Nafnið Ugluspegill fær að „njóta vafans“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2016 15:19 Nú má nefna börn Ugluspegill, Kinan, Silfra, List og Susie. vísir/getty Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Ugluspegill en í ítarlegum úrskurði nefndarinnar segir að nafnið verði „látið njóta vafans.“ Í úrskurði nefndarinnar er vísað til færslu Jóns Gunnars Þorsteinssonar á Vísindavef Háskóla Íslands frá árinu 2004 en þar segir að Till Ugluspegill hafi verið söguhetja í þýskri arfsögn frá miðöldum. Var þessi Ugluspegill hrekkjalómur og prakkari sem átti að hafa verið upp á fyrri hluta 14. aldar. „Sögurnar af Ugluspegli bárust víða um lönd og nafn hans hefur fengið merkinguna skelmir, hrekkjalómur og kjáni eins og finna má allmörg dæmi um í textasöfnum úr íslensku nútímamáli. Orðið Ugluspegill virðist því stundum í íslensku hafa fengið stöðu viðurnefnis eða uppnefnis. Að þessu leyti líkist staða nafnsins samnafni en ekki sérnafni.“ Í úrskurði nefndarinnar segir að ekki sé algengt að viðurnefni séu notuð sem mannanöfn en þó finnist dæmi um það og eru nefnd nöfnin Fróði og Góði. Þá lítur mannanafnanefnd einnig til þess að ekki hefur það þótt girða fyrir að nafn komist á mannanafnaskrá þó það eigi rætur að rekja til ævintýrapersóna sem og þess að nafnið Ugluspegill brýtur ekki í bága við íslenskt málkerfi. Hins vegar lítur nefndin einnig til þess að viðurnefni geti verið „viðkvæm og niðurlægjandi og ekki er rík hefð fyrir því að greinileg viðurnefni fái stöðu eiginnafna.“ Er það mat nefndarinnar að þótt dæmi séu um að nafnið Ugluspegill hafi fengið neikvæða merkingu í íslensku er sú merking ekki almennt þekkt „og þar að auki ekki mjög neikvæð eða niðrandi.“ Því er „fjarlægur eða óviss möguleiki á því að nafn verði nafnbera til ama,“ og er nafnið því látið njóta vafans. Önnur nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt eru karlmannsnafnið Kinan og kvenmannsnöfnin Silfra, List og Susie. Millinafninu Zar var hins vegar hafnað. Tengdar fréttir Má núna heita Kling og Ára en ekki Blom Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur ný nöfn með úrskurðum sem kveðnir voru upp þann 4. mars síðastliðinn en birtir á netinu í dag. 16. mars 2016 10:17 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Ugluspegill en í ítarlegum úrskurði nefndarinnar segir að nafnið verði „látið njóta vafans.“ Í úrskurði nefndarinnar er vísað til færslu Jóns Gunnars Þorsteinssonar á Vísindavef Háskóla Íslands frá árinu 2004 en þar segir að Till Ugluspegill hafi verið söguhetja í þýskri arfsögn frá miðöldum. Var þessi Ugluspegill hrekkjalómur og prakkari sem átti að hafa verið upp á fyrri hluta 14. aldar. „Sögurnar af Ugluspegli bárust víða um lönd og nafn hans hefur fengið merkinguna skelmir, hrekkjalómur og kjáni eins og finna má allmörg dæmi um í textasöfnum úr íslensku nútímamáli. Orðið Ugluspegill virðist því stundum í íslensku hafa fengið stöðu viðurnefnis eða uppnefnis. Að þessu leyti líkist staða nafnsins samnafni en ekki sérnafni.“ Í úrskurði nefndarinnar segir að ekki sé algengt að viðurnefni séu notuð sem mannanöfn en þó finnist dæmi um það og eru nefnd nöfnin Fróði og Góði. Þá lítur mannanafnanefnd einnig til þess að ekki hefur það þótt girða fyrir að nafn komist á mannanafnaskrá þó það eigi rætur að rekja til ævintýrapersóna sem og þess að nafnið Ugluspegill brýtur ekki í bága við íslenskt málkerfi. Hins vegar lítur nefndin einnig til þess að viðurnefni geti verið „viðkvæm og niðurlægjandi og ekki er rík hefð fyrir því að greinileg viðurnefni fái stöðu eiginnafna.“ Er það mat nefndarinnar að þótt dæmi séu um að nafnið Ugluspegill hafi fengið neikvæða merkingu í íslensku er sú merking ekki almennt þekkt „og þar að auki ekki mjög neikvæð eða niðrandi.“ Því er „fjarlægur eða óviss möguleiki á því að nafn verði nafnbera til ama,“ og er nafnið því látið njóta vafans. Önnur nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt eru karlmannsnafnið Kinan og kvenmannsnöfnin Silfra, List og Susie. Millinafninu Zar var hins vegar hafnað.
Tengdar fréttir Má núna heita Kling og Ára en ekki Blom Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur ný nöfn með úrskurðum sem kveðnir voru upp þann 4. mars síðastliðinn en birtir á netinu í dag. 16. mars 2016 10:17 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Má núna heita Kling og Ára en ekki Blom Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur ný nöfn með úrskurðum sem kveðnir voru upp þann 4. mars síðastliðinn en birtir á netinu í dag. 16. mars 2016 10:17