Forsætisráðherra segir erfitt fyrir eignafólk að vera umtalað í samfélaginu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2016 16:43 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson í forsætisráðuneytinu þegar sá síðarnefndi tók við lyklavöldunum þar í liðinni viku. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir að þeir sem eigi fjármuni hér á landi séu mjög á milli tannanna á fólki og það geti stundum verið erfitt. Oft sé það jafnframt gagnrýnivert á Íslandi að eiga peninga en forsætisráðherra lét þessi orð falla í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingi í dag. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherra út í orð sem hann lét falla í viðtali í fréttum Stöðvar 2 þegar hann var spurður út í það hvort eðlilegt væri að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefði tengsl við aflandsfélag á Tortóla. Svaraði Sigurður Ingi því þá til að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi.Sagði Sigurður Ingi á þingi í dag að þegar hann hefði látið þess orð falla hafi hann ekki verið í „formlegu viðtali“ og þá verði ummælin að skoðast í því ljósi að hann hafi verið að tala um samfélagið. „Þeir sem eiga fjármuni hafa alltaf, í mjög langan tíma, verið mjög á milli tannanna á fólki. Það er einfaldlega það sem ég átti við. Það getur stundum verið erfitt. Það er oft gagnrýnivert á Íslandi. Það er einfaldlega þannig,“ sagði Sigurður Ingi. Þá svaraði hann ekki spurningu Ólínu er sneri að því hvort að hann ætlaði að standa fyrir einhverri vinnu til þess að leiða fram sannleikann í þeim málum er varða tengsl Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við aflandsfélög, en nöfn þeirra voru í Panama-skjölunum eins og kunnugt er. „Ég tel að þeir háttvirtu þingmenn og hæstvirtu ráðherrar sem háttvirtur þingmaður vísaði til hafi gert nokkuð skýra grein fyrir sínum málum. Mér finnst aðalverkefnið hér og nú að skoða heildarmyndina og að við viðurkennum hreinlega fyrir sjálfum okkur að það að í einu félagi í gegnum einn banka í gagnaleka úr einni lögmannsstofu í Suður-Ameríku skuli leynast gögn um allt að 800 fyrirtæki á Íslandi, það sé verkefnið sem við þurfum að velta fyrir okkur, það þurfi að rannsaka,“ sagði Sigurður Ingi. Tengdar fréttir Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Forsætisráðherra segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki Sigurður Ingi Jóhannsson sat fyrir svörum á þingi í dag. 12. apríl 2016 15:08 Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir að þeir sem eigi fjármuni hér á landi séu mjög á milli tannanna á fólki og það geti stundum verið erfitt. Oft sé það jafnframt gagnrýnivert á Íslandi að eiga peninga en forsætisráðherra lét þessi orð falla í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingi í dag. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherra út í orð sem hann lét falla í viðtali í fréttum Stöðvar 2 þegar hann var spurður út í það hvort eðlilegt væri að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefði tengsl við aflandsfélag á Tortóla. Svaraði Sigurður Ingi því þá til að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi.Sagði Sigurður Ingi á þingi í dag að þegar hann hefði látið þess orð falla hafi hann ekki verið í „formlegu viðtali“ og þá verði ummælin að skoðast í því ljósi að hann hafi verið að tala um samfélagið. „Þeir sem eiga fjármuni hafa alltaf, í mjög langan tíma, verið mjög á milli tannanna á fólki. Það er einfaldlega það sem ég átti við. Það getur stundum verið erfitt. Það er oft gagnrýnivert á Íslandi. Það er einfaldlega þannig,“ sagði Sigurður Ingi. Þá svaraði hann ekki spurningu Ólínu er sneri að því hvort að hann ætlaði að standa fyrir einhverri vinnu til þess að leiða fram sannleikann í þeim málum er varða tengsl Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við aflandsfélög, en nöfn þeirra voru í Panama-skjölunum eins og kunnugt er. „Ég tel að þeir háttvirtu þingmenn og hæstvirtu ráðherrar sem háttvirtur þingmaður vísaði til hafi gert nokkuð skýra grein fyrir sínum málum. Mér finnst aðalverkefnið hér og nú að skoða heildarmyndina og að við viðurkennum hreinlega fyrir sjálfum okkur að það að í einu félagi í gegnum einn banka í gagnaleka úr einni lögmannsstofu í Suður-Ameríku skuli leynast gögn um allt að 800 fyrirtæki á Íslandi, það sé verkefnið sem við þurfum að velta fyrir okkur, það þurfi að rannsaka,“ sagði Sigurður Ingi.
Tengdar fréttir Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Forsætisráðherra segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki Sigurður Ingi Jóhannsson sat fyrir svörum á þingi í dag. 12. apríl 2016 15:08 Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17
Forsætisráðherra segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki Sigurður Ingi Jóhannsson sat fyrir svörum á þingi í dag. 12. apríl 2016 15:08
Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29