Forsætisráðuneytið hættir afskiptum útliti húsa á Hafnartorgi Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2016 19:40 Ríkið mun einbeita sér að byggingu húsnæðis fyrir ráðuneyti á lóð sem það á við Skúlagötu og láta af afskiptum að útliti húsa á Hafnartorgi. Verktaki húsanna á Hafnartorgi segir að hugmyndir fyrrverandi forsætisráðherra um byggingar á torginu hafi ekki verið raunhæfar. Fyrrverandi forsætisráðherra hafði miklar skoðanir á því hvernig húsin sem rísa munu upp úr grunninum á Hafnartorgi ættu að líta út. En eftir að hann er farinn úr forsætisráðuneytinu mun ráðuneytið ekki hafa frekari afskipti af málinu. „Þetta voru áhugamál forsætisráðherra og við vorum alveg tilbúin til að hlusta á hans hugmyndir og þær hafa komið fram. Boltinn hefur legið hjá þeim samt sem áður. Í ljósi þess að hann er farinn í burtu er þessu sjálfhætt sýnist mér,“ segir Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags sem byggir húsin á lóðinni. Félagið hafi fengið byggingarleyfið í hendur frá borginni í síðustu viku og byrjað verði að slá upp bornplötu eftir um hálfan mánuð. Byggingarnar sjö muni rísa innan 19 mánaða. Þær hugmyndir sem forsætisráðuneytið hafi lagt fram um útlit húsanna hafi ekki verið raunhæfar. „Ekki nákvælega eins og þær voru lagðar fram. En það reyndi aldrei á hvort hægt væri að fara einhverja málamiðlun. Við vorum alltaf tilbúnir að skoða alla möguleika og alltaf lýst því yfir. En eins og þeir lögðu þetta fram var þetta kannski svolítið langt gengið miðað við það semv ið höfum í höndunum í dag,“ segir Gísli Steinar. Regin hefur keypt allar jarðhæðir húsanna og þar á bæ segja menn eftirspurnina eftir verslunar- og þjónustuhúsnæði mjög mikla bæði innanlands- og utanlands frá þótt ekki sé gefið upp hvort Hennes og Mauritz (H&M) séu meðal áhugasamra aðila. Stefán Thors húsameistari ríkisins segir ríkið nú horfa til stórrar lóðar sem ríkið hefur átt áratugum saman við Skúlagötu og ætluð hefur verið undir stjórnarráðsbyggingar. „Það verður væntanlega auglýst og þá sjáum við hver niðurstaðan verður. Einn kosturinn er sá að byggja bara nýtt hús á stjórnarráðsreitnum.“Þá náttúrlega fyrir mörg ráðuneyti? „Fyrst og fremst forsætisráðuneytið en síðan eru eitt eða tvö önnur sem kæmu þar í framhaldinu,“ segir húsameistari ríkisins. Hafnartorgið sé hins vegar út úr myndinni. „Það var ákveðinn áhugi hjá forsætisráðherra að fara þarna niðureftir og hafa áhrif á útlitið. Eins og hefur komið fram var ekki grundvöllur til slíkra saminga þannig að það á bara ekki við lengur,“ segir Stefán Thors. Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Segir ríkið bera kostnaðinn af hafnargarðsflutningum Landsstólpar segja það ekki rétt að fyrirtækið muni bera kostnað af hafnargarðsflutningum líkt og kom fram í máli umhverfis- og auðlindaráðherra á þingi. 18. febrúar 2016 19:15 Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Ríkið mun einbeita sér að byggingu húsnæðis fyrir ráðuneyti á lóð sem það á við Skúlagötu og láta af afskiptum að útliti húsa á Hafnartorgi. Verktaki húsanna á Hafnartorgi segir að hugmyndir fyrrverandi forsætisráðherra um byggingar á torginu hafi ekki verið raunhæfar. Fyrrverandi forsætisráðherra hafði miklar skoðanir á því hvernig húsin sem rísa munu upp úr grunninum á Hafnartorgi ættu að líta út. En eftir að hann er farinn úr forsætisráðuneytinu mun ráðuneytið ekki hafa frekari afskipti af málinu. „Þetta voru áhugamál forsætisráðherra og við vorum alveg tilbúin til að hlusta á hans hugmyndir og þær hafa komið fram. Boltinn hefur legið hjá þeim samt sem áður. Í ljósi þess að hann er farinn í burtu er þessu sjálfhætt sýnist mér,“ segir Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags sem byggir húsin á lóðinni. Félagið hafi fengið byggingarleyfið í hendur frá borginni í síðustu viku og byrjað verði að slá upp bornplötu eftir um hálfan mánuð. Byggingarnar sjö muni rísa innan 19 mánaða. Þær hugmyndir sem forsætisráðuneytið hafi lagt fram um útlit húsanna hafi ekki verið raunhæfar. „Ekki nákvælega eins og þær voru lagðar fram. En það reyndi aldrei á hvort hægt væri að fara einhverja málamiðlun. Við vorum alltaf tilbúnir að skoða alla möguleika og alltaf lýst því yfir. En eins og þeir lögðu þetta fram var þetta kannski svolítið langt gengið miðað við það semv ið höfum í höndunum í dag,“ segir Gísli Steinar. Regin hefur keypt allar jarðhæðir húsanna og þar á bæ segja menn eftirspurnina eftir verslunar- og þjónustuhúsnæði mjög mikla bæði innanlands- og utanlands frá þótt ekki sé gefið upp hvort Hennes og Mauritz (H&M) séu meðal áhugasamra aðila. Stefán Thors húsameistari ríkisins segir ríkið nú horfa til stórrar lóðar sem ríkið hefur átt áratugum saman við Skúlagötu og ætluð hefur verið undir stjórnarráðsbyggingar. „Það verður væntanlega auglýst og þá sjáum við hver niðurstaðan verður. Einn kosturinn er sá að byggja bara nýtt hús á stjórnarráðsreitnum.“Þá náttúrlega fyrir mörg ráðuneyti? „Fyrst og fremst forsætisráðuneytið en síðan eru eitt eða tvö önnur sem kæmu þar í framhaldinu,“ segir húsameistari ríkisins. Hafnartorgið sé hins vegar út úr myndinni. „Það var ákveðinn áhugi hjá forsætisráðherra að fara þarna niðureftir og hafa áhrif á útlitið. Eins og hefur komið fram var ekki grundvöllur til slíkra saminga þannig að það á bara ekki við lengur,“ segir Stefán Thors.
Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Segir ríkið bera kostnaðinn af hafnargarðsflutningum Landsstólpar segja það ekki rétt að fyrirtækið muni bera kostnað af hafnargarðsflutningum líkt og kom fram í máli umhverfis- og auðlindaráðherra á þingi. 18. febrúar 2016 19:15 Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48
Segir ríkið bera kostnaðinn af hafnargarðsflutningum Landsstólpar segja það ekki rétt að fyrirtækið muni bera kostnað af hafnargarðsflutningum líkt og kom fram í máli umhverfis- og auðlindaráðherra á þingi. 18. febrúar 2016 19:15
Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02