Starfsmönnum RÚV ber að kæra kollega fyrir meint brot Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2016 12:20 Meðan Hallgrímur segir almenna sátt ríkja um siðareglur í Útvarpshúsinu segja margir reglurnar stangast á við stjórnarskrá. Mörður Árnason, sem á sæti í stjórn RÚV telur að endurskoða þurfi nýjar siðareglur RÚV fljótt og vel. Segja má að Mörður sé sérfróður á þessu sviði, en hann átti sæti í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands (BÍ) um árabil. Friðrik Þór Guðmundsson, sérfræðingur um siðareglur en hann situr í siðanefnd BÍ, segir nýjar siðareglur stangast á við siðareglur BÍ.Stangast á við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár Nýjar siðareglur RÚV ætla að reynast umdeildar. Einkum eru ákvæði sem meina frétta- og dagskrárfólki að taka afstöðu á samfélagsmiðlum sem menn hnjóta um. „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Auk þess segir: „Starfsfólk gætir að því að vera óháð stjórnmálalegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum hagsmunum í efnismeðferð og ritstjórnarákvörðunum.“Magnús Geir Þórðarson staðfesti það, í svörum við spurningu Vísis að þessum siðareglum yrði fylgt eftir. Þetta atriði stendur í mörgum. IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga og tjáningarfrelsi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og telur engan vafa á leika að þessi ákvæði stangist á við stjórnarskrárbundin ákvæði um tjáningarfrelsi. Gagnrýni kemur úr ýmsum áttum, Frosti Sigurjónsson þingmaður hefur bent á að honum þyki þetta ekki í lagi, og Björg Eva Erlendsdóttir ætlar að segja sig úr stjórn RÚV meðal annars vegna þessa.Gert að klaga kollega samkvæmt nýjum siðareglumEn, það er ýmislegt fleira að finna í þessum siðareglum sem gæti orkað tvímælis. Þannig er starfsfólki beinlínis gert að segja til samstarfsfólks telji það hafa gerst brotlegt í starfi. „Verði starfsmaður áskynja um ámælisvert athæfi skal hann vekja athygli næsta yfirmanns á atvikinu, sem ekki á sjálfur hagsmuna að gæta, eða annarra viðeigandi aðila. Starfsfólk geldur ekki fyrir ábendingar um brot á siðareglum eða fyrir að leita réttar síns telji það á sér brotið.“Mörður telur blasa við að það þurfi að endurskoða nýjar siðareglur RÚV, það gangi ekki að svipta starfsmenn tjáningarfrelsi auk þess sem eitt og annað torkennilegt er að finna í reglunum.Auðunn NíelssonMörður segist muni sakna Bjargar Evu úr stjórn, hún sé reynslumikil en hann skilji afstöðu hennar. Sjálfur er hann ekki á förum. Hann segir að þessar reglur hafi ekki verið bornar undir stjórn, stjórninni var sagt af þeim en „við höfðum ekki vit á að fá að sjá þær í drögum. Ég sé eftir því að hafa ekki spurt sérstaklega um það, en maður getur ekki verið með nefið í öllum koppum.“ Mörður segist þó ekki telja að stjórn eigi að hafa neitt með þessar reglur sem slíkar að gera, hann telur að siðareglur eigi að vera verk stéttar eða starfsmanna. En, hvernig koma þær honum fyrir sjónir? Mörður telur fyrirliggjandi að þessar siðareglur þurfi að endurskoða fljótt og vel. Hann segir að reglurnar séu að sumu leyti góðar og þarfar, en að öðru leyti geti þetta reynst vinnureglur sem eðlilegt er að komi frá stjórn: „En því má ekki rugla saman við siðareglur,“ segir Mörður.Má ekki svipta starfsmenn tjáningarfrelsiHann nefnir þrjú atriði sem honum finnst engan veginn ganga upp. Í fyrsta lagi þetta ákvæði sem meinar starfsfólki að tjá sig með gagnrýnum hætti á samfélagsmiðlum. „Auðvitað verða menn að gæta varúðar í svona störfum en það má ekki taka af þeim stjórnarskrárbundin réttindi.“ Í öðru lagi gerir Mörður athugasemdir við klausuna um að starfmenn skuli segja af grunsemdum af brotum annarra. „Þarna þarf að fara mjög varlega.“Er hægt að kenna þetta ákvæði við Stasí? „Ég þori ekki að segja það.“ Í þriðja lagi gerir Mörður athugasemdir við skipan siðanefndarinnar, en hún hefur ekki enn verið skipuð. „Þarna segir að þar eigi lögmaður að vera í forystu,“ segir Mörður og spyr af hverju lögfræðingur? Þarna væri nær að sæti siðfræðingur eða heimspekingur, svo dæmi sé nefnt. Skipan þessarar siðanefndar kemur til kasta stjórnar og Mörður segir þá tilefni til að ræða þessar nýju siðareglur, en það er seinna í þessum mánuði.Býður uppá þvarg-kærurFriðrik Þór veltir einnig fyrir sér siðanefndinni sjálfri. Til dæmis er kveðið á um að kærufrestur sé enginn. Hann sér fyrir sér holskeflu kæra, jafnvel aftur í tímann og telur siðanefndina ekki öfundsverða að þurfa að fást við slíkt. Og, siðareglurnar bjóði hreinlega uppá allskyns kærur sem hann segir að geti einkennist af þvargi.Friðrik Þór er helsti sérfræðingur landsins á sviði siðareglna. Hann furðar sig á nýjum siðareglum RÚV og telur þær meðal annars ávisun á holskeflu kærumála sem einkennist af þvargi.Friðrik Þór spyr einnig hvað hafi orðið um ítarlega handbók RÚV-ara sem Óðinn Jónsson tók saman auk Páls Magnússonar, þær hafi náð vel utan um þessi atriði. Til dæmis segir þar að fréttamenn megi ekki láta persónulegar skoðanir sínar og hagsmuni hafa áhrif á störf sín. „Er hún þá fallin úr gildi með þessum nýju siðareglum?“ spyr Friðrik Þór. Hann bendir á að grundvallarmunur sé á formlegum siðareglum og svo innanhússreglum.Hvað kallaði á þessar nýju siðareglur?Í framhaldi af þessu veltir Friðrik Þór fyrir sér hvað það hafi eiginlega verið sem kallaði á þessar nýju siðareglur? Og hann veltir fyrir sér afstöðu starfsmanna, en í þeim hópi sem skrúfaði þessar reglur saman eru að meirihluta starfsmenn RÚV. (Margrét Magnúsdóttir, sem er formaður hópsins, Brynja Þorgeirsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Jóhann Hlíðar Harðarsson og Þröstur Helgason. Leifur Hauksson kom í stað Elísabet Indru í ágúst 2015.) Þá hefur Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna RÚV, varðið þessar siðareglur af nokkurri sannfæringu í samtali við mbl.is. Hallgrímur segir almenna sátt um siðareglurnar innan RÚV. Sem kemur á óvart í ljósi orða Friðriks Þórs. „Þetta stangast á við siðareglur blaðamanna, það er de fakto verið að setja starfsmenn RÚV í allt aðra stöðu en aðrir blaðamenn eru í. Blaðamannafélagið tekur ekki tjáningarfrelsi af blaðamönnum en þetta gerir það. Ef félag fréttamanna samþykkja það eru þeir einfaldlega að segja að fréttamenn á RÚV eigi að lúta öðrum lögmálum en aðrir blaðamenn. Þá eru þeir að afsala sér þessum tjáningarrétti. Mönnum er svo sem frjálst að gera það, í sjálfu sér,“ segir Friðrik Þór. Tengdar fréttir Frosti telur nýjar siðareglur RÚV fráleitar Björg Eva Erlendsdóttir sakar Illuga Gunnarsson hafa misnotað nýgerðan þjónustusamning til grimmilegra ritskoðunartilburða. 12. apríl 2016 16:38 RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Mörður Árnason, sem á sæti í stjórn RÚV telur að endurskoða þurfi nýjar siðareglur RÚV fljótt og vel. Segja má að Mörður sé sérfróður á þessu sviði, en hann átti sæti í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands (BÍ) um árabil. Friðrik Þór Guðmundsson, sérfræðingur um siðareglur en hann situr í siðanefnd BÍ, segir nýjar siðareglur stangast á við siðareglur BÍ.Stangast á við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár Nýjar siðareglur RÚV ætla að reynast umdeildar. Einkum eru ákvæði sem meina frétta- og dagskrárfólki að taka afstöðu á samfélagsmiðlum sem menn hnjóta um. „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Auk þess segir: „Starfsfólk gætir að því að vera óháð stjórnmálalegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum hagsmunum í efnismeðferð og ritstjórnarákvörðunum.“Magnús Geir Þórðarson staðfesti það, í svörum við spurningu Vísis að þessum siðareglum yrði fylgt eftir. Þetta atriði stendur í mörgum. IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga og tjáningarfrelsi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og telur engan vafa á leika að þessi ákvæði stangist á við stjórnarskrárbundin ákvæði um tjáningarfrelsi. Gagnrýni kemur úr ýmsum áttum, Frosti Sigurjónsson þingmaður hefur bent á að honum þyki þetta ekki í lagi, og Björg Eva Erlendsdóttir ætlar að segja sig úr stjórn RÚV meðal annars vegna þessa.Gert að klaga kollega samkvæmt nýjum siðareglumEn, það er ýmislegt fleira að finna í þessum siðareglum sem gæti orkað tvímælis. Þannig er starfsfólki beinlínis gert að segja til samstarfsfólks telji það hafa gerst brotlegt í starfi. „Verði starfsmaður áskynja um ámælisvert athæfi skal hann vekja athygli næsta yfirmanns á atvikinu, sem ekki á sjálfur hagsmuna að gæta, eða annarra viðeigandi aðila. Starfsfólk geldur ekki fyrir ábendingar um brot á siðareglum eða fyrir að leita réttar síns telji það á sér brotið.“Mörður telur blasa við að það þurfi að endurskoða nýjar siðareglur RÚV, það gangi ekki að svipta starfsmenn tjáningarfrelsi auk þess sem eitt og annað torkennilegt er að finna í reglunum.Auðunn NíelssonMörður segist muni sakna Bjargar Evu úr stjórn, hún sé reynslumikil en hann skilji afstöðu hennar. Sjálfur er hann ekki á förum. Hann segir að þessar reglur hafi ekki verið bornar undir stjórn, stjórninni var sagt af þeim en „við höfðum ekki vit á að fá að sjá þær í drögum. Ég sé eftir því að hafa ekki spurt sérstaklega um það, en maður getur ekki verið með nefið í öllum koppum.“ Mörður segist þó ekki telja að stjórn eigi að hafa neitt með þessar reglur sem slíkar að gera, hann telur að siðareglur eigi að vera verk stéttar eða starfsmanna. En, hvernig koma þær honum fyrir sjónir? Mörður telur fyrirliggjandi að þessar siðareglur þurfi að endurskoða fljótt og vel. Hann segir að reglurnar séu að sumu leyti góðar og þarfar, en að öðru leyti geti þetta reynst vinnureglur sem eðlilegt er að komi frá stjórn: „En því má ekki rugla saman við siðareglur,“ segir Mörður.Má ekki svipta starfsmenn tjáningarfrelsiHann nefnir þrjú atriði sem honum finnst engan veginn ganga upp. Í fyrsta lagi þetta ákvæði sem meinar starfsfólki að tjá sig með gagnrýnum hætti á samfélagsmiðlum. „Auðvitað verða menn að gæta varúðar í svona störfum en það má ekki taka af þeim stjórnarskrárbundin réttindi.“ Í öðru lagi gerir Mörður athugasemdir við klausuna um að starfmenn skuli segja af grunsemdum af brotum annarra. „Þarna þarf að fara mjög varlega.“Er hægt að kenna þetta ákvæði við Stasí? „Ég þori ekki að segja það.“ Í þriðja lagi gerir Mörður athugasemdir við skipan siðanefndarinnar, en hún hefur ekki enn verið skipuð. „Þarna segir að þar eigi lögmaður að vera í forystu,“ segir Mörður og spyr af hverju lögfræðingur? Þarna væri nær að sæti siðfræðingur eða heimspekingur, svo dæmi sé nefnt. Skipan þessarar siðanefndar kemur til kasta stjórnar og Mörður segir þá tilefni til að ræða þessar nýju siðareglur, en það er seinna í þessum mánuði.Býður uppá þvarg-kærurFriðrik Þór veltir einnig fyrir sér siðanefndinni sjálfri. Til dæmis er kveðið á um að kærufrestur sé enginn. Hann sér fyrir sér holskeflu kæra, jafnvel aftur í tímann og telur siðanefndina ekki öfundsverða að þurfa að fást við slíkt. Og, siðareglurnar bjóði hreinlega uppá allskyns kærur sem hann segir að geti einkennist af þvargi.Friðrik Þór er helsti sérfræðingur landsins á sviði siðareglna. Hann furðar sig á nýjum siðareglum RÚV og telur þær meðal annars ávisun á holskeflu kærumála sem einkennist af þvargi.Friðrik Þór spyr einnig hvað hafi orðið um ítarlega handbók RÚV-ara sem Óðinn Jónsson tók saman auk Páls Magnússonar, þær hafi náð vel utan um þessi atriði. Til dæmis segir þar að fréttamenn megi ekki láta persónulegar skoðanir sínar og hagsmuni hafa áhrif á störf sín. „Er hún þá fallin úr gildi með þessum nýju siðareglum?“ spyr Friðrik Þór. Hann bendir á að grundvallarmunur sé á formlegum siðareglum og svo innanhússreglum.Hvað kallaði á þessar nýju siðareglur?Í framhaldi af þessu veltir Friðrik Þór fyrir sér hvað það hafi eiginlega verið sem kallaði á þessar nýju siðareglur? Og hann veltir fyrir sér afstöðu starfsmanna, en í þeim hópi sem skrúfaði þessar reglur saman eru að meirihluta starfsmenn RÚV. (Margrét Magnúsdóttir, sem er formaður hópsins, Brynja Þorgeirsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Jóhann Hlíðar Harðarsson og Þröstur Helgason. Leifur Hauksson kom í stað Elísabet Indru í ágúst 2015.) Þá hefur Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna RÚV, varðið þessar siðareglur af nokkurri sannfæringu í samtali við mbl.is. Hallgrímur segir almenna sátt um siðareglurnar innan RÚV. Sem kemur á óvart í ljósi orða Friðriks Þórs. „Þetta stangast á við siðareglur blaðamanna, það er de fakto verið að setja starfsmenn RÚV í allt aðra stöðu en aðrir blaðamenn eru í. Blaðamannafélagið tekur ekki tjáningarfrelsi af blaðamönnum en þetta gerir það. Ef félag fréttamanna samþykkja það eru þeir einfaldlega að segja að fréttamenn á RÚV eigi að lúta öðrum lögmálum en aðrir blaðamenn. Þá eru þeir að afsala sér þessum tjáningarrétti. Mönnum er svo sem frjálst að gera það, í sjálfu sér,“ segir Friðrik Þór.
Tengdar fréttir Frosti telur nýjar siðareglur RÚV fráleitar Björg Eva Erlendsdóttir sakar Illuga Gunnarsson hafa misnotað nýgerðan þjónustusamning til grimmilegra ritskoðunartilburða. 12. apríl 2016 16:38 RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Frosti telur nýjar siðareglur RÚV fráleitar Björg Eva Erlendsdóttir sakar Illuga Gunnarsson hafa misnotað nýgerðan þjónustusamning til grimmilegra ritskoðunartilburða. 12. apríl 2016 16:38
RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent