stjórn.“ Vísir hefur beint fyrirspurn um þetta efni til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, þá að hugsanlegri aðkomu hans að þessum siðareglum, og svara að vænta. Vert er að geta þess að spurður hafnaði Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri því að Illugi hafi hlutast til um þær.
Tengdar fréttir RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05