Forsætisráðuneytið hættir afskiptum útliti húsa á Hafnartorgi Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2016 19:40 Ríkið mun einbeita sér að byggingu húsnæðis fyrir ráðuneyti á lóð sem það á við Skúlagötu og láta af afskiptum að útliti húsa á Hafnartorgi. Verktaki húsanna á Hafnartorgi segir að hugmyndir fyrrverandi forsætisráðherra um byggingar á torginu hafi ekki verið raunhæfar. Fyrrverandi forsætisráðherra hafði miklar skoðanir á því hvernig húsin sem rísa munu upp úr grunninum á Hafnartorgi ættu að líta út. En eftir að hann er farinn úr forsætisráðuneytinu mun ráðuneytið ekki hafa frekari afskipti af málinu. „Þetta voru áhugamál forsætisráðherra og við vorum alveg tilbúin til að hlusta á hans hugmyndir og þær hafa komið fram. Boltinn hefur legið hjá þeim samt sem áður. Í ljósi þess að hann er farinn í burtu er þessu sjálfhætt sýnist mér,“ segir Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags sem byggir húsin á lóðinni. Félagið hafi fengið byggingarleyfið í hendur frá borginni í síðustu viku og byrjað verði að slá upp bornplötu eftir um hálfan mánuð. Byggingarnar sjö muni rísa innan 19 mánaða. Þær hugmyndir sem forsætisráðuneytið hafi lagt fram um útlit húsanna hafi ekki verið raunhæfar. „Ekki nákvælega eins og þær voru lagðar fram. En það reyndi aldrei á hvort hægt væri að fara einhverja málamiðlun. Við vorum alltaf tilbúnir að skoða alla möguleika og alltaf lýst því yfir. En eins og þeir lögðu þetta fram var þetta kannski svolítið langt gengið miðað við það semv ið höfum í höndunum í dag,“ segir Gísli Steinar. Regin hefur keypt allar jarðhæðir húsanna og þar á bæ segja menn eftirspurnina eftir verslunar- og þjónustuhúsnæði mjög mikla bæði innanlands- og utanlands frá þótt ekki sé gefið upp hvort Hennes og Mauritz (H&M) séu meðal áhugasamra aðila. Stefán Thors húsameistari ríkisins segir ríkið nú horfa til stórrar lóðar sem ríkið hefur átt áratugum saman við Skúlagötu og ætluð hefur verið undir stjórnarráðsbyggingar. „Það verður væntanlega auglýst og þá sjáum við hver niðurstaðan verður. Einn kosturinn er sá að byggja bara nýtt hús á stjórnarráðsreitnum.“Þá náttúrlega fyrir mörg ráðuneyti? „Fyrst og fremst forsætisráðuneytið en síðan eru eitt eða tvö önnur sem kæmu þar í framhaldinu,“ segir húsameistari ríkisins. Hafnartorgið sé hins vegar út úr myndinni. „Það var ákveðinn áhugi hjá forsætisráðherra að fara þarna niðureftir og hafa áhrif á útlitið. Eins og hefur komið fram var ekki grundvöllur til slíkra saminga þannig að það á bara ekki við lengur,“ segir Stefán Thors. Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Segir ríkið bera kostnaðinn af hafnargarðsflutningum Landsstólpar segja það ekki rétt að fyrirtækið muni bera kostnað af hafnargarðsflutningum líkt og kom fram í máli umhverfis- og auðlindaráðherra á þingi. 18. febrúar 2016 19:15 Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Ríkið mun einbeita sér að byggingu húsnæðis fyrir ráðuneyti á lóð sem það á við Skúlagötu og láta af afskiptum að útliti húsa á Hafnartorgi. Verktaki húsanna á Hafnartorgi segir að hugmyndir fyrrverandi forsætisráðherra um byggingar á torginu hafi ekki verið raunhæfar. Fyrrverandi forsætisráðherra hafði miklar skoðanir á því hvernig húsin sem rísa munu upp úr grunninum á Hafnartorgi ættu að líta út. En eftir að hann er farinn úr forsætisráðuneytinu mun ráðuneytið ekki hafa frekari afskipti af málinu. „Þetta voru áhugamál forsætisráðherra og við vorum alveg tilbúin til að hlusta á hans hugmyndir og þær hafa komið fram. Boltinn hefur legið hjá þeim samt sem áður. Í ljósi þess að hann er farinn í burtu er þessu sjálfhætt sýnist mér,“ segir Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags sem byggir húsin á lóðinni. Félagið hafi fengið byggingarleyfið í hendur frá borginni í síðustu viku og byrjað verði að slá upp bornplötu eftir um hálfan mánuð. Byggingarnar sjö muni rísa innan 19 mánaða. Þær hugmyndir sem forsætisráðuneytið hafi lagt fram um útlit húsanna hafi ekki verið raunhæfar. „Ekki nákvælega eins og þær voru lagðar fram. En það reyndi aldrei á hvort hægt væri að fara einhverja málamiðlun. Við vorum alltaf tilbúnir að skoða alla möguleika og alltaf lýst því yfir. En eins og þeir lögðu þetta fram var þetta kannski svolítið langt gengið miðað við það semv ið höfum í höndunum í dag,“ segir Gísli Steinar. Regin hefur keypt allar jarðhæðir húsanna og þar á bæ segja menn eftirspurnina eftir verslunar- og þjónustuhúsnæði mjög mikla bæði innanlands- og utanlands frá þótt ekki sé gefið upp hvort Hennes og Mauritz (H&M) séu meðal áhugasamra aðila. Stefán Thors húsameistari ríkisins segir ríkið nú horfa til stórrar lóðar sem ríkið hefur átt áratugum saman við Skúlagötu og ætluð hefur verið undir stjórnarráðsbyggingar. „Það verður væntanlega auglýst og þá sjáum við hver niðurstaðan verður. Einn kosturinn er sá að byggja bara nýtt hús á stjórnarráðsreitnum.“Þá náttúrlega fyrir mörg ráðuneyti? „Fyrst og fremst forsætisráðuneytið en síðan eru eitt eða tvö önnur sem kæmu þar í framhaldinu,“ segir húsameistari ríkisins. Hafnartorgið sé hins vegar út úr myndinni. „Það var ákveðinn áhugi hjá forsætisráðherra að fara þarna niðureftir og hafa áhrif á útlitið. Eins og hefur komið fram var ekki grundvöllur til slíkra saminga þannig að það á bara ekki við lengur,“ segir Stefán Thors.
Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Segir ríkið bera kostnaðinn af hafnargarðsflutningum Landsstólpar segja það ekki rétt að fyrirtækið muni bera kostnað af hafnargarðsflutningum líkt og kom fram í máli umhverfis- og auðlindaráðherra á þingi. 18. febrúar 2016 19:15 Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48
Segir ríkið bera kostnaðinn af hafnargarðsflutningum Landsstólpar segja það ekki rétt að fyrirtækið muni bera kostnað af hafnargarðsflutningum líkt og kom fram í máli umhverfis- og auðlindaráðherra á þingi. 18. febrúar 2016 19:15
Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02